Börn í borginni mæta í bólusetningu eftir viku Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. ágúst 2021 13:10 Frá úrdrætti í bólusetningu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í vor fyrir sextán ára og eldri. Nú er komið að 12-15 ára börnum. Vísir/Vilhelm Bólusettir farþegar sem búa hér á landi eða hafa tengsl við Ísland þurfa frá og með deginum í dag að fara í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá komu til landsins. Þá hófust bólusetningar að nýju í Laugardalshöll í morgun þar sem örvunarsprautur eru í boði. Börn á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 12-15 ára mæta í Laugardalshöll á mánudag og þriðjudag í næstu viku. Reglugerð sem sett var í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar fyrir tíu dögum tók gildi nú á miðnætti en hún kveður á um að allir bólusettir farþegar eða farþegar með vottorð um fyrri sýkingu þurfi að fara í sýnatöku innan fjörutíu og átta klukkustunda frá því að þeir koma til landsins. Um er að ræða íslenska ríkisborgara, einstaklinga búsetta á Íslandi, einstaklinga með atvinnuleyfi á Íslandi og umsækjendur um atvinnuleyfi eða alþjóðlega vernd á Íslandi. Þeir munu hins vegar ekki þurfa að sæta sóttkví þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Sýnatakan verður gjaldfrjáls og getur fólk valið um hraðpróf eða PCR-próf. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin reglunum. Á von á stórum degi í dag Þá hófust endurbólusetningar í Laugardalshöll í morgun hjá þeim sem fengu fyrri skammt af Pfizer í júlí og örvunarskammtar með Moderna verða gefnir þeim sem fengu bóluefni Janssen fyrir að minnsta kosti fjórum vikum. „Við eigum alveg von á átta til tíu þúsund manns, ef allir mæta. Þannig að þetta gæti verið stór dagur,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem eru með mótefni eftir Covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen, þurfa ekki örvunarskammt. Bólusett verður út vikuna. „Við verðum hér alla dagana í vikunni og síðan er það næsta vika. Þá tökum við börnin, mánudag og þriðjudag í næstu viku, og svo erum við bara að teikna þetta upp næstu vikur, hvernig skipulagið verður.“ Að neðan má sjá skipulagið í Laugardalshöll. Skipulagið í öðrum landshlutum má sjá hér. Svona verður skipulagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir bólusetningu barna í næstu viku, mánudag og þriðjudag.Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu Þá geta þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu mætt í dag. „Óbólusettir geta komið á Suðurlandsbrautina, þar erum við með opið fyrir óbólusetta. Og eins þá sem eiga eftir að fá seinni bólusetningu af einhverjum ákveðnum efnum að þá er það í boði á Suðurlandsbraut frá klukkan tíu til þrjú í dag líka,“ segir Ragnheiður Ósk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Reglugerð sem sett var í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar fyrir tíu dögum tók gildi nú á miðnætti en hún kveður á um að allir bólusettir farþegar eða farþegar með vottorð um fyrri sýkingu þurfi að fara í sýnatöku innan fjörutíu og átta klukkustunda frá því að þeir koma til landsins. Um er að ræða íslenska ríkisborgara, einstaklinga búsetta á Íslandi, einstaklinga með atvinnuleyfi á Íslandi og umsækjendur um atvinnuleyfi eða alþjóðlega vernd á Íslandi. Þeir munu hins vegar ekki þurfa að sæta sóttkví þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Sýnatakan verður gjaldfrjáls og getur fólk valið um hraðpróf eða PCR-próf. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin reglunum. Á von á stórum degi í dag Þá hófust endurbólusetningar í Laugardalshöll í morgun hjá þeim sem fengu fyrri skammt af Pfizer í júlí og örvunarskammtar með Moderna verða gefnir þeim sem fengu bóluefni Janssen fyrir að minnsta kosti fjórum vikum. „Við eigum alveg von á átta til tíu þúsund manns, ef allir mæta. Þannig að þetta gæti verið stór dagur,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem eru með mótefni eftir Covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen, þurfa ekki örvunarskammt. Bólusett verður út vikuna. „Við verðum hér alla dagana í vikunni og síðan er það næsta vika. Þá tökum við börnin, mánudag og þriðjudag í næstu viku, og svo erum við bara að teikna þetta upp næstu vikur, hvernig skipulagið verður.“ Að neðan má sjá skipulagið í Laugardalshöll. Skipulagið í öðrum landshlutum má sjá hér. Svona verður skipulagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir bólusetningu barna í næstu viku, mánudag og þriðjudag.Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu Þá geta þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu mætt í dag. „Óbólusettir geta komið á Suðurlandsbrautina, þar erum við með opið fyrir óbólusetta. Og eins þá sem eiga eftir að fá seinni bólusetningu af einhverjum ákveðnum efnum að þá er það í boði á Suðurlandsbraut frá klukkan tíu til þrjú í dag líka,“ segir Ragnheiður Ósk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira