Skjót viðbrögð við loftslagsviðvörun Edda Sif Pind Aradóttir og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir skrifa 14. ágúst 2021 10:01 Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í byrjun vikunnar felur í sér rauða loftslagsviðvörun fyrir mannkyn. Þessi viðvörun hefur í raun verið í gildi lengi, enda kemur fátt á óvart í skýrslunni – hún er áfellisdómur yfir þeim sem hafa verið við stjórnvölinn síðustu áratugi. Hún dregur fram það sem hefur verið ljóst í áratugi: Loftslagsbreytingar eiga sér stað og enginn vafi er á því að þær eru af mannavöldum. Þær eru tilkomnar vegna gríðarlegrar losunar okkar á gróðurhúsalofttegundum, aðallega koldíoxíðs, fyrst og fremst vegna bruna jarðefnaeldsneytis; kola, olíu og gass. Afleiðingarnar eru þegar farnar að blasa við með öfgum í veðurfari, súrnun sjávar og bráðnun jökla svo eitthvað sé nefnt, og áframhaldandi hlýnun og auknar öfgar fylgja frekari losun. Þetta eru ógnvænlegar staðreyndir og afleiðingarnar eru gríðarlegar. Komandi kynslóðir og vistkerfi jarðar munu þurfa að súpa seyðið af skammsýni þeirra sem nú eru við stjórnvölinn. Skýrslan staðfestir þó jafnframt að við vitum hvað þarf að gera: Við þurfum að draga hratt úr losun og ná kolefnishlutleysi sem allra fyrst. Hvert tonn af koldíoxíði losað í andrúmsloftið eykur á hlýnun jarðar. Þessa staðreynd þarf alltaf að hafa í huga við ákvarðanatöku hvar sem hún á sér stað. Það er í okkar höndum að sigrast á loftslagsvánni. Til að ná markmiðum okkar og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C þurfum við að helminga losun á heimsvísu fyrir 2030 og ná algjöru kolefnishlutleysi ekki síðar en um miðbik aldarinnar. Íslensk stjórnvöld ætla sér að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Góðu fréttirnar eru að lausnirnar sem þarf að innleiða eru til en verkefnið og risavaxið og þær þarf að byggja upp á hraða sem á sér enga hliðstæðu í mannkynssögunni. Það þarf að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa, draga úr neyslu, endurheimta vistkerfi og efla hringrásarhagkerfið. Þar sem ekki er hægt að koma í veg fyrir losun þurfum við að fanga og farga eða endurnýta koldíoxíð í stað þess að losa það út í andrúmsloftið. Föngun og förgun koldíoxíðs er órjúfanlegur hluti af lausn loftslagsvandans eins og skýrslur IPCC hafa m.a. sýnt. Carbfix hefur þróað umhverfisvæna og hagkvæma kolefnisförgunaraðferð í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Tæknin felur í sér að leysa koldíoxíð í vatni og dæla niður í basaltberggrunninn þar sem náttúruleg ferli steinrenna það til frambúðar. Með þessu móti er koldíoxíðið varanlega bundið í steindum djúpt í berggrunninum og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Carbfix kolefnisförgunaraðferðin þarf eingöngu þrjú hráefni: Hentugt berg, vatn og koldíoxíð. Nánast allur berggrunnur Íslands hentar fyrir Carbfix aðferðina en förgunargeta koldíoxíðs hér á landi er mæld í þúsundum milljarða tonna, sem er margfalt meira en árleg losun mannkyns. Hægt er að beita Carbfix tækninni til draga úr árlegri losun frá íslenskri orku- og iðnaðarframleiðslu um a.m.k. 2 milljónir tonna innan 10 ára, og með því móti ná markmiðum loftslagsáætlunar og vel það. Þá er unnið að undirbúningi verkefna sem nýta íslenska berggrunninn til að farga koldíoxíði sem fangað er ýmist beint úr andrúmslofti eða frá erlendum iðnaði eftir flutning hingað með skipum enda samstarf þvert á landamæri nauðsynlegt í loftslagsbaráttunni. Með því móti gæti nýr loftslagsvænn kolefnisförgunariðnaður náð förgunargetu upp á 10 milljón tonn á ári hérlendis innan 10 ára með tilheyrandi ávinningi fyrir loftslagið og íslenskt efnahagslíf. Á heimsvísu er förgunargetan margfalt meiri. Hentugt berg er að finna í öllum heimsálfum og þekur u.þ.b. 5% af landmassa jarðar og megnið af hafsbotninum. Hægt væri að ná árlegri förgunargetu upp í hundruð milljóna tonna innan 10 ára með lengri tíma markmið um að ná milljörðum tonna. Alþjóða orkumálastofnunin gerir ráð fyrir því að til að ná markmiðum Parísarsáttmálans þurfi að farga um 100 milljörðum tonna af koldíoxíði fyrir árið 2060. Carbfix aðferðin getur vonandi nýst sem víðast samhliða öðrum lausnum svo því markmiði verði náð – en svo af því geti orðið þurfa stjórnvöld bæði hérlendis og erlendis að bretta upp ermarnar. Veita þarf fjármagni í rannsóknar-, þróunar- og skölunarverkefni, breyta reglugerðum og lagaumhverfi og ryðja brautina svo hægt sé að byggja hratt og örugglega upp nýtt og loftslagsvænna samfélag. Hvert tonn af koldíoxíði sem ekki er losað út í andrúmsloftið er okkur í hag. Höfundar eru kolefnisfargarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Edda Sif Aradóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í byrjun vikunnar felur í sér rauða loftslagsviðvörun fyrir mannkyn. Þessi viðvörun hefur í raun verið í gildi lengi, enda kemur fátt á óvart í skýrslunni – hún er áfellisdómur yfir þeim sem hafa verið við stjórnvölinn síðustu áratugi. Hún dregur fram það sem hefur verið ljóst í áratugi: Loftslagsbreytingar eiga sér stað og enginn vafi er á því að þær eru af mannavöldum. Þær eru tilkomnar vegna gríðarlegrar losunar okkar á gróðurhúsalofttegundum, aðallega koldíoxíðs, fyrst og fremst vegna bruna jarðefnaeldsneytis; kola, olíu og gass. Afleiðingarnar eru þegar farnar að blasa við með öfgum í veðurfari, súrnun sjávar og bráðnun jökla svo eitthvað sé nefnt, og áframhaldandi hlýnun og auknar öfgar fylgja frekari losun. Þetta eru ógnvænlegar staðreyndir og afleiðingarnar eru gríðarlegar. Komandi kynslóðir og vistkerfi jarðar munu þurfa að súpa seyðið af skammsýni þeirra sem nú eru við stjórnvölinn. Skýrslan staðfestir þó jafnframt að við vitum hvað þarf að gera: Við þurfum að draga hratt úr losun og ná kolefnishlutleysi sem allra fyrst. Hvert tonn af koldíoxíði losað í andrúmsloftið eykur á hlýnun jarðar. Þessa staðreynd þarf alltaf að hafa í huga við ákvarðanatöku hvar sem hún á sér stað. Það er í okkar höndum að sigrast á loftslagsvánni. Til að ná markmiðum okkar og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C þurfum við að helminga losun á heimsvísu fyrir 2030 og ná algjöru kolefnishlutleysi ekki síðar en um miðbik aldarinnar. Íslensk stjórnvöld ætla sér að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Góðu fréttirnar eru að lausnirnar sem þarf að innleiða eru til en verkefnið og risavaxið og þær þarf að byggja upp á hraða sem á sér enga hliðstæðu í mannkynssögunni. Það þarf að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa, draga úr neyslu, endurheimta vistkerfi og efla hringrásarhagkerfið. Þar sem ekki er hægt að koma í veg fyrir losun þurfum við að fanga og farga eða endurnýta koldíoxíð í stað þess að losa það út í andrúmsloftið. Föngun og förgun koldíoxíðs er órjúfanlegur hluti af lausn loftslagsvandans eins og skýrslur IPCC hafa m.a. sýnt. Carbfix hefur þróað umhverfisvæna og hagkvæma kolefnisförgunaraðferð í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Tæknin felur í sér að leysa koldíoxíð í vatni og dæla niður í basaltberggrunninn þar sem náttúruleg ferli steinrenna það til frambúðar. Með þessu móti er koldíoxíðið varanlega bundið í steindum djúpt í berggrunninum og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Carbfix kolefnisförgunaraðferðin þarf eingöngu þrjú hráefni: Hentugt berg, vatn og koldíoxíð. Nánast allur berggrunnur Íslands hentar fyrir Carbfix aðferðina en förgunargeta koldíoxíðs hér á landi er mæld í þúsundum milljarða tonna, sem er margfalt meira en árleg losun mannkyns. Hægt er að beita Carbfix tækninni til draga úr árlegri losun frá íslenskri orku- og iðnaðarframleiðslu um a.m.k. 2 milljónir tonna innan 10 ára, og með því móti ná markmiðum loftslagsáætlunar og vel það. Þá er unnið að undirbúningi verkefna sem nýta íslenska berggrunninn til að farga koldíoxíði sem fangað er ýmist beint úr andrúmslofti eða frá erlendum iðnaði eftir flutning hingað með skipum enda samstarf þvert á landamæri nauðsynlegt í loftslagsbaráttunni. Með því móti gæti nýr loftslagsvænn kolefnisförgunariðnaður náð förgunargetu upp á 10 milljón tonn á ári hérlendis innan 10 ára með tilheyrandi ávinningi fyrir loftslagið og íslenskt efnahagslíf. Á heimsvísu er förgunargetan margfalt meiri. Hentugt berg er að finna í öllum heimsálfum og þekur u.þ.b. 5% af landmassa jarðar og megnið af hafsbotninum. Hægt væri að ná árlegri förgunargetu upp í hundruð milljóna tonna innan 10 ára með lengri tíma markmið um að ná milljörðum tonna. Alþjóða orkumálastofnunin gerir ráð fyrir því að til að ná markmiðum Parísarsáttmálans þurfi að farga um 100 milljörðum tonna af koldíoxíði fyrir árið 2060. Carbfix aðferðin getur vonandi nýst sem víðast samhliða öðrum lausnum svo því markmiði verði náð – en svo af því geti orðið þurfa stjórnvöld bæði hérlendis og erlendis að bretta upp ermarnar. Veita þarf fjármagni í rannsóknar-, þróunar- og skölunarverkefni, breyta reglugerðum og lagaumhverfi og ryðja brautina svo hægt sé að byggja hratt og örugglega upp nýtt og loftslagsvænna samfélag. Hvert tonn af koldíoxíði sem ekki er losað út í andrúmsloftið er okkur í hag. Höfundar eru kolefnisfargarar.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar