Því miður ekki bjartsýn á að allir komist á áfangastað Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 19:01 Rósa Björk Brynjólfsdóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Sigurjón Flóttamenn frá Afganistan gætu komið til Íslands strax á næstu dögum. Þingmaður Samfylkingarinnar kveðst því miður ekki bjartsýn á að allur hópurinn skili sér til Íslands. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að tekið yrði á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan vegna þess ástands sem skapast hefur í landinu eftir valdatöku Talíbana. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur þó aðeins náðst samband við á fjórða tug manns úr flóttamannahópnum, þar af séu einhverjir komnir á flugvöllinn í Kabúl. Þeir séu þó fáir. Tíminn til að fá fólkið til Íslands sé naumur en algjör óvissa ríkir um hvort hægt verði að koma fólki úr landi eftir 31. ágúst, þegar erlent herlið þarf að vera farið frá Afganistan. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir fyrst og fremst eiga að taka á móti flóttamönnum frá Afganistan sem starfað hafa með Íslendingum á alþjóðavettvangi. Mikilvægt sé að taka á vandanum í gegnum formlegt flóttamannakerfi. „En við ýtum ekki undir að menn reyni að fara fram hjá því kerfi því þá erum við að ýta undir mjög hættulega starfsemi, eins og að jafnvel Talíbanar fari að senda fólk af stað í hættuför,“ segir Sigmundur. Bendir á vonbrigði Afgana á Íslandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir það jákvæð fyrstu skref að taka á móti hundrað og tuttugu Afgönum. „En ég minni líka á að afganskir Íslendingar sem búa hér á landi urðu fyrir vonbrigðum með þessa tölu, hefðu viljað sjá fleiri lofað því að vera fluttir hingað til lands og minna á það neyðarástand sem ríkir í Afganistan, og að það sé ekki verið að opna á fjölda fólks sem býr við neyðarástand akkúrat núna.“ Tafir hafa orðið á móttöku flóttamanna í fyrra og í ár, sem stjórnvöld skrifa á faraldur Covid-19. Enn stendur til að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum fyrir árið 2020 og hundrað í ár. Rósa setur fyrirvara við að allir Afganarnir komist á áfangastað. „Því miður er ég ekki mjög bjartsýn vegna þess að það er mikil óvissa og glundroði sem ríkir í Afganistan. Og eins og réttilega þú nefnir þá hafa hin Norðurlöndin tekið á móti kvótaflóttamönnum þrátt fyrir heimsfaraldur en Ísland ekki. Og nú er mánuður til kosninga og alls óvíst hvernig þessum loforðum mun reiða af á næstu vikum, því miður,“ segir Rósa. Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mun ekki fresta brottför frá Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan. 24. ágúst 2021 21:40 Airbnb býður afgönsku flóttafólki fría gistingu Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur tilkynnt að hún muni taka á móti 20 þúsund afgönskum flóttamönnum gjaldfrjálst til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum um allan heim. 24. ágúst 2021 19:46 Ákvörðun stjórnvalda vonbrigði fyrir afganska Íslendinga Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði. 24. ágúst 2021 19:44 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að tekið yrði á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan vegna þess ástands sem skapast hefur í landinu eftir valdatöku Talíbana. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur þó aðeins náðst samband við á fjórða tug manns úr flóttamannahópnum, þar af séu einhverjir komnir á flugvöllinn í Kabúl. Þeir séu þó fáir. Tíminn til að fá fólkið til Íslands sé naumur en algjör óvissa ríkir um hvort hægt verði að koma fólki úr landi eftir 31. ágúst, þegar erlent herlið þarf að vera farið frá Afganistan. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir fyrst og fremst eiga að taka á móti flóttamönnum frá Afganistan sem starfað hafa með Íslendingum á alþjóðavettvangi. Mikilvægt sé að taka á vandanum í gegnum formlegt flóttamannakerfi. „En við ýtum ekki undir að menn reyni að fara fram hjá því kerfi því þá erum við að ýta undir mjög hættulega starfsemi, eins og að jafnvel Talíbanar fari að senda fólk af stað í hættuför,“ segir Sigmundur. Bendir á vonbrigði Afgana á Íslandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir það jákvæð fyrstu skref að taka á móti hundrað og tuttugu Afgönum. „En ég minni líka á að afganskir Íslendingar sem búa hér á landi urðu fyrir vonbrigðum með þessa tölu, hefðu viljað sjá fleiri lofað því að vera fluttir hingað til lands og minna á það neyðarástand sem ríkir í Afganistan, og að það sé ekki verið að opna á fjölda fólks sem býr við neyðarástand akkúrat núna.“ Tafir hafa orðið á móttöku flóttamanna í fyrra og í ár, sem stjórnvöld skrifa á faraldur Covid-19. Enn stendur til að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum fyrir árið 2020 og hundrað í ár. Rósa setur fyrirvara við að allir Afganarnir komist á áfangastað. „Því miður er ég ekki mjög bjartsýn vegna þess að það er mikil óvissa og glundroði sem ríkir í Afganistan. Og eins og réttilega þú nefnir þá hafa hin Norðurlöndin tekið á móti kvótaflóttamönnum þrátt fyrir heimsfaraldur en Ísland ekki. Og nú er mánuður til kosninga og alls óvíst hvernig þessum loforðum mun reiða af á næstu vikum, því miður,“ segir Rósa.
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mun ekki fresta brottför frá Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan. 24. ágúst 2021 21:40 Airbnb býður afgönsku flóttafólki fría gistingu Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur tilkynnt að hún muni taka á móti 20 þúsund afgönskum flóttamönnum gjaldfrjálst til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum um allan heim. 24. ágúst 2021 19:46 Ákvörðun stjórnvalda vonbrigði fyrir afganska Íslendinga Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði. 24. ágúst 2021 19:44 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Mun ekki fresta brottför frá Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan. 24. ágúst 2021 21:40
Airbnb býður afgönsku flóttafólki fría gistingu Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur tilkynnt að hún muni taka á móti 20 þúsund afgönskum flóttamönnum gjaldfrjálst til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum um allan heim. 24. ágúst 2021 19:46
Ákvörðun stjórnvalda vonbrigði fyrir afganska Íslendinga Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði. 24. ágúst 2021 19:44