Misskiptingin gæti ekki verið skýrari Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 14:00 Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar segir brýnt að ríkari lönd aðstoði þau fátækari með bóluefni Vísir Framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar tekur undir með Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um að ríkari þjóðir aðstoði þær fátækari mun betur í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Á meðan aðeins nokkur prósent séu bólusett í Eþíópíu sé rætt um að gefa fólki örvunarskammt hér á landi. Aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar varaði við þjóðernis- bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi sínum í gær í Ungverjalandi . Hann lýsti yfir vonbrigðum með að af 4,8 milljörðum skammta bóluefna sem dreift hefði verið í heiminum hefðu 75% farið til tíu ríkja en aðeins 2% til ríkja í Afríku. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem byrjað hafa að gefa þegnum sínum örvunarskammt gegn Covid-19. En búið er að endurbólusetja eldri borgara og fólk með undirliggjandi sjúkdóma og þá sem fengu upphaflega Jansen- bóluefnið. Heildarhagsmunir að allir verði bólusettir á svipuðum tíma Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar tekur undir þessi sjónarmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum hluti af kirkjutengdu samstarfi stofnana sem heitir Act Alliance og starfar í 120 löndum. Þar er skorað á ríkari þjóðir að láta meira af hendi til fátækari landa í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ríkari þjóðirnar eigi að deila bóluefnum mun betur til þeirra fátækari,“ segir Bjarni. Bjarni segir skiljanlegt að valdhafar hugsi fyrst og fremst um eigin þegna en í þessu máli þurfi að hugsa um heildarhagsmuni. „Við skorum á valdhafa að deila bóluefnum jafnar niður milli þjóða. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið alls staðar. Það eru okkar hagsmunir að gefa meira af bóluefni til þeirra sem eru í verri stöðu en við og það er mikil áskorun. Faraldurinn klárast ekki fyrr en heimsbyggðin hefur verið bólusett,“ segir Bjarni. Bjarni segist verða áþreifanlega var við mismununina í sínu starfi fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „Við störfum í Eþíópíu og sjáum bara hvað staðan er ójöfn við Ísland. Þar hafa bara örfá prósent landsmanna fengið bóluefni og öll staða og kerfi eru í lamasessi. Á meðan er verið að ræða um ábót á okkar bóluefni hér á landi. Myndin er því afar skökk og staða þeirra fátækari mjög slæm. Það er undarlegt að heyra umræðu um örvunarskammta meðan fátækari lönd eru varla byrjuð að bólusetja,“ segir hann. Hjálparstarf Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Varaði við „þjóðernis-bólusetningarstefnu“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við þjóðernis-bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands í gær. 24. ágúst 2021 07:34 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar varaði við þjóðernis- bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi sínum í gær í Ungverjalandi . Hann lýsti yfir vonbrigðum með að af 4,8 milljörðum skammta bóluefna sem dreift hefði verið í heiminum hefðu 75% farið til tíu ríkja en aðeins 2% til ríkja í Afríku. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem byrjað hafa að gefa þegnum sínum örvunarskammt gegn Covid-19. En búið er að endurbólusetja eldri borgara og fólk með undirliggjandi sjúkdóma og þá sem fengu upphaflega Jansen- bóluefnið. Heildarhagsmunir að allir verði bólusettir á svipuðum tíma Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar tekur undir þessi sjónarmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum hluti af kirkjutengdu samstarfi stofnana sem heitir Act Alliance og starfar í 120 löndum. Þar er skorað á ríkari þjóðir að láta meira af hendi til fátækari landa í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ríkari þjóðirnar eigi að deila bóluefnum mun betur til þeirra fátækari,“ segir Bjarni. Bjarni segir skiljanlegt að valdhafar hugsi fyrst og fremst um eigin þegna en í þessu máli þurfi að hugsa um heildarhagsmuni. „Við skorum á valdhafa að deila bóluefnum jafnar niður milli þjóða. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið alls staðar. Það eru okkar hagsmunir að gefa meira af bóluefni til þeirra sem eru í verri stöðu en við og það er mikil áskorun. Faraldurinn klárast ekki fyrr en heimsbyggðin hefur verið bólusett,“ segir Bjarni. Bjarni segist verða áþreifanlega var við mismununina í sínu starfi fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „Við störfum í Eþíópíu og sjáum bara hvað staðan er ójöfn við Ísland. Þar hafa bara örfá prósent landsmanna fengið bóluefni og öll staða og kerfi eru í lamasessi. Á meðan er verið að ræða um ábót á okkar bóluefni hér á landi. Myndin er því afar skökk og staða þeirra fátækari mjög slæm. Það er undarlegt að heyra umræðu um örvunarskammta meðan fátækari lönd eru varla byrjuð að bólusetja,“ segir hann.
Hjálparstarf Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Varaði við „þjóðernis-bólusetningarstefnu“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við þjóðernis-bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands í gær. 24. ágúst 2021 07:34 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Varaði við „þjóðernis-bólusetningarstefnu“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við þjóðernis-bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands í gær. 24. ágúst 2021 07:34