Frá þessu var greint í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Þar kemur fram að Aron Einar sé um þessar mundir fastur inn á hótelherbergi á Spáni þar sem lið hans Al-Arabi er í æfingabúðum. Nokkrir dagar eru síðan Aron Einar greindist og hefur verið í einangrun upp á herbergi síðan þá.
Landsliðshópur Íslands fyrir leikina þrjá á Laugardalsvelli gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi verður tilkynntur síðar í vikunni. Leikirnir fara svo fram 2., 5. og 8. september næstkomandi.
Ísland er sem stendur með þrjú stig að loknum þremur leikjum í undankeppninni. Liðið beið lægri hlut gegn Þýskalandi og Armeníu en vann góðan sigur Liechtenstein.