Einn ísraelsku ferðamannanna talinn of veikur til að fljúga heim Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2021 13:29 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sér um að flytja ferðamennina af sóttvarnarhúsum og Landspítala og út á Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að flutningum á fimm ísraelskum ferðamönnum sem greinst hafa með kórónuveiruna út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan munu þeir fljúga með sjúkraflugi aftur til heimalandsins. Til stóð að flytja einn ferðamann til viðbótar, en ákveðið var að slá því á frest þar sem hann var metinn of veikur til að öruggt væri að flytja hann. Þetta staðfestir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, við fréttastofu, en mbl greindi fyrst frá málinu. Sigurjón segir í samtali við Vísi að þrír ferðamannanna séu við ágæta heilsu, einn hafi verið lagður inn á legudeild Landspítala og einn hafi þurft á gjörgæsluinnlögn að halda. Ferðamennirnir eru á aldursbilinu 60 til 80 ára. Ferðamennirnir eru allir bólusettir. Líkt og greint var frá í gær hafa minnst 30 ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi greinst með kórónuveiruna. Aðspurður hvort búast megi við að fleiri úr þeim hópi verði fluttir heim segist Sigurjón allt eins eiga von á því, þar sem ísraelsk stjórnvöld hafi brugðist vel við beiðni um að koma og sækja þá ferðamenn sem nú á að flytja heim. Flugvélarnar hálfgerðar gjörgæslustofur Sigurjón segir vélina sem komin er til að sækja ferðamennina einkar vel búna, og því öruggt að flytja ferðamennina heim þrátt fyrir mikil veikindi hjá sumum þeirra. „Það er metið bæði af læknum hér og læknum sem koma og sækja þá. Þetta eru sérstakar sjúkravélar sem eru nú orðnar hálfgerðar gjörgæslustofur og eru búnar mjög fullkomnum tækjum. Hvert tilfelli fyrir sig er bara metið. Þeir áttu að fara sex í dag, en svo var einn sjúklingur sem þeim fannst vera of veikur til að fara með,“ segir Sigurjón. Því verði beðið með að flytja þann sjúkling aftur til Ísraels. „Þeir vilja bara taka einn svona mikið veikan og taka svo minna veika sem þurfa minni þjónustu og aðhlynningu um borð, til þess að hafa þetta sem öruggast og geta unnið þetta vel,“ segir Sigurjón. Ísrael Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Þetta staðfestir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, við fréttastofu, en mbl greindi fyrst frá málinu. Sigurjón segir í samtali við Vísi að þrír ferðamannanna séu við ágæta heilsu, einn hafi verið lagður inn á legudeild Landspítala og einn hafi þurft á gjörgæsluinnlögn að halda. Ferðamennirnir eru á aldursbilinu 60 til 80 ára. Ferðamennirnir eru allir bólusettir. Líkt og greint var frá í gær hafa minnst 30 ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi greinst með kórónuveiruna. Aðspurður hvort búast megi við að fleiri úr þeim hópi verði fluttir heim segist Sigurjón allt eins eiga von á því, þar sem ísraelsk stjórnvöld hafi brugðist vel við beiðni um að koma og sækja þá ferðamenn sem nú á að flytja heim. Flugvélarnar hálfgerðar gjörgæslustofur Sigurjón segir vélina sem komin er til að sækja ferðamennina einkar vel búna, og því öruggt að flytja ferðamennina heim þrátt fyrir mikil veikindi hjá sumum þeirra. „Það er metið bæði af læknum hér og læknum sem koma og sækja þá. Þetta eru sérstakar sjúkravélar sem eru nú orðnar hálfgerðar gjörgæslustofur og eru búnar mjög fullkomnum tækjum. Hvert tilfelli fyrir sig er bara metið. Þeir áttu að fara sex í dag, en svo var einn sjúklingur sem þeim fannst vera of veikur til að fara með,“ segir Sigurjón. Því verði beðið með að flytja þann sjúkling aftur til Ísraels. „Þeir vilja bara taka einn svona mikið veikan og taka svo minna veika sem þurfa minni þjónustu og aðhlynningu um borð, til þess að hafa þetta sem öruggast og geta unnið þetta vel,“ segir Sigurjón.
Ísrael Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira