Bóluefni Pfizer fær fullt markaðsleyfi í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2021 14:11 Bóluefni Pfizer er mest notaða bóluefnið í Bandaríkjunum, rétt eins og hér á landi. David Dee Delgado/Getty Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur samþykkt alfarið notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech við kórónuveirunni í Bandaríkjunum. Hingað til hefur bóluefnið verið notað í skjóli neyðarleyfis. Talið er að ákvörðunin gæti hvatt fleiri Bandaríkjamenn til að láta bólusetja sig. Bóluefnið, sem hér á landi er oftast kennt við Pfizer, hefur verið með neyðarleyfi til notkunar fyrir 16 ára og eldri frá því í desember á síðasta ári. Í maí síðastliðnum veitti FDA síðan neyðarheimild fyrir notkun þess hjá börnum 12 til 16 ára. Bandarískir fjölmiðlar segja frá því að ákvörðunin um að veita bóluefninu fullt markaðsleyfi gæti orðið til þess að hvetja fólk sem hingað til hefur efast um ágæti bóluefna gegn kórónuveirunni til þess að láta bólusetja sig. Þá er talið að ákvörðunin geti veitt sterkan grundvöll fyrir því að fyrirtæki og stofnanir geri bólusetningu að skilyrði í ákveðnum tilfellum. „Fyrir fyrirtæki og háskóla sem hafa íhugað að gera bólusetningu að skilyrði, í því skyni að skapa öruggara umhverfi fyrir fólk til að læra og vinna, held ég að þessi ákvörðun muni hjálpa þeim með að fara áfram með slík áform,“ hefur BBC eftir landlækni Bandaríkjanna, Dr. Vivek Murphy. Bóluefni Pfizer er mest notaða bóluefnið í Bandaríkjunum, rétt eins og á Íslandi. Af rúmlega 170 milljónum sem hafa hlotið fulla bólusetningu við kórónuveirunni hafa yfir 92 milljónir verið bólusettar með Pfizer. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Bóluefnið, sem hér á landi er oftast kennt við Pfizer, hefur verið með neyðarleyfi til notkunar fyrir 16 ára og eldri frá því í desember á síðasta ári. Í maí síðastliðnum veitti FDA síðan neyðarheimild fyrir notkun þess hjá börnum 12 til 16 ára. Bandarískir fjölmiðlar segja frá því að ákvörðunin um að veita bóluefninu fullt markaðsleyfi gæti orðið til þess að hvetja fólk sem hingað til hefur efast um ágæti bóluefna gegn kórónuveirunni til þess að láta bólusetja sig. Þá er talið að ákvörðunin geti veitt sterkan grundvöll fyrir því að fyrirtæki og stofnanir geri bólusetningu að skilyrði í ákveðnum tilfellum. „Fyrir fyrirtæki og háskóla sem hafa íhugað að gera bólusetningu að skilyrði, í því skyni að skapa öruggara umhverfi fyrir fólk til að læra og vinna, held ég að þessi ákvörðun muni hjálpa þeim með að fara áfram með slík áform,“ hefur BBC eftir landlækni Bandaríkjanna, Dr. Vivek Murphy. Bóluefni Pfizer er mest notaða bóluefnið í Bandaríkjunum, rétt eins og á Íslandi. Af rúmlega 170 milljónum sem hafa hlotið fulla bólusetningu við kórónuveirunni hafa yfir 92 milljónir verið bólusettar með Pfizer.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira