Óvíst hvað staðan í Kabúl þýðir fyrir flóttafólk frá Afganistan Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 28. ágúst 2021 16:31 Afganir bíða þess þarna að komast upp í rútu eftir að hafa lent á Washington Dulles-flugvelli í Virginíu í Bandaríkjunum. Tækifærum til þess að komast frá Afganistan fer nú fækkandi. AP/Jose Luis Magana Vonir milljóna manna í Afganistan um að komast úr landinu dvína hratt, nú þegar loftbrúin er að lokast og Talíbanar náð tökum á stærstum hluta flugvallarins. Stjórnvöld víða um heim segjast miður sín yfir að þurfa að skilja fólk eftir. Flestar þjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa hætt eða stefna á að ljúka brottflutningi á næstu klukkustundum og bandarískt herlið verður allt farið úr landi á þriðjudag. Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru nú komnar hingað til lands. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem fyrirhugað er að komi hingað til lands. „Það komu tvær fjölskyldur hingað til lands í gær. Alls sex manns,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við fréttastofu. Ekki hægt að fullyrða að vonin sé úti Sveinn segir ekki liggja fyrir hvaða þýðingu það hefur að loftbrúin sé að lokast og liðsaflinn á flugvellinum sé á leið burt. „Við höfum ráðið því fólki sem við höfum verið í sambandi við úti í Afganistan eindregið frá því að fara á flugvöllinn eða reyna að komast þangað. Aðstæður eru mjög hættulegar þannig að það ætti enginn að reyna það einu sinni. En hvað gerist í framhaldinu, þar ræður miklu framganga þeirra sem stjórna landinu en íslensk stjórnvöld eru ekki í aðstöðu til þess að fara út og ná í fólk.“ Íslensk stjórnvöld hafi alltaf reitt sig á samstarf við vinaþjóðir í þeim efnum, samstarf sem nú sé ekki til að dreifa. „Framhaldið verður bara að koma í ljós það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerist á næstu dögum og vikum.“ Hann segir þó ekki hægt að fullyrða að öll von sé úti fyrir það fólk sem á að koma hingað til lands frá Afganistan. „Ég held það sé ekki hægt að fullyrða neitt um það. Auðvitað er staðan mun flóknari núna þegar loftbrúin er ekki lengur til staðar. En við minnum líka á að samkvæmt viðmiðum flóttamannanefndar þá hafa íslensk stjórnvöld lýst því yfir að þau muni taka til dæmis á móti starfsfólki NATO í Afganistan og fjölskyldum þeirra. Sá hópur gæti orðið að minnsta kosti 20 manns. Hann mun að mestu vera kominn úr landi og allar líkur á að hann geti komið hingað til lands á næstunni,“ segir Sveinn. Afganistan Utanríkismál NATO Tengdar fréttir Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Flestar þjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa hætt eða stefna á að ljúka brottflutningi á næstu klukkustundum og bandarískt herlið verður allt farið úr landi á þriðjudag. Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru nú komnar hingað til lands. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem fyrirhugað er að komi hingað til lands. „Það komu tvær fjölskyldur hingað til lands í gær. Alls sex manns,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við fréttastofu. Ekki hægt að fullyrða að vonin sé úti Sveinn segir ekki liggja fyrir hvaða þýðingu það hefur að loftbrúin sé að lokast og liðsaflinn á flugvellinum sé á leið burt. „Við höfum ráðið því fólki sem við höfum verið í sambandi við úti í Afganistan eindregið frá því að fara á flugvöllinn eða reyna að komast þangað. Aðstæður eru mjög hættulegar þannig að það ætti enginn að reyna það einu sinni. En hvað gerist í framhaldinu, þar ræður miklu framganga þeirra sem stjórna landinu en íslensk stjórnvöld eru ekki í aðstöðu til þess að fara út og ná í fólk.“ Íslensk stjórnvöld hafi alltaf reitt sig á samstarf við vinaþjóðir í þeim efnum, samstarf sem nú sé ekki til að dreifa. „Framhaldið verður bara að koma í ljós það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerist á næstu dögum og vikum.“ Hann segir þó ekki hægt að fullyrða að öll von sé úti fyrir það fólk sem á að koma hingað til lands frá Afganistan. „Ég held það sé ekki hægt að fullyrða neitt um það. Auðvitað er staðan mun flóknari núna þegar loftbrúin er ekki lengur til staðar. En við minnum líka á að samkvæmt viðmiðum flóttamannanefndar þá hafa íslensk stjórnvöld lýst því yfir að þau muni taka til dæmis á móti starfsfólki NATO í Afganistan og fjölskyldum þeirra. Sá hópur gæti orðið að minnsta kosti 20 manns. Hann mun að mestu vera kominn úr landi og allar líkur á að hann geti komið hingað til lands á næstunni,“ segir Sveinn.
Afganistan Utanríkismál NATO Tengdar fréttir Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. 28. ágúst 2021 13:16