Mælir með bólusetningu þrátt fyrir að liggja lömuð á Landspítalanum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. ágúst 2021 16:07 Tinna Katrín missti alla tilfinningu og allan mátt fyrir neðan mitti eftir örvunarskammt af Moderna. Hin nítján ára gamla Tinna Katrín Owen lamaðist fyrir neðan mitti eftir örvunarskammt af bóluefninu Moderna. Læknar telja þó að lömunin sé aðeins tímabundin. Atvikið hefur ekki haft áhrif á viðhorf Tinnu sem hvetur alla til þess að láta bólusetja sig. „Ég fór á fimmtudaginn í bólusetningu eða sem sagt að fá örvunarskammt. Daginn eftir var ég orðin svolítið slöpp og síðan um ellefu leytið á föstudeginum gat ég ekki staðið upp, svo mamma fór með mig upp á spítala,“ segir Tinna sem hafði áður verið bólusett með Janssen en fékk örvunarskammt af Moderna. Tinna er alveg máttlaus fyrir neðan mitti og finnur ekki fyrir snertingu í fótunum. Hún liggur nú inni á taugadeild Landspítalans. „Ég fór sem sagt í svona segulómun í gær þar sem var verið að mynda mænuna og það er ekkert að henni. Þannig að þeir búast við því að þetta sé bara tímabundið og að þetta ætti að ganga til baka.“ Tinna vakti athygli á málinu í gær með myndskeiði á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar skrifar hún „Fæ Moderna örvunarskammt - Lömuð fyrir neðan mitti.“ @tinnipinni Kiss Me More (feat. SZA) - Doja Cat Læknar hafa ekki staðfest að lömunina megi rekja beint til bólusetningarinnar en hafa ekki fundið neina aðra orsök. „Þeir vita ekki nákvæmlega af hverju þetta er. En það er bara ekkert annað sem mér dettur í hug að þetta gæti verið . Ég er ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Það finnst ekkert að mænunni minni. Það finnst ekkert í blóðinu mínu. Ég var ekki að gera neitt öðruvísi en bara að fara í þessa bólusetningu.“ Tinna segir tilganginn með því að deila þessari óskemmtilegu lífsreynslu á TikTok ekki hafa verið að vekja hræðslu á bólusetningum. Þvert á móti hvetur hún alla til þess að fara í bólusetningu. „Ég var bara í frekar miklu sjokki og vissi ekki alveg hvað ég átti að gera. Þannig mér fannst eitthvað smá fyndið að gera þetta TikTok og fer eitthvað að senda vinum mínum og vinkonum og þeim fannst þetta eitthvað voða fyndið. Mér finnst þetta alveg semí fyndið ennþá en kannski ekki alveg aðstæðurnar.“ Hún var aðeins með fáa fylgjendur þegar hún setti myndskeiðið inn og óraði hana ekki fyrir viðbrögðunum sem hún hefur fengið. Einhverjir drógu frásögn hennar þó í efa, þar sem Lyfjastofnun hafði ekki borist nein tilkynning um atvikið. „Þegar ég postaði þessu, þá var ég ekki búin að tilkynna þetta. Ég hélt bara einhvern veginn að læknarnir myndu gera það. Svo var ég að lesa kommentin og þá var verið að segja mér að ég yrði að gera það sjálf. Þannig ég tilkynnti þetta núna um eitt leytið.“ Tinna segist ekki sjá ástæðu til þess að leita réttar síns, þar sem aðeins sé um tímabundið ástand að ræða. Hún óskar þess aðeins að ná fullum bata sem fyrst. „Ég vil bara að eftir að þetta lagast þá sé þetta bara svona gleymt og búið, af því það er ekkert svakalega auðvelt að vera hérna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
„Ég fór á fimmtudaginn í bólusetningu eða sem sagt að fá örvunarskammt. Daginn eftir var ég orðin svolítið slöpp og síðan um ellefu leytið á föstudeginum gat ég ekki staðið upp, svo mamma fór með mig upp á spítala,“ segir Tinna sem hafði áður verið bólusett með Janssen en fékk örvunarskammt af Moderna. Tinna er alveg máttlaus fyrir neðan mitti og finnur ekki fyrir snertingu í fótunum. Hún liggur nú inni á taugadeild Landspítalans. „Ég fór sem sagt í svona segulómun í gær þar sem var verið að mynda mænuna og það er ekkert að henni. Þannig að þeir búast við því að þetta sé bara tímabundið og að þetta ætti að ganga til baka.“ Tinna vakti athygli á málinu í gær með myndskeiði á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar skrifar hún „Fæ Moderna örvunarskammt - Lömuð fyrir neðan mitti.“ @tinnipinni Kiss Me More (feat. SZA) - Doja Cat Læknar hafa ekki staðfest að lömunina megi rekja beint til bólusetningarinnar en hafa ekki fundið neina aðra orsök. „Þeir vita ekki nákvæmlega af hverju þetta er. En það er bara ekkert annað sem mér dettur í hug að þetta gæti verið . Ég er ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Það finnst ekkert að mænunni minni. Það finnst ekkert í blóðinu mínu. Ég var ekki að gera neitt öðruvísi en bara að fara í þessa bólusetningu.“ Tinna segir tilganginn með því að deila þessari óskemmtilegu lífsreynslu á TikTok ekki hafa verið að vekja hræðslu á bólusetningum. Þvert á móti hvetur hún alla til þess að fara í bólusetningu. „Ég var bara í frekar miklu sjokki og vissi ekki alveg hvað ég átti að gera. Þannig mér fannst eitthvað smá fyndið að gera þetta TikTok og fer eitthvað að senda vinum mínum og vinkonum og þeim fannst þetta eitthvað voða fyndið. Mér finnst þetta alveg semí fyndið ennþá en kannski ekki alveg aðstæðurnar.“ Hún var aðeins með fáa fylgjendur þegar hún setti myndskeiðið inn og óraði hana ekki fyrir viðbrögðunum sem hún hefur fengið. Einhverjir drógu frásögn hennar þó í efa, þar sem Lyfjastofnun hafði ekki borist nein tilkynning um atvikið. „Þegar ég postaði þessu, þá var ég ekki búin að tilkynna þetta. Ég hélt bara einhvern veginn að læknarnir myndu gera það. Svo var ég að lesa kommentin og þá var verið að segja mér að ég yrði að gera það sjálf. Þannig ég tilkynnti þetta núna um eitt leytið.“ Tinna segist ekki sjá ástæðu til þess að leita réttar síns, þar sem aðeins sé um tímabundið ástand að ræða. Hún óskar þess aðeins að ná fullum bata sem fyrst. „Ég vil bara að eftir að þetta lagast þá sé þetta bara svona gleymt og búið, af því það er ekkert svakalega auðvelt að vera hérna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira