Lewandowski vill nýja áskorun og ætlar að yfirgefa Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2021 08:14 Robert Lewandowski vill fara frá Bayern. EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS Framherjinn Robert Lewandowski hefur gefið það út að hann sé í leit að nýrri áskorun og vilji því yfirgefa herbúðir Þýskalandsmeistara Bayern München. Þýska félagið er talið vilja fá rúmlega 100 milljónir punda fyrir þennan magnaða leikmann. Sky Sports greindi frá þeim óvæntu tíðindum nú í morgun að Lewandowski, sem fagnar 33 ára afmæli sínu um helgina, sé í leit að nýrri áskorun og stefni á að spila fyrir annað stórlið innan Evrópu áður en hann verður 35 ára. Samkvæmt heimildum Sky er ekki talið líklegt að hann fari í verkfall til að þvinga fram sölu þar sem Lewandowski hefur alltaf átt mjög góð samskipti við forráðamenn félagsins. Lewandowski gekk í raðir Bæjara árið 2014 eftir farsæl fjögur ár hjá Borussia Dortmund. Hjá Bayern hefur hann endanlega staðfest að hann er einn albesti framherji heims. Alls skoraði Lewandowski 56 mörk fyrir Bayern og pólska landsliðið á síðasta tímabili. Í kjölfarið var hann valinn leikmaður ársins hjá bæði FIFA og UEFA. Nú þegar hefur Pólverjinn skorað þrjú mörk í tveimur leikjum fyrir Bæjara á leiktiðinni, þar á meðal í sigrinum á Dortmund í Ofurbikar Þýskalands fyrr í þessari viku. Lewandowski skorar ekki aðeins mikið af mörkum heldur vinnur hann líka titla. Hann hefur alls orðið þýskur meistari 9 sinnum, þýskur bikarmeistari 4 sinnum ásamt því að vinna þýska ofurbikarinn 6 sinnum. Þá hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða einu sinni hvert. Bæjarar hafa sett 100 milljón punda verðmiða á framherjann til þess að halda honum fram til sumarsins 2023 þegar samningur hans rennur út. Reikna má með að nokkur félög muni athuga hvort verðmiðinn hafi lækkað næsta sumar. : Robert Lewandowski wants a new challenge away from Bayern Munich but the club has valued him at more than £100m.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 19, 2021 Pep Guardiola, núverandi þjálfari Manchester City, þjálfaði Lewandowski á sínum tíma hjá Bayern og lýsti honum sem „mesta atvinnumanni sem ég hef hitt.“ Stóra spurningin er hvort Pep reyni nú að sannfæra Lewandowski um að prófa ensku úrvalsdeildina og hvort hann geti sýnt snilli sína á köldu þriðjudagskvöldi í norðurhluta Englands. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Sky Sports greindi frá þeim óvæntu tíðindum nú í morgun að Lewandowski, sem fagnar 33 ára afmæli sínu um helgina, sé í leit að nýrri áskorun og stefni á að spila fyrir annað stórlið innan Evrópu áður en hann verður 35 ára. Samkvæmt heimildum Sky er ekki talið líklegt að hann fari í verkfall til að þvinga fram sölu þar sem Lewandowski hefur alltaf átt mjög góð samskipti við forráðamenn félagsins. Lewandowski gekk í raðir Bæjara árið 2014 eftir farsæl fjögur ár hjá Borussia Dortmund. Hjá Bayern hefur hann endanlega staðfest að hann er einn albesti framherji heims. Alls skoraði Lewandowski 56 mörk fyrir Bayern og pólska landsliðið á síðasta tímabili. Í kjölfarið var hann valinn leikmaður ársins hjá bæði FIFA og UEFA. Nú þegar hefur Pólverjinn skorað þrjú mörk í tveimur leikjum fyrir Bæjara á leiktiðinni, þar á meðal í sigrinum á Dortmund í Ofurbikar Þýskalands fyrr í þessari viku. Lewandowski skorar ekki aðeins mikið af mörkum heldur vinnur hann líka titla. Hann hefur alls orðið þýskur meistari 9 sinnum, þýskur bikarmeistari 4 sinnum ásamt því að vinna þýska ofurbikarinn 6 sinnum. Þá hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða einu sinni hvert. Bæjarar hafa sett 100 milljón punda verðmiða á framherjann til þess að halda honum fram til sumarsins 2023 þegar samningur hans rennur út. Reikna má með að nokkur félög muni athuga hvort verðmiðinn hafi lækkað næsta sumar. : Robert Lewandowski wants a new challenge away from Bayern Munich but the club has valued him at more than £100m.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 19, 2021 Pep Guardiola, núverandi þjálfari Manchester City, þjálfaði Lewandowski á sínum tíma hjá Bayern og lýsti honum sem „mesta atvinnumanni sem ég hef hitt.“ Stóra spurningin er hvort Pep reyni nú að sannfæra Lewandowski um að prófa ensku úrvalsdeildina og hvort hann geti sýnt snilli sína á köldu þriðjudagskvöldi í norðurhluta Englands.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira