Rannsaka grófa líkamsárás vespugengis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. ágúst 2021 20:20 Lögregla er með málið til rannsóknar. Hópur unglinga á vespum réðst á íbúa í Kórahverfinu um miðjan mánuð og lét högg dynja á andliti hans. Lögreglan er með málið til skoðunar en segir vandræði vegna vespugengja ekki algeng í hverfinu. Við vörum við myndefni sem fylgir fréttinni. Atvikið átti sér stað skammt frá Nettó í Kórahverfinu seint að kvöldi þann 10. ágúst. Maður nokkur var þar á gangi heim til sín þegar tveir unglingar á einni vespu brunuðu fram hjá honum á fleygiferð. Maðurinn var ölvaður og segist hafa danglað í hjálm þess sem ók vespunni og æpt að krökkunum að passa sig. Hann gerir ráð fyrir að krakkarnir hafi verið 15-16 ára. Skömmu síðar mæta krakkarnir til baka, en nú með hóp krakka á vespum með sér sem ráðast á manninn. Atvikið var tekið upp á myndband: Maðurinn er brotinn á andlitsbeini milli auga og eyra. Lögreglan í hverfinu segir að slíkt atvik hafi verið kært. „Við erum með eitt í rannsókn hjá okkur, sem að er kærð líkamsárás og þar var talað um krakka á vespum eða rafmagnshjólum. Við höfum verið með annað sem hefur að vísu ekki verið kært. En við höfum ekki heyrt af öðru, að þetta sé einn hópur eða fleiri hópar. Engin gengi sem við höfum heyrt af sem eru gagngert í þessu,“ segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi og Breiðholti. Þóra segir að lögreglan sé með líkamsárás sem hafi verið kærð í rannsókn. Þar hafi hópur ungmenna á vespum verið að verki.vísir/egill Það virðist þannig ekki algengt að krakkar á vespum fari um og ráðist á fólk. Umræður sköpuðust þó um vespugengi á Kórahverfis-hópnum á Facebook en þar lýstu einhverjir áhyggjum af því að fara út úr húsi á kvöldin á meðan slík gengi væru á ferð. En er þetta svo mikið vandamál? „Kannski ekki beint vandamál. Ég hef ekki séð þessar færslur á Facebook-síðunni sem þú vitnar í en þetta kemur alltaf upp þessir hópar af krökkum sem eru að valda ónæði. Og það að þau séu að þrímenna og hjálmlaus, það kemur hávaði frá þeim og annað. En ekkert meira vandamál í dag heldur en áður, að mínu mati,“ segir Þóra. Hún beinir því til foreldra að taka umræðu við börn sín sem eiga vespur um hvernig eigi að nota þær og auðvitað umræðu um að beita ekki ofbeldi. Árásin átti sér stað á göngustíg skammt frá Nettó í Kórahverfinu.vísir/óttar Kópavogur Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Atvikið átti sér stað skammt frá Nettó í Kórahverfinu seint að kvöldi þann 10. ágúst. Maður nokkur var þar á gangi heim til sín þegar tveir unglingar á einni vespu brunuðu fram hjá honum á fleygiferð. Maðurinn var ölvaður og segist hafa danglað í hjálm þess sem ók vespunni og æpt að krökkunum að passa sig. Hann gerir ráð fyrir að krakkarnir hafi verið 15-16 ára. Skömmu síðar mæta krakkarnir til baka, en nú með hóp krakka á vespum með sér sem ráðast á manninn. Atvikið var tekið upp á myndband: Maðurinn er brotinn á andlitsbeini milli auga og eyra. Lögreglan í hverfinu segir að slíkt atvik hafi verið kært. „Við erum með eitt í rannsókn hjá okkur, sem að er kærð líkamsárás og þar var talað um krakka á vespum eða rafmagnshjólum. Við höfum verið með annað sem hefur að vísu ekki verið kært. En við höfum ekki heyrt af öðru, að þetta sé einn hópur eða fleiri hópar. Engin gengi sem við höfum heyrt af sem eru gagngert í þessu,“ segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi og Breiðholti. Þóra segir að lögreglan sé með líkamsárás sem hafi verið kærð í rannsókn. Þar hafi hópur ungmenna á vespum verið að verki.vísir/egill Það virðist þannig ekki algengt að krakkar á vespum fari um og ráðist á fólk. Umræður sköpuðust þó um vespugengi á Kórahverfis-hópnum á Facebook en þar lýstu einhverjir áhyggjum af því að fara út úr húsi á kvöldin á meðan slík gengi væru á ferð. En er þetta svo mikið vandamál? „Kannski ekki beint vandamál. Ég hef ekki séð þessar færslur á Facebook-síðunni sem þú vitnar í en þetta kemur alltaf upp þessir hópar af krökkum sem eru að valda ónæði. Og það að þau séu að þrímenna og hjálmlaus, það kemur hávaði frá þeim og annað. En ekkert meira vandamál í dag heldur en áður, að mínu mati,“ segir Þóra. Hún beinir því til foreldra að taka umræðu við börn sín sem eiga vespur um hvernig eigi að nota þær og auðvitað umræðu um að beita ekki ofbeldi. Árásin átti sér stað á göngustíg skammt frá Nettó í Kórahverfinu.vísir/óttar
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira