Þrjátíu ísraelskir ferðamenn sagðir hafa greinst með Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 16. ágúst 2021 10:07 Ekki liggur fyrir hvenær ísraelsku ferðamennirnir komu til landsins. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. KMU Minnst þrjátíu ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi hafa greinst með Covid-19. Nokkrir þeirra voru fluttir á ótilgreint sjúkrahús eftir að líðan þeirra versnaði. Einn ferðamannanna er sagður vera alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. Frá þessu greinir ísraelski miðilinn Jerusalem Post og vísar í frétt sjónvarpsstöðvarinnar Keshet 12. Allir ferðamennirnir eru sagðir bólusettir en talið er að einn þeirra hafi smitast um borð í fluginu til Íslands og í kjölfarið sýkt samferðamenn sína. Að sögn N12, fréttastofu Keshet 12, vinna stjórnvöld í Ísrael nú að því að skipuleggja sérstakt sjúkraflug til að flytja einstaklingana til Ísraels. Von á því að talan hækki Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, staðfestir að mikill fjöldi ísraelskra ferðamanna hafi nýverið greinst með Covid-19 en getur ekki gefið upp nákvæman fjölda. Hún segir að rúmlega helmingur hópsins sem kom til landsins hafi nú greinst jákvæður en á von á því að talan eigi eftir að hækka. Allur hópurinn er ýmist kominn í einangrun eða sóttkví og dvelja margir í farsóttahúsi. Hjördís gat ekki veitt upplýsingar um hvenær ferðamennirnir komu til Íslands eða hvort einhverjir hafi verið lagðir inn á sjúkrahús. Eykur álagið á heilbrigðiskerfinu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hópar erlendra ferðamanna hafi vissulega verið að greinast hér á landi. „Rakning hefur sýnt það að þetta er ný veira þannig að greinilegt er að þetta fólk hefur komið með þessa veiru með sér. Landspítalinn hefur líka greint frá að þetta sé auka álag á kerfið okkar. Þetta er bara hluti af þeim pakka sem við erum að fást við,“ segir Þórólfur um hópsýkingarnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Frá þessu greinir ísraelski miðilinn Jerusalem Post og vísar í frétt sjónvarpsstöðvarinnar Keshet 12. Allir ferðamennirnir eru sagðir bólusettir en talið er að einn þeirra hafi smitast um borð í fluginu til Íslands og í kjölfarið sýkt samferðamenn sína. Að sögn N12, fréttastofu Keshet 12, vinna stjórnvöld í Ísrael nú að því að skipuleggja sérstakt sjúkraflug til að flytja einstaklingana til Ísraels. Von á því að talan hækki Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, staðfestir að mikill fjöldi ísraelskra ferðamanna hafi nýverið greinst með Covid-19 en getur ekki gefið upp nákvæman fjölda. Hún segir að rúmlega helmingur hópsins sem kom til landsins hafi nú greinst jákvæður en á von á því að talan eigi eftir að hækka. Allur hópurinn er ýmist kominn í einangrun eða sóttkví og dvelja margir í farsóttahúsi. Hjördís gat ekki veitt upplýsingar um hvenær ferðamennirnir komu til Íslands eða hvort einhverjir hafi verið lagðir inn á sjúkrahús. Eykur álagið á heilbrigðiskerfinu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hópar erlendra ferðamanna hafi vissulega verið að greinast hér á landi. „Rakning hefur sýnt það að þetta er ný veira þannig að greinilegt er að þetta fólk hefur komið með þessa veiru með sér. Landspítalinn hefur líka greint frá að þetta sé auka álag á kerfið okkar. Þetta er bara hluti af þeim pakka sem við erum að fást við,“ segir Þórólfur um hópsýkingarnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira