Arður af orku til þjóðar Hörður Arnarson skrifar 26. ágúst 2021 10:30 Orkufyrirtæki þjóðarinnar er óðum að leggja erfiðleika heimsfaraldursins að baki. Afkoma Landsvirkjunar fyrstu 6 mánuði ársins ber þess glöggt vitni. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hækkaði um tæp 36% frá sama tíma í fyrra og skuldir lækkuðu jafnframt um 10,4 milljarða króna. Matsfyrirtækið S&P staðfesti þennan viðsnúning með því að hækka lánshæfiseinkunn okkar um einn flokk í júní. Góð afkoma Landsvirkjunar skiptir þjóðina alla miklu máli. Vinnsla orku úr endurnýjanlegum auðlindum okkar á að skapa hagnað, sem þjóðin getur nýtt til ýmissa þarfra verka. Lækkun skulda þrátt fyrir fjárfestingar Við höfum unnið að því hörðum höndum að bæta arðsemi fyrirtækisins. Einn liður í því var að lækka skuldir þess verulega. Fyrirtækið var skuldsett eftir mikla og hraða uppbyggingu til að mæta þörf fyrir raforku. Þjóðin tók því uppbyggingarskeiði af þolinmæði, sem og þeim árum sem við nýttum hagnað af rekstri til að lækka skuldir. Á síðustu tíu árum hafa skuldirnar alls lækkað um 155 milljarða króna, þrátt fyrir að við höfum á sama tíma fjárfest í orkuinnviðum fyrir sambærilega upphæð. Nú er hins vegar svo komið að þjóðin nýtur arðs af þessari auðlind sinni með beinum hætti: Með 10 milljarða króna arðgreiðslu í ríkissjóð árið 2020 og 6,5 milljörðum í ár, þrátt fyrir þrengingar heimsfaraldurs. Fyrirsjáanlegt er að arðgreiðslurnar munu hækka enn frekar á næstu árum. Sanngjarnt verð fyrir auðlindina Einn mikilvægasti liðurinn í rekstrinum er auðvitað verðlagning raforkunnar. Þar stöndum við vel að vígi, í samkeppninni við aðrar þjóðir. Við erum með samkeppnishæft orkuverð í landi þar sem hæft starfsfólk og góðir innviðir laða til sín rekstur, sem annars myndi leita hófanna annars staðar. Þannig fáum við ný tækifæri og nýsköpun inn í íslenskt efnahagslíf. Beinn hagur þjóðar Hlutverk Landsvirkjunar er skýrt: Við hámörkum afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er treyst fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Fyrirtækið er loks í stakk búið til að greiða þjóðinni það sem henni ber. Í lagafrumvarpi um svokallaðan Þjóðarsjóð er tekið fram að hann skuli vera varasjóður ef Ísland verði fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum. Stærsti hluti framlags í sjóðinn á að koma í gegnum arðgreiðslur Landsvirkjunar. Í frumvarpinu eru ákvæði til bráðabirgða um að fjármagni skuli ráðstafað í byrjun til uppbyggingar hjúkrunarrýma og eflingar nýsköpunar atvinnuveganna. Ef stofnun sjóðsins gengur eftir verður hagur þjóðarinnar af orkuauðlindinni áþreifanlegur. En jafnvel þótt arðurinn renni ekki í sérstakan Þjóðarsjóð er ljóst að hann mun nýtast t.d. mennta- og heilbrigðiskerfi okkar, eins og vera ber. Tökum vel á móti framtíðinni Landsvirkjun hefur gegnt mikilvægu hlutverki í rúma hálfa öld og mun gegna áfram. Á næstu árum og áratugum verður verkefni orkufyrirtækis þjóðarinnar að vera leiðandi í orkuskiptum, t.d. með framleiðslu rafeldsneytis. Við ætlum að nýta grænu orkuna okkar til að losa okkur við bensín og olíur, leggja grunn að matvælaframleiðslu framtíðar og ýmiss konar grænum iðnaði sem styður við markmið okkar í loftslagsmálum. Landsvirkjun verður kolefnishlutlaust fyrirtæki árið 2025 og mun áfram leggja sitt af mörkum til að markmið Orkustefnu stjórnvalda verði náð. Við ætlum að taka vel á móti framtíðinni, okkur öllum til hagsbóta. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Orkufyrirtæki þjóðarinnar er óðum að leggja erfiðleika heimsfaraldursins að baki. Afkoma Landsvirkjunar fyrstu 6 mánuði ársins ber þess glöggt vitni. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hækkaði um tæp 36% frá sama tíma í fyrra og skuldir lækkuðu jafnframt um 10,4 milljarða króna. Matsfyrirtækið S&P staðfesti þennan viðsnúning með því að hækka lánshæfiseinkunn okkar um einn flokk í júní. Góð afkoma Landsvirkjunar skiptir þjóðina alla miklu máli. Vinnsla orku úr endurnýjanlegum auðlindum okkar á að skapa hagnað, sem þjóðin getur nýtt til ýmissa þarfra verka. Lækkun skulda þrátt fyrir fjárfestingar Við höfum unnið að því hörðum höndum að bæta arðsemi fyrirtækisins. Einn liður í því var að lækka skuldir þess verulega. Fyrirtækið var skuldsett eftir mikla og hraða uppbyggingu til að mæta þörf fyrir raforku. Þjóðin tók því uppbyggingarskeiði af þolinmæði, sem og þeim árum sem við nýttum hagnað af rekstri til að lækka skuldir. Á síðustu tíu árum hafa skuldirnar alls lækkað um 155 milljarða króna, þrátt fyrir að við höfum á sama tíma fjárfest í orkuinnviðum fyrir sambærilega upphæð. Nú er hins vegar svo komið að þjóðin nýtur arðs af þessari auðlind sinni með beinum hætti: Með 10 milljarða króna arðgreiðslu í ríkissjóð árið 2020 og 6,5 milljörðum í ár, þrátt fyrir þrengingar heimsfaraldurs. Fyrirsjáanlegt er að arðgreiðslurnar munu hækka enn frekar á næstu árum. Sanngjarnt verð fyrir auðlindina Einn mikilvægasti liðurinn í rekstrinum er auðvitað verðlagning raforkunnar. Þar stöndum við vel að vígi, í samkeppninni við aðrar þjóðir. Við erum með samkeppnishæft orkuverð í landi þar sem hæft starfsfólk og góðir innviðir laða til sín rekstur, sem annars myndi leita hófanna annars staðar. Þannig fáum við ný tækifæri og nýsköpun inn í íslenskt efnahagslíf. Beinn hagur þjóðar Hlutverk Landsvirkjunar er skýrt: Við hámörkum afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er treyst fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Fyrirtækið er loks í stakk búið til að greiða þjóðinni það sem henni ber. Í lagafrumvarpi um svokallaðan Þjóðarsjóð er tekið fram að hann skuli vera varasjóður ef Ísland verði fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum. Stærsti hluti framlags í sjóðinn á að koma í gegnum arðgreiðslur Landsvirkjunar. Í frumvarpinu eru ákvæði til bráðabirgða um að fjármagni skuli ráðstafað í byrjun til uppbyggingar hjúkrunarrýma og eflingar nýsköpunar atvinnuveganna. Ef stofnun sjóðsins gengur eftir verður hagur þjóðarinnar af orkuauðlindinni áþreifanlegur. En jafnvel þótt arðurinn renni ekki í sérstakan Þjóðarsjóð er ljóst að hann mun nýtast t.d. mennta- og heilbrigðiskerfi okkar, eins og vera ber. Tökum vel á móti framtíðinni Landsvirkjun hefur gegnt mikilvægu hlutverki í rúma hálfa öld og mun gegna áfram. Á næstu árum og áratugum verður verkefni orkufyrirtækis þjóðarinnar að vera leiðandi í orkuskiptum, t.d. með framleiðslu rafeldsneytis. Við ætlum að nýta grænu orkuna okkar til að losa okkur við bensín og olíur, leggja grunn að matvælaframleiðslu framtíðar og ýmiss konar grænum iðnaði sem styður við markmið okkar í loftslagsmálum. Landsvirkjun verður kolefnishlutlaust fyrirtæki árið 2025 og mun áfram leggja sitt af mörkum til að markmið Orkustefnu stjórnvalda verði náð. Við ætlum að taka vel á móti framtíðinni, okkur öllum til hagsbóta. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar