Skjót viðbrögð við loftslagsviðvörun Edda Sif Pind Aradóttir og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir skrifa 14. ágúst 2021 10:01 Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í byrjun vikunnar felur í sér rauða loftslagsviðvörun fyrir mannkyn. Þessi viðvörun hefur í raun verið í gildi lengi, enda kemur fátt á óvart í skýrslunni – hún er áfellisdómur yfir þeim sem hafa verið við stjórnvölinn síðustu áratugi. Hún dregur fram það sem hefur verið ljóst í áratugi: Loftslagsbreytingar eiga sér stað og enginn vafi er á því að þær eru af mannavöldum. Þær eru tilkomnar vegna gríðarlegrar losunar okkar á gróðurhúsalofttegundum, aðallega koldíoxíðs, fyrst og fremst vegna bruna jarðefnaeldsneytis; kola, olíu og gass. Afleiðingarnar eru þegar farnar að blasa við með öfgum í veðurfari, súrnun sjávar og bráðnun jökla svo eitthvað sé nefnt, og áframhaldandi hlýnun og auknar öfgar fylgja frekari losun. Þetta eru ógnvænlegar staðreyndir og afleiðingarnar eru gríðarlegar. Komandi kynslóðir og vistkerfi jarðar munu þurfa að súpa seyðið af skammsýni þeirra sem nú eru við stjórnvölinn. Skýrslan staðfestir þó jafnframt að við vitum hvað þarf að gera: Við þurfum að draga hratt úr losun og ná kolefnishlutleysi sem allra fyrst. Hvert tonn af koldíoxíði losað í andrúmsloftið eykur á hlýnun jarðar. Þessa staðreynd þarf alltaf að hafa í huga við ákvarðanatöku hvar sem hún á sér stað. Það er í okkar höndum að sigrast á loftslagsvánni. Til að ná markmiðum okkar og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C þurfum við að helminga losun á heimsvísu fyrir 2030 og ná algjöru kolefnishlutleysi ekki síðar en um miðbik aldarinnar. Íslensk stjórnvöld ætla sér að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Góðu fréttirnar eru að lausnirnar sem þarf að innleiða eru til en verkefnið og risavaxið og þær þarf að byggja upp á hraða sem á sér enga hliðstæðu í mannkynssögunni. Það þarf að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa, draga úr neyslu, endurheimta vistkerfi og efla hringrásarhagkerfið. Þar sem ekki er hægt að koma í veg fyrir losun þurfum við að fanga og farga eða endurnýta koldíoxíð í stað þess að losa það út í andrúmsloftið. Föngun og förgun koldíoxíðs er órjúfanlegur hluti af lausn loftslagsvandans eins og skýrslur IPCC hafa m.a. sýnt. Carbfix hefur þróað umhverfisvæna og hagkvæma kolefnisförgunaraðferð í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Tæknin felur í sér að leysa koldíoxíð í vatni og dæla niður í basaltberggrunninn þar sem náttúruleg ferli steinrenna það til frambúðar. Með þessu móti er koldíoxíðið varanlega bundið í steindum djúpt í berggrunninum og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Carbfix kolefnisförgunaraðferðin þarf eingöngu þrjú hráefni: Hentugt berg, vatn og koldíoxíð. Nánast allur berggrunnur Íslands hentar fyrir Carbfix aðferðina en förgunargeta koldíoxíðs hér á landi er mæld í þúsundum milljarða tonna, sem er margfalt meira en árleg losun mannkyns. Hægt er að beita Carbfix tækninni til draga úr árlegri losun frá íslenskri orku- og iðnaðarframleiðslu um a.m.k. 2 milljónir tonna innan 10 ára, og með því móti ná markmiðum loftslagsáætlunar og vel það. Þá er unnið að undirbúningi verkefna sem nýta íslenska berggrunninn til að farga koldíoxíði sem fangað er ýmist beint úr andrúmslofti eða frá erlendum iðnaði eftir flutning hingað með skipum enda samstarf þvert á landamæri nauðsynlegt í loftslagsbaráttunni. Með því móti gæti nýr loftslagsvænn kolefnisförgunariðnaður náð förgunargetu upp á 10 milljón tonn á ári hérlendis innan 10 ára með tilheyrandi ávinningi fyrir loftslagið og íslenskt efnahagslíf. Á heimsvísu er förgunargetan margfalt meiri. Hentugt berg er að finna í öllum heimsálfum og þekur u.þ.b. 5% af landmassa jarðar og megnið af hafsbotninum. Hægt væri að ná árlegri förgunargetu upp í hundruð milljóna tonna innan 10 ára með lengri tíma markmið um að ná milljörðum tonna. Alþjóða orkumálastofnunin gerir ráð fyrir því að til að ná markmiðum Parísarsáttmálans þurfi að farga um 100 milljörðum tonna af koldíoxíði fyrir árið 2060. Carbfix aðferðin getur vonandi nýst sem víðast samhliða öðrum lausnum svo því markmiði verði náð – en svo af því geti orðið þurfa stjórnvöld bæði hérlendis og erlendis að bretta upp ermarnar. Veita þarf fjármagni í rannsóknar-, þróunar- og skölunarverkefni, breyta reglugerðum og lagaumhverfi og ryðja brautina svo hægt sé að byggja hratt og örugglega upp nýtt og loftslagsvænna samfélag. Hvert tonn af koldíoxíði sem ekki er losað út í andrúmsloftið er okkur í hag. Höfundar eru kolefnisfargarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Edda Sif Aradóttir Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í byrjun vikunnar felur í sér rauða loftslagsviðvörun fyrir mannkyn. Þessi viðvörun hefur í raun verið í gildi lengi, enda kemur fátt á óvart í skýrslunni – hún er áfellisdómur yfir þeim sem hafa verið við stjórnvölinn síðustu áratugi. Hún dregur fram það sem hefur verið ljóst í áratugi: Loftslagsbreytingar eiga sér stað og enginn vafi er á því að þær eru af mannavöldum. Þær eru tilkomnar vegna gríðarlegrar losunar okkar á gróðurhúsalofttegundum, aðallega koldíoxíðs, fyrst og fremst vegna bruna jarðefnaeldsneytis; kola, olíu og gass. Afleiðingarnar eru þegar farnar að blasa við með öfgum í veðurfari, súrnun sjávar og bráðnun jökla svo eitthvað sé nefnt, og áframhaldandi hlýnun og auknar öfgar fylgja frekari losun. Þetta eru ógnvænlegar staðreyndir og afleiðingarnar eru gríðarlegar. Komandi kynslóðir og vistkerfi jarðar munu þurfa að súpa seyðið af skammsýni þeirra sem nú eru við stjórnvölinn. Skýrslan staðfestir þó jafnframt að við vitum hvað þarf að gera: Við þurfum að draga hratt úr losun og ná kolefnishlutleysi sem allra fyrst. Hvert tonn af koldíoxíði losað í andrúmsloftið eykur á hlýnun jarðar. Þessa staðreynd þarf alltaf að hafa í huga við ákvarðanatöku hvar sem hún á sér stað. Það er í okkar höndum að sigrast á loftslagsvánni. Til að ná markmiðum okkar og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C þurfum við að helminga losun á heimsvísu fyrir 2030 og ná algjöru kolefnishlutleysi ekki síðar en um miðbik aldarinnar. Íslensk stjórnvöld ætla sér að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Góðu fréttirnar eru að lausnirnar sem þarf að innleiða eru til en verkefnið og risavaxið og þær þarf að byggja upp á hraða sem á sér enga hliðstæðu í mannkynssögunni. Það þarf að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa, draga úr neyslu, endurheimta vistkerfi og efla hringrásarhagkerfið. Þar sem ekki er hægt að koma í veg fyrir losun þurfum við að fanga og farga eða endurnýta koldíoxíð í stað þess að losa það út í andrúmsloftið. Föngun og förgun koldíoxíðs er órjúfanlegur hluti af lausn loftslagsvandans eins og skýrslur IPCC hafa m.a. sýnt. Carbfix hefur þróað umhverfisvæna og hagkvæma kolefnisförgunaraðferð í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Tæknin felur í sér að leysa koldíoxíð í vatni og dæla niður í basaltberggrunninn þar sem náttúruleg ferli steinrenna það til frambúðar. Með þessu móti er koldíoxíðið varanlega bundið í steindum djúpt í berggrunninum og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Carbfix kolefnisförgunaraðferðin þarf eingöngu þrjú hráefni: Hentugt berg, vatn og koldíoxíð. Nánast allur berggrunnur Íslands hentar fyrir Carbfix aðferðina en förgunargeta koldíoxíðs hér á landi er mæld í þúsundum milljarða tonna, sem er margfalt meira en árleg losun mannkyns. Hægt er að beita Carbfix tækninni til draga úr árlegri losun frá íslenskri orku- og iðnaðarframleiðslu um a.m.k. 2 milljónir tonna innan 10 ára, og með því móti ná markmiðum loftslagsáætlunar og vel það. Þá er unnið að undirbúningi verkefna sem nýta íslenska berggrunninn til að farga koldíoxíði sem fangað er ýmist beint úr andrúmslofti eða frá erlendum iðnaði eftir flutning hingað með skipum enda samstarf þvert á landamæri nauðsynlegt í loftslagsbaráttunni. Með því móti gæti nýr loftslagsvænn kolefnisförgunariðnaður náð förgunargetu upp á 10 milljón tonn á ári hérlendis innan 10 ára með tilheyrandi ávinningi fyrir loftslagið og íslenskt efnahagslíf. Á heimsvísu er förgunargetan margfalt meiri. Hentugt berg er að finna í öllum heimsálfum og þekur u.þ.b. 5% af landmassa jarðar og megnið af hafsbotninum. Hægt væri að ná árlegri förgunargetu upp í hundruð milljóna tonna innan 10 ára með lengri tíma markmið um að ná milljörðum tonna. Alþjóða orkumálastofnunin gerir ráð fyrir því að til að ná markmiðum Parísarsáttmálans þurfi að farga um 100 milljörðum tonna af koldíoxíði fyrir árið 2060. Carbfix aðferðin getur vonandi nýst sem víðast samhliða öðrum lausnum svo því markmiði verði náð – en svo af því geti orðið þurfa stjórnvöld bæði hérlendis og erlendis að bretta upp ermarnar. Veita þarf fjármagni í rannsóknar-, þróunar- og skölunarverkefni, breyta reglugerðum og lagaumhverfi og ryðja brautina svo hægt sé að byggja hratt og örugglega upp nýtt og loftslagsvænna samfélag. Hvert tonn af koldíoxíði sem ekki er losað út í andrúmsloftið er okkur í hag. Höfundar eru kolefnisfargarar.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun