„Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Snorri Másson skrifar 25. ágúst 2021 20:32 Guðni Bergsson forseti KSÍ. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. Guðni var í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í dag eftir að leikmannahópur íslenska liðsins var kynntur fyrir undankeppni Evrópumótsins. Þar var hann spurður út í ásakanir Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur á hendur KSÍ um að vita af kynferðisbrotum íþróttamanna innan sambandsins án þess að viðhafast í málinu. Þegar liðið var skipað núna, hafið þið þurft að líta til sögusagna eða annars slíks þegar þið eruð að velja lið? „Það má segja að eitthvað í kringum þessi mál hafi beint og óbeint blandast inn í einhverjar vangaveltur varðandi þetta verkefni sem fram undan er, án þess að hægt sé að tjá sig eitthvað frekar um það. Þessi mál eru líka dálítið þess eðlis að við getum ekki sagt allt sem myndi kannski skýra eitthvað og svo framvegis. Við allavega verðum bara að halda okkar striki og þeir gera það auðvitað þjálfararnir,“ sagði Guðni. „Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis,“ sagði Guðni. Guðni sagði að svör Hönnu Bjargar við yfirlýsingu KSÍ hafi ekki endilega verið málefnaleg. Þar sagði Hanna Björg fullum fetum að Guðni væri að segja ósatt þegar hann segðist ekki hafa frétt af umræddum málum. „KSÍ sýnir engan vilja til að axla ábyrgð, enga auðmýkt, samkennd, tengsl við raunveruleikann og sannleikann. Auðvitað vissu Guðni og forysta KSÍ af umræddu kynferðisofbeldi. Það eru of mörg sem vita að Guðni segir ósatt í yfirlýsingunni til að unnt sé að halda öðru fram,“ skrifaði Hanna í grein á Vísi. Guðni segir hins vegar að dyr KSÍ séu alltaf opnar fyrir alvarlegum ábendingum í ætt við þessar; og að þá sé tekið á þeim. Hér má sjá lengra viðtal við Guðna Bergsson: Klippa: Guðni Bergsson um ásakanir á hendur KSÍ Hér má sjá svör landsliðsþjálfarana um málefnið á blaðamannafundinum í dag: KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir Guðna og forystu KSÍ vita af umræddu kynferðisofbeldi „Í mínum huga eru viðbrögð KSÍ sorgleg. Börn og ungmenni eiga meira skilið en að alast upp við það gildi og menningu að ofbeldi sé ekki ámælisvert.“ Þetta segir í grein frá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar KÍ. Undir greinina skrifa einnig meðlimir í femínistahópnum Öfgum og hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Segja þær KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. 19. ágúst 2021 10:46 Arnar Þór hefur ekki rætt við Gylfa Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa rætt við Gylfa Þór Sigurðsson eftir að hann var handtekinn á Englandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 25. ágúst 2021 13:59 Eiður Smári um leyfið sitt: Held að ég hafi tekið á þessum málum Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, vildi lítið tjá sig um leyfið sem hann var settur í af KSÍ fyrr í sumar. 25. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Guðni var í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í dag eftir að leikmannahópur íslenska liðsins var kynntur fyrir undankeppni Evrópumótsins. Þar var hann spurður út í ásakanir Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur á hendur KSÍ um að vita af kynferðisbrotum íþróttamanna innan sambandsins án þess að viðhafast í málinu. Þegar liðið var skipað núna, hafið þið þurft að líta til sögusagna eða annars slíks þegar þið eruð að velja lið? „Það má segja að eitthvað í kringum þessi mál hafi beint og óbeint blandast inn í einhverjar vangaveltur varðandi þetta verkefni sem fram undan er, án þess að hægt sé að tjá sig eitthvað frekar um það. Þessi mál eru líka dálítið þess eðlis að við getum ekki sagt allt sem myndi kannski skýra eitthvað og svo framvegis. Við allavega verðum bara að halda okkar striki og þeir gera það auðvitað þjálfararnir,“ sagði Guðni. „Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis,“ sagði Guðni. Guðni sagði að svör Hönnu Bjargar við yfirlýsingu KSÍ hafi ekki endilega verið málefnaleg. Þar sagði Hanna Björg fullum fetum að Guðni væri að segja ósatt þegar hann segðist ekki hafa frétt af umræddum málum. „KSÍ sýnir engan vilja til að axla ábyrgð, enga auðmýkt, samkennd, tengsl við raunveruleikann og sannleikann. Auðvitað vissu Guðni og forysta KSÍ af umræddu kynferðisofbeldi. Það eru of mörg sem vita að Guðni segir ósatt í yfirlýsingunni til að unnt sé að halda öðru fram,“ skrifaði Hanna í grein á Vísi. Guðni segir hins vegar að dyr KSÍ séu alltaf opnar fyrir alvarlegum ábendingum í ætt við þessar; og að þá sé tekið á þeim. Hér má sjá lengra viðtal við Guðna Bergsson: Klippa: Guðni Bergsson um ásakanir á hendur KSÍ Hér má sjá svör landsliðsþjálfarana um málefnið á blaðamannafundinum í dag:
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir Guðna og forystu KSÍ vita af umræddu kynferðisofbeldi „Í mínum huga eru viðbrögð KSÍ sorgleg. Börn og ungmenni eiga meira skilið en að alast upp við það gildi og menningu að ofbeldi sé ekki ámælisvert.“ Þetta segir í grein frá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar KÍ. Undir greinina skrifa einnig meðlimir í femínistahópnum Öfgum og hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Segja þær KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. 19. ágúst 2021 10:46 Arnar Þór hefur ekki rætt við Gylfa Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa rætt við Gylfa Þór Sigurðsson eftir að hann var handtekinn á Englandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 25. ágúst 2021 13:59 Eiður Smári um leyfið sitt: Held að ég hafi tekið á þessum málum Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, vildi lítið tjá sig um leyfið sem hann var settur í af KSÍ fyrr í sumar. 25. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Segir Guðna og forystu KSÍ vita af umræddu kynferðisofbeldi „Í mínum huga eru viðbrögð KSÍ sorgleg. Börn og ungmenni eiga meira skilið en að alast upp við það gildi og menningu að ofbeldi sé ekki ámælisvert.“ Þetta segir í grein frá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar KÍ. Undir greinina skrifa einnig meðlimir í femínistahópnum Öfgum og hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Segja þær KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. 19. ágúst 2021 10:46
Arnar Þór hefur ekki rætt við Gylfa Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa rætt við Gylfa Þór Sigurðsson eftir að hann var handtekinn á Englandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 25. ágúst 2021 13:59
Eiður Smári um leyfið sitt: Held að ég hafi tekið á þessum málum Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, vildi lítið tjá sig um leyfið sem hann var settur í af KSÍ fyrr í sumar. 25. ágúst 2021 15:27