Landhelgi íslenskrar ferðaþjónustu - 0 mílur Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar 24. ágúst 2021 15:00 Fyrir Covid var komin af stað réttmæt umræða um að rekstrarstaða margra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja væri slæm og hefði versnað. Hluti vandans var rakin till falls WOW en einnig til almenns rekstrarvanda í greininni og skakkrar samkeppnisstöðu. Umsvif erlendra ferðaskrifstofa var nánast í veldisvexti hér á landi fyrir Covid. Lítið sem ekkert var gert til að tryggja að þessi fyrirtæki færu eftir sömu kjarasamningum, lögum og reglum og innlendu fyrirtækin. Ekkert var heldur gert til að sporna við þessari þróun. Í mörgum löndum er t.d. krafa um að leiðsögumaður sem er búsettur og viðurkenndur af þarlendum stjórnvöldum sé til staðar í öllum skipulögðum hópferðum. Sameining og sjálfvirknivæðing Hinsvegar voru hér haldnir fundir og málþing sem mörg báru þann boðskap að sameining fyrirtækja og sjálfvirknivæðing væri nauðsynleg í ferðaþjónustu. Í þessu sambandi hefur oft verið vísað til arðsemisaukningar í sjávarútvegi þar sjálfvirknivæðing hefur verið gríðarleg og fyrirtæki hafa sameinast og orðið stærri og "öflugri." Það þarf ekki að tíunda að sú samþjöppun hefur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á byggðarþróun, skiptingu auðs og skuldsetningu greinarinnar sjálfrar. Það má þó segja að ógnin sem að þjóðarbúinu stafar af samþjöppun í sjávarútvegi sé minni en af samþjöppun í ferðaþjónustu. Í EES-samningum eru ákveðnar girðingar þegar kemur að eignarhaldi erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi. Engar slíkar girðingar eru þegar kemur að eignarhaldi ferðaþjónustufyrirtækja. Erlend yfirtaka? Það er ekkert sem segir að stór íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sem sum hver hafa á undanförnum árum keppst við að kaupa upp fjölda smærri fyrirtækja til að blása út efnahagsreikning sinn verði seld í heilu lagi til erlendra aðila. Hvar stöndum við þá? Skiptir það máli hvort innlendir eða erlendir aðilar eigi innviði íslenskrar ferðaþjónustu? Svarið er já, það skiptir verulegu máli fyrir menningarleg og efnahagsleg áhrif greinarinnar. Erlent fyrirtæki með starfsemi á Íslandi greiða skatta erlendis og geta þessvegna gert út starfsfólk, íslenskt eða erlent, með ráðningarsamband erlendis. Þá verður mun erfiðara fyrir íslensk stjórnvöld og verkalýðshreyfingu að hafa eftirlit með því að þeir sem starfa hér í ferðaþjónustu séu að vinna eftir gildandi kjarasamningum. Þetta mun skekkja enn frekar samkeppnisstöðu innlendra ferðaþjónustufyrirtækja gagnvart erlendum ferðaskrifstofum sem gera hér út nú þegar í stórum stíl. Ferðamálayfirvöld hafa ekki nýtt tímann í Covid til að vinna að því að efla samkeppnisstöðu innlendra ferðaþjónustufyrirtækja til framtíðar. Viðbrögð ferðamálayfirvalda fyrir og í Covid hafa fremur verið að leggja auknar kvaðir á innlend fyrirtæki sem stunda leyfisskylda starfsemi á sviði ferðþjónustu, krefjast árlega ítarlegri gagna til að viðhalda leyfum og sömu kvaðir lagðar á stór fyrirtæki og ör fyrirtæki. Samanburður við sjávarútveg Það er áhugavert að velta því fyrir sér, hverjar afleiðingarnar hefðu orðið af afskiptaleysi stjórnvalda í landhelgisdeilunni. Ef stjórnvöld hefðu litið fram hjá veiðum erlendra þjóða á landgrunninum en sett í staðinn íþyngjandi kvaðir á íslenska flotann – þær sömu á stórútgerðir og trillur! Hvatt til uppkaupa og sameingingar og svo bara beðið eftir því að erlendir aðilar hefðu keypt stórútgerðirnar upp. Ef þessi leið hefði verið farin er óumdeilt að efnahagsleg staða á Íslandi væri önnur í dag en hún er. Nú erum við með atvinnugrein sem í eðlilegu árferði skilar meiri gjaldeyristekjum og skapar fleiri störf en sjávarútvegur og hefur alla burði til þess að vera undirstaða hagsældar í landinu til framtíðar. En ferðamálayfirvöld eru uppteknari af því að sauma að litlum innlendum fyrirtækjum en að reyna að tryggja samkeppnisstöu innlendrar ferðaþjónustu fyrir ágangi erlendra fyrirtækja og finna leiðir til að sporna við erlendri yfirtöku á greininni. Höfundur er framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu og skipar 3. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Ferðamennska á Íslandi Reykjavíkurkjördæmi suður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Fyrir Covid var komin af stað réttmæt umræða um að rekstrarstaða margra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja væri slæm og hefði versnað. Hluti vandans var rakin till falls WOW en einnig til almenns rekstrarvanda í greininni og skakkrar samkeppnisstöðu. Umsvif erlendra ferðaskrifstofa var nánast í veldisvexti hér á landi fyrir Covid. Lítið sem ekkert var gert til að tryggja að þessi fyrirtæki færu eftir sömu kjarasamningum, lögum og reglum og innlendu fyrirtækin. Ekkert var heldur gert til að sporna við þessari þróun. Í mörgum löndum er t.d. krafa um að leiðsögumaður sem er búsettur og viðurkenndur af þarlendum stjórnvöldum sé til staðar í öllum skipulögðum hópferðum. Sameining og sjálfvirknivæðing Hinsvegar voru hér haldnir fundir og málþing sem mörg báru þann boðskap að sameining fyrirtækja og sjálfvirknivæðing væri nauðsynleg í ferðaþjónustu. Í þessu sambandi hefur oft verið vísað til arðsemisaukningar í sjávarútvegi þar sjálfvirknivæðing hefur verið gríðarleg og fyrirtæki hafa sameinast og orðið stærri og "öflugri." Það þarf ekki að tíunda að sú samþjöppun hefur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á byggðarþróun, skiptingu auðs og skuldsetningu greinarinnar sjálfrar. Það má þó segja að ógnin sem að þjóðarbúinu stafar af samþjöppun í sjávarútvegi sé minni en af samþjöppun í ferðaþjónustu. Í EES-samningum eru ákveðnar girðingar þegar kemur að eignarhaldi erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi. Engar slíkar girðingar eru þegar kemur að eignarhaldi ferðaþjónustufyrirtækja. Erlend yfirtaka? Það er ekkert sem segir að stór íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sem sum hver hafa á undanförnum árum keppst við að kaupa upp fjölda smærri fyrirtækja til að blása út efnahagsreikning sinn verði seld í heilu lagi til erlendra aðila. Hvar stöndum við þá? Skiptir það máli hvort innlendir eða erlendir aðilar eigi innviði íslenskrar ferðaþjónustu? Svarið er já, það skiptir verulegu máli fyrir menningarleg og efnahagsleg áhrif greinarinnar. Erlent fyrirtæki með starfsemi á Íslandi greiða skatta erlendis og geta þessvegna gert út starfsfólk, íslenskt eða erlent, með ráðningarsamband erlendis. Þá verður mun erfiðara fyrir íslensk stjórnvöld og verkalýðshreyfingu að hafa eftirlit með því að þeir sem starfa hér í ferðaþjónustu séu að vinna eftir gildandi kjarasamningum. Þetta mun skekkja enn frekar samkeppnisstöðu innlendra ferðaþjónustufyrirtækja gagnvart erlendum ferðaskrifstofum sem gera hér út nú þegar í stórum stíl. Ferðamálayfirvöld hafa ekki nýtt tímann í Covid til að vinna að því að efla samkeppnisstöðu innlendra ferðaþjónustufyrirtækja til framtíðar. Viðbrögð ferðamálayfirvalda fyrir og í Covid hafa fremur verið að leggja auknar kvaðir á innlend fyrirtæki sem stunda leyfisskylda starfsemi á sviði ferðþjónustu, krefjast árlega ítarlegri gagna til að viðhalda leyfum og sömu kvaðir lagðar á stór fyrirtæki og ör fyrirtæki. Samanburður við sjávarútveg Það er áhugavert að velta því fyrir sér, hverjar afleiðingarnar hefðu orðið af afskiptaleysi stjórnvalda í landhelgisdeilunni. Ef stjórnvöld hefðu litið fram hjá veiðum erlendra þjóða á landgrunninum en sett í staðinn íþyngjandi kvaðir á íslenska flotann – þær sömu á stórútgerðir og trillur! Hvatt til uppkaupa og sameingingar og svo bara beðið eftir því að erlendir aðilar hefðu keypt stórútgerðirnar upp. Ef þessi leið hefði verið farin er óumdeilt að efnahagsleg staða á Íslandi væri önnur í dag en hún er. Nú erum við með atvinnugrein sem í eðlilegu árferði skilar meiri gjaldeyristekjum og skapar fleiri störf en sjávarútvegur og hefur alla burði til þess að vera undirstaða hagsældar í landinu til framtíðar. En ferðamálayfirvöld eru uppteknari af því að sauma að litlum innlendum fyrirtækjum en að reyna að tryggja samkeppnisstöu innlendrar ferðaþjónustu fyrir ágangi erlendra fyrirtækja og finna leiðir til að sporna við erlendri yfirtöku á greininni. Höfundur er framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu og skipar 3. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar