Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. ágúst 2021 20:44 Halla kennir börnum í þriðja bekk í Fossvogsskóla. facebook Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. „Ég er búin að skoða það sjálf og mér líst gríðarlega vel á það,“ segir Halla Gunnarsdóttir, sem kennir þriðja bekk í Fossvogsskóla. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi og Stöð 2 síðustu daga á kennsla barna í 2. til 4. bekk skólans að fara fram í gámum á skólalóðinni þetta haustið. Þeir verða hins vegar ekki tilbúnir fyrr en eftir nokkrar vikur þó skólinn hefjist næsta mánudag. Í staðinn vildi Reykjavíkurborg að börnunum yrði kennt í aðstöðu sem íþróttafélagið Víkingur bauð fram; annars vegar í sal í félagsheimili þess, Berserkjasalnum, og hins vegar frammi á gangi í tengibyggingu hússins. 2. bekkur átti að fá kennslu í Berserkjasalnum en 3. og 4. bekkur á ganginum. Vonar að foreldrar velji Hjálpræðisherinn Halla kveðst ekki myndu taka það í mál að kenna börnunum í aðstöðunni á ganginum. „Nei, hún er alveg af og frá og ég persónulega tók það ekki í mál,“ segir hún. „Ég var ekki tilbúin til þess að leggja það á mig og mína nemendur. Alls ekki.“ Reykjavíkurborg sendi könnun á foreldra í dag þar sem þeir voru boðnir þessir þrír kostir í stöðunni: Að halda sig við staðsetninguna í Fossvogsdalnum þar sem 2. til 4. bekk verður kennt í Víkingsheimilinu fyrstu vikurnar, 2. bekkur í svokölluðum Berserkjasal en 3. til 4. bekk á ganginum. Að 2. bekk yrði kennt Berserkjasalnum á jarðhæð Víkingsheimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpuskóla. Að skólastarf 2. til 4. bekkjar fari fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Fossvogsskóla. Foreldrarnir hafa fram til hádegis á morgun til að svara könnuninni. Halla vonar innilega að síðasti kosturinn verði fyrir valinu. „Þetta er alveg ótrúlega flott hús. Glænýtt sem er nú heldur betur gott fyrir okkar fólk, að koma í heilnæmt nýtt húsnæði. Það eru veik börn í þessum hópi,“ segir hún og á þá við eftir myglu sem fannst í Fossvogsskóla árið 2019. Það var upphafið af löngum húsnæðisvanda skólans, sem er engan vegið lokið enn. „Vonandi leysist þetta allt saman,“ segir Halla. „Ég er vongóð og bjartsýn núna út af þessari nýju aðstöðu. Ef að hún verður fyrir valinu treysti ég mér alveg til að takast á við komandi vetur, eða vikur… maður veit ekki hvað þetta tekur langan tíma. Það kemur í ljós.“ Hún segir að þeir foreldrar sem hún hafi heyrt í hljómi jákvæðir fyrir húsnæði Hjálpræðishersins. Þeir verði þó að treysta á hennar frásagnir af því enda ekki séð það sjálfir. Skrýtin aðferðafræði borgarinnar Og þeir virðast sumir heldur ósáttir við þá staðreynd. Agnar Freyr Helgason, annar fulltrúa foreldra í skólaráði Fossvogsskóla, var heldur undrandi yfir könnun Reykjavíkurborgar fyrir foreldrana í dag: „Það er mjög skrýtin aðferðafræði hjá Reykjavíkurborg að gefa foreldrum 19 klukkutíma til að svara einhverri skoðunarkönnum um valkosti sem þeir vita í rauninni ekkert um,“ sagði Agnar. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra í skólaráði Fossvogsskóla.Vísir/Sigurjón „Þarna er verið að láta foreldra bera ábyrgðina á því hvert verður farið á meðan þeir vita í rauninni ekkert um til dæmis húsnæði Hjálpræðishersins nema bara heimilisfangið.“ Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
„Ég er búin að skoða það sjálf og mér líst gríðarlega vel á það,“ segir Halla Gunnarsdóttir, sem kennir þriðja bekk í Fossvogsskóla. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi og Stöð 2 síðustu daga á kennsla barna í 2. til 4. bekk skólans að fara fram í gámum á skólalóðinni þetta haustið. Þeir verða hins vegar ekki tilbúnir fyrr en eftir nokkrar vikur þó skólinn hefjist næsta mánudag. Í staðinn vildi Reykjavíkurborg að börnunum yrði kennt í aðstöðu sem íþróttafélagið Víkingur bauð fram; annars vegar í sal í félagsheimili þess, Berserkjasalnum, og hins vegar frammi á gangi í tengibyggingu hússins. 2. bekkur átti að fá kennslu í Berserkjasalnum en 3. og 4. bekkur á ganginum. Vonar að foreldrar velji Hjálpræðisherinn Halla kveðst ekki myndu taka það í mál að kenna börnunum í aðstöðunni á ganginum. „Nei, hún er alveg af og frá og ég persónulega tók það ekki í mál,“ segir hún. „Ég var ekki tilbúin til þess að leggja það á mig og mína nemendur. Alls ekki.“ Reykjavíkurborg sendi könnun á foreldra í dag þar sem þeir voru boðnir þessir þrír kostir í stöðunni: Að halda sig við staðsetninguna í Fossvogsdalnum þar sem 2. til 4. bekk verður kennt í Víkingsheimilinu fyrstu vikurnar, 2. bekkur í svokölluðum Berserkjasal en 3. til 4. bekk á ganginum. Að 2. bekk yrði kennt Berserkjasalnum á jarðhæð Víkingsheimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpuskóla. Að skólastarf 2. til 4. bekkjar fari fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Fossvogsskóla. Foreldrarnir hafa fram til hádegis á morgun til að svara könnuninni. Halla vonar innilega að síðasti kosturinn verði fyrir valinu. „Þetta er alveg ótrúlega flott hús. Glænýtt sem er nú heldur betur gott fyrir okkar fólk, að koma í heilnæmt nýtt húsnæði. Það eru veik börn í þessum hópi,“ segir hún og á þá við eftir myglu sem fannst í Fossvogsskóla árið 2019. Það var upphafið af löngum húsnæðisvanda skólans, sem er engan vegið lokið enn. „Vonandi leysist þetta allt saman,“ segir Halla. „Ég er vongóð og bjartsýn núna út af þessari nýju aðstöðu. Ef að hún verður fyrir valinu treysti ég mér alveg til að takast á við komandi vetur, eða vikur… maður veit ekki hvað þetta tekur langan tíma. Það kemur í ljós.“ Hún segir að þeir foreldrar sem hún hafi heyrt í hljómi jákvæðir fyrir húsnæði Hjálpræðishersins. Þeir verði þó að treysta á hennar frásagnir af því enda ekki séð það sjálfir. Skrýtin aðferðafræði borgarinnar Og þeir virðast sumir heldur ósáttir við þá staðreynd. Agnar Freyr Helgason, annar fulltrúa foreldra í skólaráði Fossvogsskóla, var heldur undrandi yfir könnun Reykjavíkurborgar fyrir foreldrana í dag: „Það er mjög skrýtin aðferðafræði hjá Reykjavíkurborg að gefa foreldrum 19 klukkutíma til að svara einhverri skoðunarkönnum um valkosti sem þeir vita í rauninni ekkert um,“ sagði Agnar. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra í skólaráði Fossvogsskóla.Vísir/Sigurjón „Þarna er verið að láta foreldra bera ábyrgðina á því hvert verður farið á meðan þeir vita í rauninni ekkert um til dæmis húsnæði Hjálpræðishersins nema bara heimilisfangið.“
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17