Þrjú rauð spjöld á loft þegar KR endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2021 21:22 KR-ingar unnu öruggan sigur í fjörugum leik gegn Aftureldingu í toppslag Lengjudeildarinnar í kvöld. Vísir/Hulda Heil umferð var á dagskrá í Lengjudeild kvenna í kvöld. KR-ingar unnu Aftureldingu 3-0 í toppslag deildarinnar þar sem að þrjú rauð spjöld fóru á loft, Grótta vann 2-1 sigur á Aftureldingu, Haukar unnu Augnablik 3-2, Víkingur vann 4-1 sigur gegn ÍA og Grindvíkingar gerðu 4-4 jafntefli gegn FH. Unnur Elva Traustadóttir kom KR-ingum yfir eftir hálftíma leik og Aideen Hogan Keane tvöfaldaði forystuna snemma í seinni hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fengu KR-ingar vítaspyrnu. Eva Ýr Helgadóttir varði spyrnuna, en dómari leiksins lét endurtaka spyrnuna þar sem að hann hafði ekki flautað vítið á. Laufey Björnsdóttir tók þá seinni spyrnuna og skoraði af öryggi og tryggði KR 3-0 sigur. Nokkrum mínútum fyrir leikslok varð mikið fjaðrafok þegar að Aideen Hogan Keane fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt. Gísli Þór Einarsson, aðstoðarþjálfari KR, var eitthvað ósáttur við dóminn og lét í sér heyra. Fyrir það fékk hann að líta beint rautt spjald. Anna Bára Másdóttir, liðsstjóri Aftureldingar, var einnig eitthvað ósátt og hún fékk líka að fara snemma í bað fyrir kjaftbrúk. Það breytti því ekki að KR sigraði 3-0 og endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar. FH-ingar misstigu sig í toppbaráttunni þegar að þær heimsóttu Grindvíkinga. Christabel Oduro kom Grinvíkingum yfir snemma leiks áður en Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði í sitthvort markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan því 2-1 Grindavík í vil þegar gengið var til búningsherbergja. Arna Sigurðardóttir jafnaði metin fyrir FH snemma í seinni hálfleik áður en Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir kom gestunum í 3-2. Mörk frá Unni Stefánsdóttur og Christabel Oduro sveifluðu forystunni aftur til heimakvenna, en Sandra Nabweteme tryggði FH-ingum 4-4 jafntefli þegar stutt var til leiksloka. Í leik HK og Gróttu voru öll þrjú mörk leiksins skoruð í seinni hálfleik. María Lovísa Jónasdóttir koma Gróttu í 1-0 áður en Danielle Marcano jafnaði metin tíu mínútum fyrir leikslok. Það stefndi allt í jafntefli í Kópavoginum, en Tinna Jónsdóttir sá til þess að Grótta tók stigin þrjú með sér á Seltjarnarnesið með marki á 89. mínútu. Dana Joy Scheriff kom ÍA í 1-0 forystu gegn Víking R. á 22. mínútu og þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. Dagný Rún Pétursdóttir og Hulda Ösp Ágústsdóttir komu Víkingum í 2-1 með sitthvoru markinu, og tvö mörk frá Nadíu Atladóttir tryggðu Víkingum 4-1 sigur. Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna KR Afturelding Haukar Grótta Grindavík FH Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Unnur Elva Traustadóttir kom KR-ingum yfir eftir hálftíma leik og Aideen Hogan Keane tvöfaldaði forystuna snemma í seinni hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fengu KR-ingar vítaspyrnu. Eva Ýr Helgadóttir varði spyrnuna, en dómari leiksins lét endurtaka spyrnuna þar sem að hann hafði ekki flautað vítið á. Laufey Björnsdóttir tók þá seinni spyrnuna og skoraði af öryggi og tryggði KR 3-0 sigur. Nokkrum mínútum fyrir leikslok varð mikið fjaðrafok þegar að Aideen Hogan Keane fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt. Gísli Þór Einarsson, aðstoðarþjálfari KR, var eitthvað ósáttur við dóminn og lét í sér heyra. Fyrir það fékk hann að líta beint rautt spjald. Anna Bára Másdóttir, liðsstjóri Aftureldingar, var einnig eitthvað ósátt og hún fékk líka að fara snemma í bað fyrir kjaftbrúk. Það breytti því ekki að KR sigraði 3-0 og endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar. FH-ingar misstigu sig í toppbaráttunni þegar að þær heimsóttu Grindvíkinga. Christabel Oduro kom Grinvíkingum yfir snemma leiks áður en Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði í sitthvort markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan því 2-1 Grindavík í vil þegar gengið var til búningsherbergja. Arna Sigurðardóttir jafnaði metin fyrir FH snemma í seinni hálfleik áður en Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir kom gestunum í 3-2. Mörk frá Unni Stefánsdóttur og Christabel Oduro sveifluðu forystunni aftur til heimakvenna, en Sandra Nabweteme tryggði FH-ingum 4-4 jafntefli þegar stutt var til leiksloka. Í leik HK og Gróttu voru öll þrjú mörk leiksins skoruð í seinni hálfleik. María Lovísa Jónasdóttir koma Gróttu í 1-0 áður en Danielle Marcano jafnaði metin tíu mínútum fyrir leikslok. Það stefndi allt í jafntefli í Kópavoginum, en Tinna Jónsdóttir sá til þess að Grótta tók stigin þrjú með sér á Seltjarnarnesið með marki á 89. mínútu. Dana Joy Scheriff kom ÍA í 1-0 forystu gegn Víking R. á 22. mínútu og þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. Dagný Rún Pétursdóttir og Hulda Ösp Ágústsdóttir komu Víkingum í 2-1 með sitthvoru markinu, og tvö mörk frá Nadíu Atladóttir tryggðu Víkingum 4-1 sigur.
Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna KR Afturelding Haukar Grótta Grindavík FH Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira