Ekkert fær stöðvað frábæra Framara sem stefna hraðbyr á sæti í efstu deild að ári Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2021 13:30 Ólafur Íshólm hefur verið frábær í marki Fram í sumar. Hann á enn eftir að fá á sig mark á útivelli. Vísir/HAG Eftir súran endi á sumrinu 2020 er Fram svo gott sem komið upp úr Lengjudeild karla í knattspyrnu þó enn séu sex umferðir eftir af deildinni. Fram var grátlega nærri því að tryggja sér sæti í efstu deild sumarið 2020. Þar sem Íslandsmótinu var hætt vegna kórónufaraldursins þá sat Fram eftir með sárt ennið þar sem liðið var með lakari markatölu en Leiknir Reykjavík. Svo virðist sem svekkelsið hafi kveikt í leikmönnum Fram sem hafa einfaldlega verið óstöðvandi í sumar, þá sérstaklega á útivelli. Þar spilar Jón Þórir Sveinsson, leikmaður á gullaldartímabili þess, eflaust hvað stærstan þátt. Jón Þórir stýrir meistaraflokki karla og eftir margar misgáfulegar ráðningar virðist Fram loksins hafa fundið rétta manninn í brúnna. „Sennilega er besta birtingarmynd þess hve vel gengur hjá Fram í dag er að stuðningsmenn liðsins, tuðarar og fýlupúka upp til hópa – en þó allt sómamenn og konur - eru farnir að mæta jákvæðir og hressir á völlinn eftir ansi mörg mögur ár í B-deild,“ segir Kristófer Kristjánsson, penni á íþróttadeild Morgunblaðsins, lögfræðingur og stuðningsmaður Fram. Maðurinn sem breytti öllu.FRAM Jón Þórir bauð ekki upp á flugeldasýningu á sínu fyrsta tímabili með Fram þar sem liðið endaði í 7. sæti, níu stigum frá því að fara upp. Stuðningsfólk Fram fann þó að andinn í félaginu væri annar og jákvæð teikn væru á lofti. Sumarið 2020 átti svo að vera sumarið þar sem allt myndi smella og Fram myndi loks komast aftur upp í efstu deild. Allt kom þó fyrir ekki, Framarar voru grátlega nærri því en sátu að lokum eftir með sárt ennið og í þriðja sæti á markatölu. Til að gera illt verra voru tvær umferðir óleiknar, enda tímabilið flautað af vegna kórónuveirunnar. Misréttið var algjört að mati Framara og hefði mögulega getað stofnað öllu því góða starfi sem hafði verið unnið í hættu. Eftir vonbrigðin var tekin ákvörðun um að láta ekki deigan síga, heldur byggja ofan á það góða starf sem búið var að vinna og freista þess að komast upp í efstu deild að ári. Það virðist ætla að takast. Að mati Kristófers er Fram með þrjá bestu leikmenn deildarinnar, þá Fred Saraiva, Albert Hafsteinsson og Kyle McLagan. Í þeim Haraldi Einari Ásgrímssyni, Alex Frey Elíssyni og Guðmundi Magnússyni er Fram með uppalda Framara, og þrælgóða leikmenn þar að auki. Þá má ekki gleyma Ólafi Íshólm Ólafssyni sem hefur staðið vaktina í marki Fram með prýði það sem af er sumri. Ólafur Íshólm hefur aðeins fengið á sig 10 mörk í 16 leikjum í sumar, það sem meira er þá hann eftir að sækja knöttinn í eigið net á útivelli. Útivallarárangur Fram í sumar. Hversu sturlað? pic.twitter.com/ZsPs6jpVPz— Stefán Pálsson (@Stebbip) August 14, 2021 Þó árangur Fram á heimavelli sé frábær þá er liðið með fullkominn árangur í þeim átta útileikjum sem liðið hefur leikið. Átta leikir, 16 mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fram er sem stendur með 44 stig að loknum 16 umferðum. Liðið er tveimur umferðum frá því að tryggja sæti sitt í Pepsi Max deild karla árið 2022 og tíu stigum frá því að jafna stigamet Víkings Ólafsvíkur þegar 18 stig eru eftir í pottinum. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Fram Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Fram var grátlega nærri því að tryggja sér sæti í efstu deild sumarið 2020. Þar sem Íslandsmótinu var hætt vegna kórónufaraldursins þá sat Fram eftir með sárt ennið þar sem liðið var með lakari markatölu en Leiknir Reykjavík. Svo virðist sem svekkelsið hafi kveikt í leikmönnum Fram sem hafa einfaldlega verið óstöðvandi í sumar, þá sérstaklega á útivelli. Þar spilar Jón Þórir Sveinsson, leikmaður á gullaldartímabili þess, eflaust hvað stærstan þátt. Jón Þórir stýrir meistaraflokki karla og eftir margar misgáfulegar ráðningar virðist Fram loksins hafa fundið rétta manninn í brúnna. „Sennilega er besta birtingarmynd þess hve vel gengur hjá Fram í dag er að stuðningsmenn liðsins, tuðarar og fýlupúka upp til hópa – en þó allt sómamenn og konur - eru farnir að mæta jákvæðir og hressir á völlinn eftir ansi mörg mögur ár í B-deild,“ segir Kristófer Kristjánsson, penni á íþróttadeild Morgunblaðsins, lögfræðingur og stuðningsmaður Fram. Maðurinn sem breytti öllu.FRAM Jón Þórir bauð ekki upp á flugeldasýningu á sínu fyrsta tímabili með Fram þar sem liðið endaði í 7. sæti, níu stigum frá því að fara upp. Stuðningsfólk Fram fann þó að andinn í félaginu væri annar og jákvæð teikn væru á lofti. Sumarið 2020 átti svo að vera sumarið þar sem allt myndi smella og Fram myndi loks komast aftur upp í efstu deild. Allt kom þó fyrir ekki, Framarar voru grátlega nærri því en sátu að lokum eftir með sárt ennið og í þriðja sæti á markatölu. Til að gera illt verra voru tvær umferðir óleiknar, enda tímabilið flautað af vegna kórónuveirunnar. Misréttið var algjört að mati Framara og hefði mögulega getað stofnað öllu því góða starfi sem hafði verið unnið í hættu. Eftir vonbrigðin var tekin ákvörðun um að láta ekki deigan síga, heldur byggja ofan á það góða starf sem búið var að vinna og freista þess að komast upp í efstu deild að ári. Það virðist ætla að takast. Að mati Kristófers er Fram með þrjá bestu leikmenn deildarinnar, þá Fred Saraiva, Albert Hafsteinsson og Kyle McLagan. Í þeim Haraldi Einari Ásgrímssyni, Alex Frey Elíssyni og Guðmundi Magnússyni er Fram með uppalda Framara, og þrælgóða leikmenn þar að auki. Þá má ekki gleyma Ólafi Íshólm Ólafssyni sem hefur staðið vaktina í marki Fram með prýði það sem af er sumri. Ólafur Íshólm hefur aðeins fengið á sig 10 mörk í 16 leikjum í sumar, það sem meira er þá hann eftir að sækja knöttinn í eigið net á útivelli. Útivallarárangur Fram í sumar. Hversu sturlað? pic.twitter.com/ZsPs6jpVPz— Stefán Pálsson (@Stebbip) August 14, 2021 Þó árangur Fram á heimavelli sé frábær þá er liðið með fullkominn árangur í þeim átta útileikjum sem liðið hefur leikið. Átta leikir, 16 mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fram er sem stendur með 44 stig að loknum 16 umferðum. Liðið er tveimur umferðum frá því að tryggja sæti sitt í Pepsi Max deild karla árið 2022 og tíu stigum frá því að jafna stigamet Víkings Ólafsvíkur þegar 18 stig eru eftir í pottinum.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Fram Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira