Ekki oft sem maður sér svona frá ungum íslenskum leikmanni í þessari deild Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2021 12:01 Kristall Máni hefur spilað frábærlega undanfarnar vikur. Vísir/Hulda Margrét Kristall Máni Ingason átti magnaðan leik er Víkingar unnu sinn fyrsta deildarleik í Árbænum síðan 1993. Kristall Máni skoraði tvö mörk í 3-0 sigri og var óheppinn að bæta ekki við mörkum. Þá bjó hann til fjölda færa fyrir samherja sína. Frammistaða Kristals Mána var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum þar sem þau Reynir Leósson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru ásamt þáttastjórnandanum Guðmundi Benediktssyni. „Við ræddum Kristal Mána hér fyrir leik, að hann væri maður sem hefði stigið upp enn frekar á undanförnum vikum. Hann var að mínu mati besti leikmaður Víkinga í þessum leik,“ sagði Guðmundur eftir að farið hafði verið yfir leikinn í heild sinni. „Ég er alveg sammála því. Hann var algjörlega á eldi, var að skapa og koma samherjum sínum í færi, var að klára færin sín, hefði getað skorað þrennuna frekar auðveldlega en það kemur bara seinna hjá honum. Hann var algjörlega stórkostlegur,“ bætti Margrét Lára við. „Mér finnst gaman að tala um unga og efnilega leikmenn sem eru að standa undir væntingum eins og Kristal Mána. Þarna ertu með augu í hnakkanum, veist hvar félaginn og þú setur hann nánast í gegn með einni lítilli snertingu. Það var svo margt sem hann er að gera vel,“ sagði Reynir í kjölfarið. Úfff megi allir góðir vættir vaka yfir þeim, þeir kveiktu á Stallanum https://t.co/Qo2cbqxpQT— Þórður Ingason (@doddsabullet) August 16, 2021 Margrét Lára var hrifin af samvinnu Kristals Mána og Erlings Agnarssonar á vellinum, þá sérstaklega í síðari hálfleik. „Þeir ná rosalega vel saman á vellinum. Eru að finna hvern annan, ótrúlega flottir strákar með flottar hreyfingar og beinskeyttir. Kristall Máni er náttúrulega algjörlega með sjálfstraustið í botni núna Utanfótar sending þarna, hann gerir bara nákvæmlega það sem honum sýnist.“ „Maður ætti eiginlega að standa upp og klappa fyrir honum. Við hefðum gert það hefði hann skorað þrennuna. Þessi frammistaða hjá honum. Maður horfir á þessi mörk og færi sem hann er í. Svo er maður að sjá sendingarnar hjá honum, gæðin í þessu – það er ekki oft sem maður sér svona frá ungum íslenskum leikmanni í þessari deild,“ sagði Reynir að endingu um stórbrotna frammistöðu Kristals Mána og Víkinga í Árbænum. Hér að neðan má sjá mörkin sem Kristall Ingi skoraði, færin sem hann brenndi af ásamt þeim sem hann skapaði fyrir samherja sína sem og alla umræðu Stúkunnar um þessa frábæru frammistöðu. Klippa: Stúkan: Umræða um frammistöðu Kristals Mána Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands þegar Víkingar unnu síðast í Árbænum Víkingar mæta í Árbæinn í kvöld og mæta þar Fylki í sautjándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þar unnu Víkingar síðast í efstu deild seint á síðustu öld. 16. ágúst 2021 13:01 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Víkingur 0-3 | Sannfærandi sigur Víkings á Fylki Víkingur náði í góðan sigur með frábærri frammistöðu á móti Fylki í 17. umferð Pepsi Max deildar karla fyrr í kvöld. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var dagsverkið næsta auðvelt og Víkingur átti sigurinn fyllilega skilið. 16. ágúst 2021 22:04 Arnar Gunnlaugs: Mér fannst allur hópurinn sýna mér að við séum tilbúnir í þessi átök Víkingur bar sigurorð af Fylki í Árbænum í kvöld 3-0 í leik sem var virkilega vel leikinn af Víkingum. Leikið var í 17. umferð Peps Max deildar karla og fara leikar að æsast í deildarkeppninni sem ætlar að verða mjög spennandi. 16. ágúst 2021 21:36 Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira
Frammistaða Kristals Mána var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum þar sem þau Reynir Leósson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru ásamt þáttastjórnandanum Guðmundi Benediktssyni. „Við ræddum Kristal Mána hér fyrir leik, að hann væri maður sem hefði stigið upp enn frekar á undanförnum vikum. Hann var að mínu mati besti leikmaður Víkinga í þessum leik,“ sagði Guðmundur eftir að farið hafði verið yfir leikinn í heild sinni. „Ég er alveg sammála því. Hann var algjörlega á eldi, var að skapa og koma samherjum sínum í færi, var að klára færin sín, hefði getað skorað þrennuna frekar auðveldlega en það kemur bara seinna hjá honum. Hann var algjörlega stórkostlegur,“ bætti Margrét Lára við. „Mér finnst gaman að tala um unga og efnilega leikmenn sem eru að standa undir væntingum eins og Kristal Mána. Þarna ertu með augu í hnakkanum, veist hvar félaginn og þú setur hann nánast í gegn með einni lítilli snertingu. Það var svo margt sem hann er að gera vel,“ sagði Reynir í kjölfarið. Úfff megi allir góðir vættir vaka yfir þeim, þeir kveiktu á Stallanum https://t.co/Qo2cbqxpQT— Þórður Ingason (@doddsabullet) August 16, 2021 Margrét Lára var hrifin af samvinnu Kristals Mána og Erlings Agnarssonar á vellinum, þá sérstaklega í síðari hálfleik. „Þeir ná rosalega vel saman á vellinum. Eru að finna hvern annan, ótrúlega flottir strákar með flottar hreyfingar og beinskeyttir. Kristall Máni er náttúrulega algjörlega með sjálfstraustið í botni núna Utanfótar sending þarna, hann gerir bara nákvæmlega það sem honum sýnist.“ „Maður ætti eiginlega að standa upp og klappa fyrir honum. Við hefðum gert það hefði hann skorað þrennuna. Þessi frammistaða hjá honum. Maður horfir á þessi mörk og færi sem hann er í. Svo er maður að sjá sendingarnar hjá honum, gæðin í þessu – það er ekki oft sem maður sér svona frá ungum íslenskum leikmanni í þessari deild,“ sagði Reynir að endingu um stórbrotna frammistöðu Kristals Mána og Víkinga í Árbænum. Hér að neðan má sjá mörkin sem Kristall Ingi skoraði, færin sem hann brenndi af ásamt þeim sem hann skapaði fyrir samherja sína sem og alla umræðu Stúkunnar um þessa frábæru frammistöðu. Klippa: Stúkan: Umræða um frammistöðu Kristals Mána Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands þegar Víkingar unnu síðast í Árbænum Víkingar mæta í Árbæinn í kvöld og mæta þar Fylki í sautjándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þar unnu Víkingar síðast í efstu deild seint á síðustu öld. 16. ágúst 2021 13:01 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Víkingur 0-3 | Sannfærandi sigur Víkings á Fylki Víkingur náði í góðan sigur með frábærri frammistöðu á móti Fylki í 17. umferð Pepsi Max deildar karla fyrr í kvöld. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var dagsverkið næsta auðvelt og Víkingur átti sigurinn fyllilega skilið. 16. ágúst 2021 22:04 Arnar Gunnlaugs: Mér fannst allur hópurinn sýna mér að við séum tilbúnir í þessi átök Víkingur bar sigurorð af Fylki í Árbænum í kvöld 3-0 í leik sem var virkilega vel leikinn af Víkingum. Leikið var í 17. umferð Peps Max deildar karla og fara leikar að æsast í deildarkeppninni sem ætlar að verða mjög spennandi. 16. ágúst 2021 21:36 Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands þegar Víkingar unnu síðast í Árbænum Víkingar mæta í Árbæinn í kvöld og mæta þar Fylki í sautjándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þar unnu Víkingar síðast í efstu deild seint á síðustu öld. 16. ágúst 2021 13:01
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Víkingur 0-3 | Sannfærandi sigur Víkings á Fylki Víkingur náði í góðan sigur með frábærri frammistöðu á móti Fylki í 17. umferð Pepsi Max deildar karla fyrr í kvöld. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var dagsverkið næsta auðvelt og Víkingur átti sigurinn fyllilega skilið. 16. ágúst 2021 22:04
Arnar Gunnlaugs: Mér fannst allur hópurinn sýna mér að við séum tilbúnir í þessi átök Víkingur bar sigurorð af Fylki í Árbænum í kvöld 3-0 í leik sem var virkilega vel leikinn af Víkingum. Leikið var í 17. umferð Peps Max deildar karla og fara leikar að æsast í deildarkeppninni sem ætlar að verða mjög spennandi. 16. ágúst 2021 21:36