Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. nóvember 2025 17:50 Mynd frá Hvammstanga úr safni. Vísir/Vilhelm Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur skilað áliti sínu um kosti og galla mögulegrar sameiningar og mun kynna niðurstöður sínar á íbúafundum í næstu viku. Nefndin telur meðal annars að sameining muni stuðla að aukinni byggðafestu og auka aðdráttarafl svæðisins fyrir nýja íbúa. Kosið verður um sameiningu dagana 28. nóvember tikl 13. desember. Í fréttatilkynningu segir að samstarfsnefnd um sameiningu muni halda íbúafundi í Dalabúð í Búðardal mánudaginn 17. nóvember og í Félagsheimilinu Hvammstanga 18. nóvember, þar sem álit nefndarinnar verður kynnt og farið verður yfir fyrirkomulag kosninganna. Auk þess geti íbúar beint spurningum til samstarfsnefndarinnar. Í áliti nefndarinnar segir að Dalabyggð og Húnaþing vestra séu líka að landkostum, íbúasamsteningu, búsetumynstri og atvinnulífi. Við sameiningu sveitarfélaganna yrði til öflugra sveitarfélag með sterkari stjórnsýslu, faglegri þjó nustu og meiri slagkraft í hagsmunagæslu til að byggja upp innviði og auka fjölbreytni í atvinnulífi. Álit samstarfsnefndarinnar í heild sinni er eftirfarandi: „Dalabyggð og Húnaþing vestra eru lík að landkostum, íbúasamsetningu, búsetumynstri og atvinnulífi. Við sameiningu sveitarfélaganna yrði að mati nefndarinnar til öflugra sveitarfélag með sterkari stjórnsýslu, faglegri þjónustu og meiri slagkraft í hagsmunagæslu til að byggja upp innviði og auka fjölbreytni í atvinnulífi eins og sjá má í greiningargögnum samstarfsnefndar. Nefndin telur að sameining myndi stuðla að aukinni byggðafestu og auka aðdráttarafl fyrir nýja íbúa og starfsmenn. Helstu áskoranir sameinaðs sveitarfélags væru að tryggja jafnt þjónustustig, viðhalda staðbundnum sérkennum og tryggja að íbúar upplifi áfram nálægð og öryggi í þjónustu. Nefndin telur að mæta megi þeim áskorunum og leggur áherslu á að t.a.m. verði Húnvetningar áfram Húnvetningar og Dalamenn áfram Dalamenn þótt stjórnsýslueiningarnar tvær sameinist.“ Fjárhagur sameinaðs sveitarfélags yrði sterkur og fjárfestingargeta þess betri en hjá sveitarfélögunum hvoru um sig. Sérstök sameiningarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu árum myndu auka svigrúm til fjárfestinga í sameinuðu sveitarfélagi, minnka þörf á lántöku og lækka fjármagnskostnað. Jafnframt hefur verið kynnt að reglubundin framlög Jöfnunarsjóðs munu hækka í sameinuðu sveitarfélagi ef af verður. Það er samdóma álit samstarfsnefndar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra að sameining væri framfaraskref fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra.“ Íbúum er bent á að allar helstu upplýsingar um sameiningarviðræður sveitarfélaganna og kosningarnar sé að vinna á upplýsingavef samstarfsnefndarinnar dalhun.is Dalabyggð Húnaþing vestra Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tengdar fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Boðað hefur verið til íbúafunda um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Efnt hefur verið til íbúakosningar um mögulega sameiningu sveitarfélaganna síðar á þessu ári, en sveitarstjórar í báðum sveitarfélögum leggja áherslu á að íbúar verði að eiga síðasta orðið. 4. október 2025 13:46 Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa samþykkt tillögu sérstakrar samráðsnefndar að íbúakosning fari fram í sveitarfélögunum tveimur um sameiningu dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi. 18. september 2025 13:17 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að samstarfsnefnd um sameiningu muni halda íbúafundi í Dalabúð í Búðardal mánudaginn 17. nóvember og í Félagsheimilinu Hvammstanga 18. nóvember, þar sem álit nefndarinnar verður kynnt og farið verður yfir fyrirkomulag kosninganna. Auk þess geti íbúar beint spurningum til samstarfsnefndarinnar. Í áliti nefndarinnar segir að Dalabyggð og Húnaþing vestra séu líka að landkostum, íbúasamsteningu, búsetumynstri og atvinnulífi. Við sameiningu sveitarfélaganna yrði til öflugra sveitarfélag með sterkari stjórnsýslu, faglegri þjó nustu og meiri slagkraft í hagsmunagæslu til að byggja upp innviði og auka fjölbreytni í atvinnulífi. Álit samstarfsnefndarinnar í heild sinni er eftirfarandi: „Dalabyggð og Húnaþing vestra eru lík að landkostum, íbúasamsetningu, búsetumynstri og atvinnulífi. Við sameiningu sveitarfélaganna yrði að mati nefndarinnar til öflugra sveitarfélag með sterkari stjórnsýslu, faglegri þjónustu og meiri slagkraft í hagsmunagæslu til að byggja upp innviði og auka fjölbreytni í atvinnulífi eins og sjá má í greiningargögnum samstarfsnefndar. Nefndin telur að sameining myndi stuðla að aukinni byggðafestu og auka aðdráttarafl fyrir nýja íbúa og starfsmenn. Helstu áskoranir sameinaðs sveitarfélags væru að tryggja jafnt þjónustustig, viðhalda staðbundnum sérkennum og tryggja að íbúar upplifi áfram nálægð og öryggi í þjónustu. Nefndin telur að mæta megi þeim áskorunum og leggur áherslu á að t.a.m. verði Húnvetningar áfram Húnvetningar og Dalamenn áfram Dalamenn þótt stjórnsýslueiningarnar tvær sameinist.“ Fjárhagur sameinaðs sveitarfélags yrði sterkur og fjárfestingargeta þess betri en hjá sveitarfélögunum hvoru um sig. Sérstök sameiningarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu árum myndu auka svigrúm til fjárfestinga í sameinuðu sveitarfélagi, minnka þörf á lántöku og lækka fjármagnskostnað. Jafnframt hefur verið kynnt að reglubundin framlög Jöfnunarsjóðs munu hækka í sameinuðu sveitarfélagi ef af verður. Það er samdóma álit samstarfsnefndar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra að sameining væri framfaraskref fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra.“ Íbúum er bent á að allar helstu upplýsingar um sameiningarviðræður sveitarfélaganna og kosningarnar sé að vinna á upplýsingavef samstarfsnefndarinnar dalhun.is
Dalabyggð Húnaþing vestra Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tengdar fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Boðað hefur verið til íbúafunda um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Efnt hefur verið til íbúakosningar um mögulega sameiningu sveitarfélaganna síðar á þessu ári, en sveitarstjórar í báðum sveitarfélögum leggja áherslu á að íbúar verði að eiga síðasta orðið. 4. október 2025 13:46 Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa samþykkt tillögu sérstakrar samráðsnefndar að íbúakosning fari fram í sveitarfélögunum tveimur um sameiningu dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi. 18. september 2025 13:17 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Boðað hefur verið til íbúafunda um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Efnt hefur verið til íbúakosningar um mögulega sameiningu sveitarfélaganna síðar á þessu ári, en sveitarstjórar í báðum sveitarfélögum leggja áherslu á að íbúar verði að eiga síðasta orðið. 4. október 2025 13:46
Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa samþykkt tillögu sérstakrar samráðsnefndar að íbúakosning fari fram í sveitarfélögunum tveimur um sameiningu dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi. 18. september 2025 13:17