Íslenski boltinn

FH með tveggja stiga forskot á toppi Lengjudeildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
FH-ingar eru með tveggja stiga forskot á toppi Lengjudeildar kvenna.
FH-ingar eru með tveggja stiga forskot á toppi Lengjudeildar kvenna. Vísir/Haraldur

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. FH náði tveggja stiga forskoti á toppnum með 1-0 sigri gegn ÍA á meðan að KR gerði 3-3 jafntefli gegn Grindavík. Afturelding fer upp í annað ætið eftir 4-2 sigur gegn Gróttu og HK lyfti sér upp úr fallsæti með 2-1 sigri gegn Haukum.

Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu í sigri FH gegn ÍA þegar að FH náði forystu á toppnum.

Unnur Stefánsdóttir kom Grindvíkum yfir strax á tíundu mínútu gegn KR, áður en Kathleen Pingel, Bergdís Fanney Einarsdóttir og Aiden Keane komu KR-ingum í 3-1. Christabel Oduro minnkaði muninn eftir klukkutíma leik og aðeins mínútu síðar jafnaði Helga Guðrún Kristinsdóttir metin. Lokatölur 3-3 og KR er því tveim stigum á eftir FH í toppsætinu.

Afturelding nýtti sér það að KR hefur ekki unnið í þrem leikjum í röð og lyfti sér upp í annað sætið með 4-2 sigri gegn Gróttu.

Danielle Marcano kom HK yfir gegn Haukum rétt fyrir hálfleik. Dagrún Birta Karlsdóttir jafnaði metin rúmum 20 mínútum fyrir leikslok, en Ena Sabanagic skoraði sigurmark HK á lokamínútu leiksins og lyfti liðinu þar með upp úr fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×