Tvöfalt heilbrigðiskerfi í boði ráðherra Unnur Pétursdóttir skrifar 26. ágúst 2021 09:31 Nú hefur það raungerst sem Félag sjúkraþjálfara hefur ítrekað bent heilbrigðisráðaherra á frá síðustu áramótum: Innan sjúkraþjálfunar hefur myndast tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt fyrir þá sem eru svo heppnir að komast að hjá sjúkraþjálfurum sem eru í viðskiptasambandi við Sjúkratryggingar Íslands, og njóta þeirra niðurgreiðslu sem sjúkratryggðir eiga rétt á. Annað fyrir þá sem ekki komast þar að. Því fólki stendur til boða að leita til nýútskrifaðra sjúkraþjálfara til að fá bót meina sinna. Slíku fylgir að greiða þarf fyrir þá heilbrigðisþjónustu fullu verði, þótt viðkomandi sé sjúkratryggður hér á landi og eigi rétt á niðurgreiðslu. Ljóst er að ekki hafa allir efni á því og þar með hefur myndast tvöfalt kerfi þar sem hinir efnameiri geta fengið þjónustu fyrr vegna greiðslugetu sinnar. Engin fagleg rök Heilbrigðisráðherra ákvað um sl. áramót með reglugerð að Sjúkratryggingum Íslands yrði ekki lengur heimilt að niðurgreiða þjónustu sjúkraþjálfara sem hefðu skemmri starfsreynslu en tvö ár. Sérhver sjúkraþjálfari með íslenskt starfsleyfi hefur verið metinn hæfur til að starfa sem slíkur af Embætti Landlæknis og er þessi ákvörðun því með öllu óskiljanleg, fagleg rök eru engin. Félag sjúkraþjálfara hefur frá upphafi dregið lögmæti þessa ákvæðis í efa. Afleiðingar þessarar ákvörðunar eru nú að koma í ljós. Þjónustuþörfin er mikil og nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar bjóða nú þjónustu sína á nokkrum stofum sjúkraþjálfara utan þess greiðslukerfis sem flestir eru sammála um að eigi að vera sameiginlegt og aðgengilegt öllum landsmönnum. Tilkynningar þessara stofa eru nokkuð á einn veg, t.d. þessi af Facebook-síðu stofu þar sem um 400 manns eru á biðlista: „Þess ber að geta að samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu fyrir sjúkraþjálfun þá nær endurgreiðslan ekki til þjónustu sjúkraþjálfara sem hafa minna en 2 ára starfsreynslu. Þar af leiðandi munu skjólstæðingar þeirra ekki njóta niðurgeiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands. NN mun því starfa utan greiðsluþátttökukerfis stjórnvalda. Því viljum við beina því til ykkar að ef þið viljið komast fyrr að þá getið þið bókað tíma hjá NN“. Hugsanlega leitað til dómstóla Ríkisvaldið þarf að átta sig á því að með hækkandi aldri þjóðarinnar mun þörf fyrir sjúkraþjálfun aukast verulega á næstu árum og áratugum og því nauðsynlegt að gera ráð fyrir aukinni sjúkraþjálfun í fjárlögum. Margsannað er að sjúkraþjálfun, sem er tiltölulega ódýrt úrræði, seinkar verulega þörf eldra fólks fyrir umfangsmeiri og dýrari þjónustu, eins og berlega kom fram á Heilbrigðisþingi sem heilbrigðisráðherra stóð fyrir nýverið. Tryggja þarf að Sjúkratryggingar Íslands geti gert ásættanlegan samning um þjónustuna. Brýnast er þó í augnablikinu að afnema ákvæði reglugerðar um 2 ára starfsreynslu sjúkraþjálfara, enda styðst það ekki við nein fagleg rök. Að óbreyttu þarf Félag sjúkraþjálfara að fá skorið úr því fyrir dómstólum hvort þetta íþyngjandi ákvæði reglugerðarinnar standist lög. Vonandi afnemur ráðherra ákvæðið áður en til þess kemur. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Heilbrigðismál Tryggingar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Nú hefur það raungerst sem Félag sjúkraþjálfara hefur ítrekað bent heilbrigðisráðaherra á frá síðustu áramótum: Innan sjúkraþjálfunar hefur myndast tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt fyrir þá sem eru svo heppnir að komast að hjá sjúkraþjálfurum sem eru í viðskiptasambandi við Sjúkratryggingar Íslands, og njóta þeirra niðurgreiðslu sem sjúkratryggðir eiga rétt á. Annað fyrir þá sem ekki komast þar að. Því fólki stendur til boða að leita til nýútskrifaðra sjúkraþjálfara til að fá bót meina sinna. Slíku fylgir að greiða þarf fyrir þá heilbrigðisþjónustu fullu verði, þótt viðkomandi sé sjúkratryggður hér á landi og eigi rétt á niðurgreiðslu. Ljóst er að ekki hafa allir efni á því og þar með hefur myndast tvöfalt kerfi þar sem hinir efnameiri geta fengið þjónustu fyrr vegna greiðslugetu sinnar. Engin fagleg rök Heilbrigðisráðherra ákvað um sl. áramót með reglugerð að Sjúkratryggingum Íslands yrði ekki lengur heimilt að niðurgreiða þjónustu sjúkraþjálfara sem hefðu skemmri starfsreynslu en tvö ár. Sérhver sjúkraþjálfari með íslenskt starfsleyfi hefur verið metinn hæfur til að starfa sem slíkur af Embætti Landlæknis og er þessi ákvörðun því með öllu óskiljanleg, fagleg rök eru engin. Félag sjúkraþjálfara hefur frá upphafi dregið lögmæti þessa ákvæðis í efa. Afleiðingar þessarar ákvörðunar eru nú að koma í ljós. Þjónustuþörfin er mikil og nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar bjóða nú þjónustu sína á nokkrum stofum sjúkraþjálfara utan þess greiðslukerfis sem flestir eru sammála um að eigi að vera sameiginlegt og aðgengilegt öllum landsmönnum. Tilkynningar þessara stofa eru nokkuð á einn veg, t.d. þessi af Facebook-síðu stofu þar sem um 400 manns eru á biðlista: „Þess ber að geta að samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu fyrir sjúkraþjálfun þá nær endurgreiðslan ekki til þjónustu sjúkraþjálfara sem hafa minna en 2 ára starfsreynslu. Þar af leiðandi munu skjólstæðingar þeirra ekki njóta niðurgeiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands. NN mun því starfa utan greiðsluþátttökukerfis stjórnvalda. Því viljum við beina því til ykkar að ef þið viljið komast fyrr að þá getið þið bókað tíma hjá NN“. Hugsanlega leitað til dómstóla Ríkisvaldið þarf að átta sig á því að með hækkandi aldri þjóðarinnar mun þörf fyrir sjúkraþjálfun aukast verulega á næstu árum og áratugum og því nauðsynlegt að gera ráð fyrir aukinni sjúkraþjálfun í fjárlögum. Margsannað er að sjúkraþjálfun, sem er tiltölulega ódýrt úrræði, seinkar verulega þörf eldra fólks fyrir umfangsmeiri og dýrari þjónustu, eins og berlega kom fram á Heilbrigðisþingi sem heilbrigðisráðherra stóð fyrir nýverið. Tryggja þarf að Sjúkratryggingar Íslands geti gert ásættanlegan samning um þjónustuna. Brýnast er þó í augnablikinu að afnema ákvæði reglugerðar um 2 ára starfsreynslu sjúkraþjálfara, enda styðst það ekki við nein fagleg rök. Að óbreyttu þarf Félag sjúkraþjálfara að fá skorið úr því fyrir dómstólum hvort þetta íþyngjandi ákvæði reglugerðarinnar standist lög. Vonandi afnemur ráðherra ákvæðið áður en til þess kemur. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar