Um vegna áhættu og ábata Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 20. ágúst 2021 09:01 Reglur um sóttkví barna og ungmenna munu valda uppnámi á næstu vikum. Það blasir við að þúsundir barna munu lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum. Skólastarf verður slitrótt. Frístundaheimili hálfopin – og tómstundir og íþróttir barna verða ekki svipur hjá sjón. Þau börn sem ekki verða í sóttkví munu mæta uggandi í hólfaskiptan skóla sem takmarkar verulega kennslu og upplifun barna, eins og kemur fram í sannfærandi umfjöllun nýs skólastjóra Melaskóla, sem kallar eftir breyttum reglum um sóttkví barna. Innan fárra vikna er fyrirséð að skólahald í leik-, grunn- og framhaldsskólum lamist með reglulegu millibili. Fjöldi launafólks missi vikur úr vinnu. Starfsemi fyrirtækja og stofnana verður skert í einhverjum tilvikum. Lítil fyrirtæki munu loka. Einyrkjar sitja uppi fullbólusettir en tekjulausir og einkennalausir í séríslenskri sóttkví barna. Betri staða á Norðurlöndum Á Norðurlöndum og á Bretlandi er allt annað fyrirkomulag. Þar hafa stjórnvöld lagt kapp á að lifa með veirunni—ekki bara í orði heldur á borði. Á Norðurlöndum er sóttkví barna yngri en 18 ára ekki beitt með sama hætti. Starfsemi leikskóla, frístundaheimila og grunnskóla er samkvæmt tiltölulega hefðbundnu fyrirkomulagi. En allir gæta að sér. Íslensk stjórnvöld hafa gefið út að stefnan sé að lifa með veirunni. Víðtæk beiting sóttkvíar á börn og ungmenni er víðs fjarri þeirri stefnu. Á Norðurlöndum er fullbólusett og einkennalaust fólk ekki sett í sóttkví, jafnvel þótt það hafi verið beint útsett fyrir veirunni. Niðurstaðan er sú að lífið gengur nokkurn veginn sinn vanagang á Norðurlöndunum. En allir eru meðvitaðir um að vágesturinn er enn á ferli en mæta honum með sjálfsprófum, hraðprófum og persónulegum sóttvörnum í forgrunni alls. Þangað eigum við að stefna. Dramb er falli næst Viðkvæði sóttvarnaryfirvalda á Íslandi er að vísindamenn og læknar sem fara fyrir sóttvörnum á öðrum Norðurlöndum og í Bretlandi séu ekki að meta áhættuna rétt. En þau geri það hins vegar sjálf. Það er drambsfull nálgun að telja að allir aðrir misskilji stöðuna hrapalega og vaði í villu og svíma. Meira að segja fordæmi frá Noregi og Danmörku eru algjörlega afskrifuð. Þetta hrópandi ósamræmi á milli sóttvarnarreglna og beitingu sóttkvíar á börn og ungmenni skapar áleitnar spurningar sem ekki hefur verið svarað. Í öðrum löndum fer fram áhættu- og hagsmunamat sem skilar allt annarri niðurstöðu en hjá íslenskum sóttvarnaryfirvöldum. Í nágrannalöndum er að skapast samfélagsleg sátt um að standa þurfi vörð um fleira en sóttvarnir; til dæmis andlega heilsu barna og fullorðinna, menningarlíf, félagslegar þarfir og sköpun efnahagslegra verðmæta. Það misræmi sem nú er uppi þurfa sóttvarnaryfirvöld að skýra að fullu með öðrum rökum en að halda því fram að allir aðrir hafi rangt fyrir sér. Greinin birtist fyrst á vef SA. Höfundur er framkvæmdastjóri SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Bólusetningar Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Reglur um sóttkví barna og ungmenna munu valda uppnámi á næstu vikum. Það blasir við að þúsundir barna munu lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum. Skólastarf verður slitrótt. Frístundaheimili hálfopin – og tómstundir og íþróttir barna verða ekki svipur hjá sjón. Þau börn sem ekki verða í sóttkví munu mæta uggandi í hólfaskiptan skóla sem takmarkar verulega kennslu og upplifun barna, eins og kemur fram í sannfærandi umfjöllun nýs skólastjóra Melaskóla, sem kallar eftir breyttum reglum um sóttkví barna. Innan fárra vikna er fyrirséð að skólahald í leik-, grunn- og framhaldsskólum lamist með reglulegu millibili. Fjöldi launafólks missi vikur úr vinnu. Starfsemi fyrirtækja og stofnana verður skert í einhverjum tilvikum. Lítil fyrirtæki munu loka. Einyrkjar sitja uppi fullbólusettir en tekjulausir og einkennalausir í séríslenskri sóttkví barna. Betri staða á Norðurlöndum Á Norðurlöndum og á Bretlandi er allt annað fyrirkomulag. Þar hafa stjórnvöld lagt kapp á að lifa með veirunni—ekki bara í orði heldur á borði. Á Norðurlöndum er sóttkví barna yngri en 18 ára ekki beitt með sama hætti. Starfsemi leikskóla, frístundaheimila og grunnskóla er samkvæmt tiltölulega hefðbundnu fyrirkomulagi. En allir gæta að sér. Íslensk stjórnvöld hafa gefið út að stefnan sé að lifa með veirunni. Víðtæk beiting sóttkvíar á börn og ungmenni er víðs fjarri þeirri stefnu. Á Norðurlöndum er fullbólusett og einkennalaust fólk ekki sett í sóttkví, jafnvel þótt það hafi verið beint útsett fyrir veirunni. Niðurstaðan er sú að lífið gengur nokkurn veginn sinn vanagang á Norðurlöndunum. En allir eru meðvitaðir um að vágesturinn er enn á ferli en mæta honum með sjálfsprófum, hraðprófum og persónulegum sóttvörnum í forgrunni alls. Þangað eigum við að stefna. Dramb er falli næst Viðkvæði sóttvarnaryfirvalda á Íslandi er að vísindamenn og læknar sem fara fyrir sóttvörnum á öðrum Norðurlöndum og í Bretlandi séu ekki að meta áhættuna rétt. En þau geri það hins vegar sjálf. Það er drambsfull nálgun að telja að allir aðrir misskilji stöðuna hrapalega og vaði í villu og svíma. Meira að segja fordæmi frá Noregi og Danmörku eru algjörlega afskrifuð. Þetta hrópandi ósamræmi á milli sóttvarnarreglna og beitingu sóttkvíar á börn og ungmenni skapar áleitnar spurningar sem ekki hefur verið svarað. Í öðrum löndum fer fram áhættu- og hagsmunamat sem skilar allt annarri niðurstöðu en hjá íslenskum sóttvarnaryfirvöldum. Í nágrannalöndum er að skapast samfélagsleg sátt um að standa þurfi vörð um fleira en sóttvarnir; til dæmis andlega heilsu barna og fullorðinna, menningarlíf, félagslegar þarfir og sköpun efnahagslegra verðmæta. Það misræmi sem nú er uppi þurfa sóttvarnaryfirvöld að skýra að fullu með öðrum rökum en að halda því fram að allir aðrir hafi rangt fyrir sér. Greinin birtist fyrst á vef SA. Höfundur er framkvæmdastjóri SA.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun