Skjót viðbrögð við loftslagsviðvörun Edda Sif Pind Aradóttir og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir skrifa 14. ágúst 2021 10:01 Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í byrjun vikunnar felur í sér rauða loftslagsviðvörun fyrir mannkyn. Þessi viðvörun hefur í raun verið í gildi lengi, enda kemur fátt á óvart í skýrslunni – hún er áfellisdómur yfir þeim sem hafa verið við stjórnvölinn síðustu áratugi. Hún dregur fram það sem hefur verið ljóst í áratugi: Loftslagsbreytingar eiga sér stað og enginn vafi er á því að þær eru af mannavöldum. Þær eru tilkomnar vegna gríðarlegrar losunar okkar á gróðurhúsalofttegundum, aðallega koldíoxíðs, fyrst og fremst vegna bruna jarðefnaeldsneytis; kola, olíu og gass. Afleiðingarnar eru þegar farnar að blasa við með öfgum í veðurfari, súrnun sjávar og bráðnun jökla svo eitthvað sé nefnt, og áframhaldandi hlýnun og auknar öfgar fylgja frekari losun. Þetta eru ógnvænlegar staðreyndir og afleiðingarnar eru gríðarlegar. Komandi kynslóðir og vistkerfi jarðar munu þurfa að súpa seyðið af skammsýni þeirra sem nú eru við stjórnvölinn. Skýrslan staðfestir þó jafnframt að við vitum hvað þarf að gera: Við þurfum að draga hratt úr losun og ná kolefnishlutleysi sem allra fyrst. Hvert tonn af koldíoxíði losað í andrúmsloftið eykur á hlýnun jarðar. Þessa staðreynd þarf alltaf að hafa í huga við ákvarðanatöku hvar sem hún á sér stað. Það er í okkar höndum að sigrast á loftslagsvánni. Til að ná markmiðum okkar og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C þurfum við að helminga losun á heimsvísu fyrir 2030 og ná algjöru kolefnishlutleysi ekki síðar en um miðbik aldarinnar. Íslensk stjórnvöld ætla sér að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Góðu fréttirnar eru að lausnirnar sem þarf að innleiða eru til en verkefnið og risavaxið og þær þarf að byggja upp á hraða sem á sér enga hliðstæðu í mannkynssögunni. Það þarf að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa, draga úr neyslu, endurheimta vistkerfi og efla hringrásarhagkerfið. Þar sem ekki er hægt að koma í veg fyrir losun þurfum við að fanga og farga eða endurnýta koldíoxíð í stað þess að losa það út í andrúmsloftið. Föngun og förgun koldíoxíðs er órjúfanlegur hluti af lausn loftslagsvandans eins og skýrslur IPCC hafa m.a. sýnt. Carbfix hefur þróað umhverfisvæna og hagkvæma kolefnisförgunaraðferð í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Tæknin felur í sér að leysa koldíoxíð í vatni og dæla niður í basaltberggrunninn þar sem náttúruleg ferli steinrenna það til frambúðar. Með þessu móti er koldíoxíðið varanlega bundið í steindum djúpt í berggrunninum og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Carbfix kolefnisförgunaraðferðin þarf eingöngu þrjú hráefni: Hentugt berg, vatn og koldíoxíð. Nánast allur berggrunnur Íslands hentar fyrir Carbfix aðferðina en förgunargeta koldíoxíðs hér á landi er mæld í þúsundum milljarða tonna, sem er margfalt meira en árleg losun mannkyns. Hægt er að beita Carbfix tækninni til draga úr árlegri losun frá íslenskri orku- og iðnaðarframleiðslu um a.m.k. 2 milljónir tonna innan 10 ára, og með því móti ná markmiðum loftslagsáætlunar og vel það. Þá er unnið að undirbúningi verkefna sem nýta íslenska berggrunninn til að farga koldíoxíði sem fangað er ýmist beint úr andrúmslofti eða frá erlendum iðnaði eftir flutning hingað með skipum enda samstarf þvert á landamæri nauðsynlegt í loftslagsbaráttunni. Með því móti gæti nýr loftslagsvænn kolefnisförgunariðnaður náð förgunargetu upp á 10 milljón tonn á ári hérlendis innan 10 ára með tilheyrandi ávinningi fyrir loftslagið og íslenskt efnahagslíf. Á heimsvísu er förgunargetan margfalt meiri. Hentugt berg er að finna í öllum heimsálfum og þekur u.þ.b. 5% af landmassa jarðar og megnið af hafsbotninum. Hægt væri að ná árlegri förgunargetu upp í hundruð milljóna tonna innan 10 ára með lengri tíma markmið um að ná milljörðum tonna. Alþjóða orkumálastofnunin gerir ráð fyrir því að til að ná markmiðum Parísarsáttmálans þurfi að farga um 100 milljörðum tonna af koldíoxíði fyrir árið 2060. Carbfix aðferðin getur vonandi nýst sem víðast samhliða öðrum lausnum svo því markmiði verði náð – en svo af því geti orðið þurfa stjórnvöld bæði hérlendis og erlendis að bretta upp ermarnar. Veita þarf fjármagni í rannsóknar-, þróunar- og skölunarverkefni, breyta reglugerðum og lagaumhverfi og ryðja brautina svo hægt sé að byggja hratt og örugglega upp nýtt og loftslagsvænna samfélag. Hvert tonn af koldíoxíði sem ekki er losað út í andrúmsloftið er okkur í hag. Höfundar eru kolefnisfargarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Edda Sif Aradóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í byrjun vikunnar felur í sér rauða loftslagsviðvörun fyrir mannkyn. Þessi viðvörun hefur í raun verið í gildi lengi, enda kemur fátt á óvart í skýrslunni – hún er áfellisdómur yfir þeim sem hafa verið við stjórnvölinn síðustu áratugi. Hún dregur fram það sem hefur verið ljóst í áratugi: Loftslagsbreytingar eiga sér stað og enginn vafi er á því að þær eru af mannavöldum. Þær eru tilkomnar vegna gríðarlegrar losunar okkar á gróðurhúsalofttegundum, aðallega koldíoxíðs, fyrst og fremst vegna bruna jarðefnaeldsneytis; kola, olíu og gass. Afleiðingarnar eru þegar farnar að blasa við með öfgum í veðurfari, súrnun sjávar og bráðnun jökla svo eitthvað sé nefnt, og áframhaldandi hlýnun og auknar öfgar fylgja frekari losun. Þetta eru ógnvænlegar staðreyndir og afleiðingarnar eru gríðarlegar. Komandi kynslóðir og vistkerfi jarðar munu þurfa að súpa seyðið af skammsýni þeirra sem nú eru við stjórnvölinn. Skýrslan staðfestir þó jafnframt að við vitum hvað þarf að gera: Við þurfum að draga hratt úr losun og ná kolefnishlutleysi sem allra fyrst. Hvert tonn af koldíoxíði losað í andrúmsloftið eykur á hlýnun jarðar. Þessa staðreynd þarf alltaf að hafa í huga við ákvarðanatöku hvar sem hún á sér stað. Það er í okkar höndum að sigrast á loftslagsvánni. Til að ná markmiðum okkar og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C þurfum við að helminga losun á heimsvísu fyrir 2030 og ná algjöru kolefnishlutleysi ekki síðar en um miðbik aldarinnar. Íslensk stjórnvöld ætla sér að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Góðu fréttirnar eru að lausnirnar sem þarf að innleiða eru til en verkefnið og risavaxið og þær þarf að byggja upp á hraða sem á sér enga hliðstæðu í mannkynssögunni. Það þarf að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa, draga úr neyslu, endurheimta vistkerfi og efla hringrásarhagkerfið. Þar sem ekki er hægt að koma í veg fyrir losun þurfum við að fanga og farga eða endurnýta koldíoxíð í stað þess að losa það út í andrúmsloftið. Föngun og förgun koldíoxíðs er órjúfanlegur hluti af lausn loftslagsvandans eins og skýrslur IPCC hafa m.a. sýnt. Carbfix hefur þróað umhverfisvæna og hagkvæma kolefnisförgunaraðferð í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Tæknin felur í sér að leysa koldíoxíð í vatni og dæla niður í basaltberggrunninn þar sem náttúruleg ferli steinrenna það til frambúðar. Með þessu móti er koldíoxíðið varanlega bundið í steindum djúpt í berggrunninum og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Carbfix kolefnisförgunaraðferðin þarf eingöngu þrjú hráefni: Hentugt berg, vatn og koldíoxíð. Nánast allur berggrunnur Íslands hentar fyrir Carbfix aðferðina en förgunargeta koldíoxíðs hér á landi er mæld í þúsundum milljarða tonna, sem er margfalt meira en árleg losun mannkyns. Hægt er að beita Carbfix tækninni til draga úr árlegri losun frá íslenskri orku- og iðnaðarframleiðslu um a.m.k. 2 milljónir tonna innan 10 ára, og með því móti ná markmiðum loftslagsáætlunar og vel það. Þá er unnið að undirbúningi verkefna sem nýta íslenska berggrunninn til að farga koldíoxíði sem fangað er ýmist beint úr andrúmslofti eða frá erlendum iðnaði eftir flutning hingað með skipum enda samstarf þvert á landamæri nauðsynlegt í loftslagsbaráttunni. Með því móti gæti nýr loftslagsvænn kolefnisförgunariðnaður náð förgunargetu upp á 10 milljón tonn á ári hérlendis innan 10 ára með tilheyrandi ávinningi fyrir loftslagið og íslenskt efnahagslíf. Á heimsvísu er förgunargetan margfalt meiri. Hentugt berg er að finna í öllum heimsálfum og þekur u.þ.b. 5% af landmassa jarðar og megnið af hafsbotninum. Hægt væri að ná árlegri förgunargetu upp í hundruð milljóna tonna innan 10 ára með lengri tíma markmið um að ná milljörðum tonna. Alþjóða orkumálastofnunin gerir ráð fyrir því að til að ná markmiðum Parísarsáttmálans þurfi að farga um 100 milljörðum tonna af koldíoxíði fyrir árið 2060. Carbfix aðferðin getur vonandi nýst sem víðast samhliða öðrum lausnum svo því markmiði verði náð – en svo af því geti orðið þurfa stjórnvöld bæði hérlendis og erlendis að bretta upp ermarnar. Veita þarf fjármagni í rannsóknar-, þróunar- og skölunarverkefni, breyta reglugerðum og lagaumhverfi og ryðja brautina svo hægt sé að byggja hratt og örugglega upp nýtt og loftslagsvænna samfélag. Hvert tonn af koldíoxíði sem ekki er losað út í andrúmsloftið er okkur í hag. Höfundar eru kolefnisfargarar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun