„Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Snorri Másson skrifar 26. ágúst 2021 12:04 Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hefur verið harðorð í garð forystu KSÍ og hún er óánægð með ummæli formannsins í gær. Vísir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. Hanna Björg hefur skrifað greinar á Vísi í mánuðinum þar sem hún vísar til sögusagna af alvarlegu kynferðisofbeldi af hálfu leikmanna landsliðsins. Þar eru leikmennirnir ekki nafngreindir en Hanna telur KSÍ hafa vitneskju um málin. Sambandið eigi því að bregðast við. Guðni Bergsson formaður sambandsins sagði í viðtali við fréttastofu í gær að mál af þessum toga væru ekki á borði sambandsins á þessari stundu en að ef þau væru það yrði brugðist við þeim. „Þeir ætla bara að standa fast við sína, ég kalla þetta afneitun. Og eru ekki reiðubúnir til að bregðast við, axla ábyrgð með einhverjum hætti, standa með þolendum og það er auðvitað í stóra samhenginu, þeir ætla að halda áfram að vera hluti af vandanum,“ sagði Hanna Björg í hádegisfréttum Bylgjunnar. Guðni sagði í gær að KSÍ vildi ekki hafa ofbeldi innan hreyfingarinnar. Hanna Björg: „Sko, það er pínu eins og hann vilji það samt sko, af því að hann er ekki tilbúinn til að axla ábyrgð. Hann segir að hann hafi ekki fengið neinar ábendingar, var þetta eitthvað annað en ábending frá mér í fyrsta pistlinum? Það er rosa skrýtið að horfa á manninn ljúga svona upp í opið geðið á þjóðinni, ég verð bara að segja það.“ Afneitun og meðvirkni Hanna Björg gerir þá athugasemd við orð Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara sem hann lét falla í viðtali við Stöð 2 í gær, um að í þessum málum sé sannleikurinn ekki alltaf til vinstri eða hægri heldur stundum í miðjunni. „Þetta er blaut tuska í andlitið á þolendum. Þetta er eins og að segja að nauðgun sé að fara yfir mörk, þegar við erum að tala bara um líkamsárás. Þetta er alveg skelfileg normalísering á ofbeldi gegn konum,“ segir Hanna. Hún segir meðvirkni ráða för. „Það er afneitun á náttúrulega því að þarna sé bara hrikaleg mál í gangi og hafa gerst, hrikaleg mál, sem eru hluti af stærra samhengi. Þetta snýst náttúrulega ekki bara um KSÍ. Þetta snýst um samfélagið allt.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. 25. ágúst 2021 20:32 KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hans fólk Knattspyrnusamband Íslands hefur verið í sambandi við Gylfa Þór Sigurðsson og fjölskyldu hans. 26. ágúst 2021 11:31 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Hanna Björg hefur skrifað greinar á Vísi í mánuðinum þar sem hún vísar til sögusagna af alvarlegu kynferðisofbeldi af hálfu leikmanna landsliðsins. Þar eru leikmennirnir ekki nafngreindir en Hanna telur KSÍ hafa vitneskju um málin. Sambandið eigi því að bregðast við. Guðni Bergsson formaður sambandsins sagði í viðtali við fréttastofu í gær að mál af þessum toga væru ekki á borði sambandsins á þessari stundu en að ef þau væru það yrði brugðist við þeim. „Þeir ætla bara að standa fast við sína, ég kalla þetta afneitun. Og eru ekki reiðubúnir til að bregðast við, axla ábyrgð með einhverjum hætti, standa með þolendum og það er auðvitað í stóra samhenginu, þeir ætla að halda áfram að vera hluti af vandanum,“ sagði Hanna Björg í hádegisfréttum Bylgjunnar. Guðni sagði í gær að KSÍ vildi ekki hafa ofbeldi innan hreyfingarinnar. Hanna Björg: „Sko, það er pínu eins og hann vilji það samt sko, af því að hann er ekki tilbúinn til að axla ábyrgð. Hann segir að hann hafi ekki fengið neinar ábendingar, var þetta eitthvað annað en ábending frá mér í fyrsta pistlinum? Það er rosa skrýtið að horfa á manninn ljúga svona upp í opið geðið á þjóðinni, ég verð bara að segja það.“ Afneitun og meðvirkni Hanna Björg gerir þá athugasemd við orð Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara sem hann lét falla í viðtali við Stöð 2 í gær, um að í þessum málum sé sannleikurinn ekki alltaf til vinstri eða hægri heldur stundum í miðjunni. „Þetta er blaut tuska í andlitið á þolendum. Þetta er eins og að segja að nauðgun sé að fara yfir mörk, þegar við erum að tala bara um líkamsárás. Þetta er alveg skelfileg normalísering á ofbeldi gegn konum,“ segir Hanna. Hún segir meðvirkni ráða för. „Það er afneitun á náttúrulega því að þarna sé bara hrikaleg mál í gangi og hafa gerst, hrikaleg mál, sem eru hluti af stærra samhengi. Þetta snýst náttúrulega ekki bara um KSÍ. Þetta snýst um samfélagið allt.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. 25. ágúst 2021 20:32 KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hans fólk Knattspyrnusamband Íslands hefur verið í sambandi við Gylfa Þór Sigurðsson og fjölskyldu hans. 26. ágúst 2021 11:31 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
„Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. 25. ágúst 2021 20:32
KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hans fólk Knattspyrnusamband Íslands hefur verið í sambandi við Gylfa Þór Sigurðsson og fjölskyldu hans. 26. ágúst 2021 11:31