Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin er Víkingur jafnaði Val að stigum á toppi deildarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingar fagna fyrra marki sínu í leiknum.
Víkingar fagna fyrra marki sínu í leiknum. Vísir/Hulda Margrét

Víkingur lagði Íslandsmeistara Val 2-1 í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Valsarar voru heppnir að tapa með aðeins einu marki og halda í toppsætið sem stendur þökk sé markatölu. Hér að neðan má sjá mörkin þrjú sem skoruð voru.

Kwame Quee skoraði fyrsta mark leiksins um miðbik fyrri hálfleiks með góðum skalla af markteig eftir sendingu Pablo Punyed frá vinstri. Hvernig Kwame var óvænt einn og óvaldaður rétt fyrir framan mark gestanna er rannsóknarefni og mun Heimir Guðjónsson - þjálfari Vals - eflaust fara vel yfir það á næstu dögum.

Viktor Örlygur Arnarsson, maður leiksins að flestra mati, skoraði svo glæsilegt mark eftir frábæran einleik fimm mínútum síðar og staðan var orðin 2-0. 

Þannig var hún í hálfleik og í raun allt til loka leiksins þegar Kaj Leo Bartalsstovu minnkaði muninn í 2-1. Víkingar tóku miðju og leikurinn var flautaður af. 

Klippa: Víkingur 2-1 Valur

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×