Umfjöllun: Ísland - Svartfjallaland 80-82| Flautukarfa tryggði Svartfjallalandi lygilegan sigur Andri Már Eggertsson skrifar 16. ágúst 2021 20:15 Ísland mætir Svartfjallalandi í kvöld. KKÍ Ísland tapaði á grátlegan hátt gegn Svartfjallalandi 80-82. Ísland var tíu stigum yfir þegar fjórði leikhluti fór af stað. Staðan var 80-80 þegar tæplega 27 sekúndur voru eftir af leiknum. Elvar Már Friðriksson fékk þá tækifæri til að koma Íslandi yfir undir lok leiks en skot hans mislukkaðist og Svartfellingar keyrðu af stað sem endaði með sigur flautukörfu frá Igor Drobnjak. Nánari umfjöllun væntanleg. watch on YouTube Elvar Már Friðriksson gerði 30 stig í síðasta leik og mætti í leik kvöldsins fullur sjálfstraust. Hann byrjaði á að gera fyrstu þrjú stig leiksins. Hörður Axel átti ótrúleg sprelli tilþrif þar sem hann fékk sendingu beint fyrir framan körfuna en í stað þess að fara í auðvelt sniðskot þar sem enginn var að dekka hann dripplaði hann boltanum út úr teignum og endaði á að gefa út af þegar sending hans rataði ekki á Kára Jónsson. Þetta kveikti í Svartfellingum sem áttu góðan sprettu og gerðu næstu 8 stig leiksins. Þegar meðbyrinn var með Svartfellingum tók Kári Jónsson yfir sviðið og gerði næstu 9 stig Íslands. Tryggvi Hlinason byrjaði annan leikhluta á tveimur troðslum. Kári Jónsson hélt áfram uppteknum hætti og setti niður þriggja stiga körfu. Kári Jónsson var stigahæsti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik með 12 stig. Í stöðunni 36-41 Svartfellingum í vil tók við stórkostlegur kafli Íslands þar sem þeir gerðu síðustu 10 stig annars leikhluta. Ísland voru því yfir þegar haldið var til hálfleiks 46-41 þrátt fyrir að hafa verið undir 14 mínútur og 36 sekúndur í fyrri hálfleik. Ísland hóf seinni hálfleikinn af sama krafti og þeir enduðu þann fyrri. Elvar Már setti tvær þriggja stiga körfur í upphafi síðari hálfleiks og var Ísland fljótt komið með 11 stiga forskot. Eftir frábæra byrjun í síðari hálfleik fór Ísland að gefa eftir og hleyptu Svartfellingum aftur inn í leikinn eftir þrjár klaufalegar sóknarvillur sem kom andstæðingnum aftur á bragðið sem minnkuðu leikinn í 4 stig á þeim kafla. Undir lok þriðja leikhluta fór Tryggvi Hlinason á kostum. Heimamenn réðu ekkert við hann undir körfunni og var því staðan 71-61 þegar haldið var í síðustu lotu. Heimamenn voru staðránir í að leggja ekki árar í bát þegar haldið var í síðasta fjórðung. Þeir settu tóninn strax og gerðu fyrstu fimm stig leiksins. Besti leikmaður Íslands í kvöld Tryggvi Hlinason var kominn í villu vandræði þegar leikurinn var að líða undir lok og leikur Íslands datt mikið niður á þeim tíma. Síðustu þrjátíu sekúndur leiksins voru hreint út sagt grátlegar fyrir Íslands hönd. Elvar Már Friðriksson fékk tækifæri til að koma Íslandi yfir en slakt skot hans gerði það að verkum að heimamenn keyrðu upp völlinn og Igor Drobnjak setti niður flautukörfu af stuttu færi sem tryggði Svartfjallalandi sigurinn. Af hverju vann Svartfjallaland? Fjórði leikhluti Svartfjallalands var frábær í alla staði. Þeir sýndu karakter verandi tíu stigum undir. Þeir unnu síðasta leikhlutan með 12 stigum 9-21. Ásamt því að gera marg ritaða flautukörfu sem tryggði þeim sigurinn. Hverjir stóðu upp úr? Tryggvi Hlinason fór á kostum í leiknum og munaði mikið um hann í áhlaupi Svartfjallalands í fjórða leikhluta þar sem hann sat á bekknum sökum villu vandræða. Tryggvi skilaði 20 stigum í fyrstu þremur leikhlutunum en allt í allt gerði hann 21 stig og tók 10 fráköst. Þrátt fyrir að fara ill að ráði sínu í loka sókninni var Elvar Már Friðriksson góður í kvöld. Elvar hefur verið að spila vel í þessu hraðmóti Íslands og í kvöld gerði hann 15 stig. Dino Radoncic var stigahæsti leikmaður Svartfjallalands með 19 stig. Hvað gekk illa? Íslenska liðið fór ansi illa að ráði sínu verandi tíu stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta. Það hefur eflaust verið á bakvið eyrað hjá strákunum að þeir gætu stolið toppsæti riðilsins mydu þeir vinna með 14 stigum eða meira. Aftur á móti var sóknarleikur liðsins alveg steingeldur. Á síðustu tíu mínútum leiksins gerðu þeir aðeins níu stig sem var það lang minnsta sem þeir skoruðu per leikhluta. Hvað gerist næst? Ísland mætir Dönum strax á morgunn klukkan 18:00. Körfubolti HM 2023 í körfubolta
Ísland tapaði á grátlegan hátt gegn Svartfjallalandi 80-82. Ísland var tíu stigum yfir þegar fjórði leikhluti fór af stað. Staðan var 80-80 þegar tæplega 27 sekúndur voru eftir af leiknum. Elvar Már Friðriksson fékk þá tækifæri til að koma Íslandi yfir undir lok leiks en skot hans mislukkaðist og Svartfellingar keyrðu af stað sem endaði með sigur flautukörfu frá Igor Drobnjak. Nánari umfjöllun væntanleg. watch on YouTube Elvar Már Friðriksson gerði 30 stig í síðasta leik og mætti í leik kvöldsins fullur sjálfstraust. Hann byrjaði á að gera fyrstu þrjú stig leiksins. Hörður Axel átti ótrúleg sprelli tilþrif þar sem hann fékk sendingu beint fyrir framan körfuna en í stað þess að fara í auðvelt sniðskot þar sem enginn var að dekka hann dripplaði hann boltanum út úr teignum og endaði á að gefa út af þegar sending hans rataði ekki á Kára Jónsson. Þetta kveikti í Svartfellingum sem áttu góðan sprettu og gerðu næstu 8 stig leiksins. Þegar meðbyrinn var með Svartfellingum tók Kári Jónsson yfir sviðið og gerði næstu 9 stig Íslands. Tryggvi Hlinason byrjaði annan leikhluta á tveimur troðslum. Kári Jónsson hélt áfram uppteknum hætti og setti niður þriggja stiga körfu. Kári Jónsson var stigahæsti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik með 12 stig. Í stöðunni 36-41 Svartfellingum í vil tók við stórkostlegur kafli Íslands þar sem þeir gerðu síðustu 10 stig annars leikhluta. Ísland voru því yfir þegar haldið var til hálfleiks 46-41 þrátt fyrir að hafa verið undir 14 mínútur og 36 sekúndur í fyrri hálfleik. Ísland hóf seinni hálfleikinn af sama krafti og þeir enduðu þann fyrri. Elvar Már setti tvær þriggja stiga körfur í upphafi síðari hálfleiks og var Ísland fljótt komið með 11 stiga forskot. Eftir frábæra byrjun í síðari hálfleik fór Ísland að gefa eftir og hleyptu Svartfellingum aftur inn í leikinn eftir þrjár klaufalegar sóknarvillur sem kom andstæðingnum aftur á bragðið sem minnkuðu leikinn í 4 stig á þeim kafla. Undir lok þriðja leikhluta fór Tryggvi Hlinason á kostum. Heimamenn réðu ekkert við hann undir körfunni og var því staðan 71-61 þegar haldið var í síðustu lotu. Heimamenn voru staðránir í að leggja ekki árar í bát þegar haldið var í síðasta fjórðung. Þeir settu tóninn strax og gerðu fyrstu fimm stig leiksins. Besti leikmaður Íslands í kvöld Tryggvi Hlinason var kominn í villu vandræði þegar leikurinn var að líða undir lok og leikur Íslands datt mikið niður á þeim tíma. Síðustu þrjátíu sekúndur leiksins voru hreint út sagt grátlegar fyrir Íslands hönd. Elvar Már Friðriksson fékk tækifæri til að koma Íslandi yfir en slakt skot hans gerði það að verkum að heimamenn keyrðu upp völlinn og Igor Drobnjak setti niður flautukörfu af stuttu færi sem tryggði Svartfjallalandi sigurinn. Af hverju vann Svartfjallaland? Fjórði leikhluti Svartfjallalands var frábær í alla staði. Þeir sýndu karakter verandi tíu stigum undir. Þeir unnu síðasta leikhlutan með 12 stigum 9-21. Ásamt því að gera marg ritaða flautukörfu sem tryggði þeim sigurinn. Hverjir stóðu upp úr? Tryggvi Hlinason fór á kostum í leiknum og munaði mikið um hann í áhlaupi Svartfjallalands í fjórða leikhluta þar sem hann sat á bekknum sökum villu vandræða. Tryggvi skilaði 20 stigum í fyrstu þremur leikhlutunum en allt í allt gerði hann 21 stig og tók 10 fráköst. Þrátt fyrir að fara ill að ráði sínu í loka sókninni var Elvar Már Friðriksson góður í kvöld. Elvar hefur verið að spila vel í þessu hraðmóti Íslands og í kvöld gerði hann 15 stig. Dino Radoncic var stigahæsti leikmaður Svartfjallalands með 19 stig. Hvað gekk illa? Íslenska liðið fór ansi illa að ráði sínu verandi tíu stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta. Það hefur eflaust verið á bakvið eyrað hjá strákunum að þeir gætu stolið toppsæti riðilsins mydu þeir vinna með 14 stigum eða meira. Aftur á móti var sóknarleikur liðsins alveg steingeldur. Á síðustu tíu mínútum leiksins gerðu þeir aðeins níu stig sem var það lang minnsta sem þeir skoruðu per leikhluta. Hvað gerist næst? Ísland mætir Dönum strax á morgunn klukkan 18:00.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum