Pétur Theodór til liðs við Breiðablik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 12:30 Pétur Theódór Árnason mun ganga til liðs við Breiðablik í haust. Eyjólfur Garðarson Breiðablik, topplið Pepsi Max deildar karla, hefur tilkynnt að Pétur Theódór Árnason, framherji Gróttu í Lengjudeildinni, muni ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu. Pétur Theódór lék undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og Halldórs Árnason hjá Gróttu en þeir stýra nú liði Breiðabliks. Gerir Pétur Theódór þriggja ára samning við Kópavogsliðið. Blikar eru ekki á flæðiskeri staddir þegar kemur að markaskorurum en liðið er þó frekar fámennt í fremstu víglínu. Thomas Mikkelsen hélt heim á leið til Danmerkur fyrir ekki svo löngu síðan. Sævar Atli Magnússon átti að ganga til liðs við Breiðablik í haust en ákvað að nýta sér ákvæði í samningi sínum og semja við Lyngby í Danmörku. Með tilkomu Péturs hefur verið fyllt upp í eitthvað af þeim skörðum sem höggin hafa verið í framlínu Blika. Að því sögðu er félagið á blússandi siglingu um þessar mundir og í kjörstöðu til að landa sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli frá árinu 2010. „Grótta og Breiðablik hafa náð samkomulagi um að framherjinn stóri og stæðilegi Pétur Theódór Árnason gangi til liðs við Blika fyrir næsta keppnistímabil. Pétur sem er 25 ára framherji er sem stendur markahæsti leikmaðurinn í Lengjudeildinni 2021 með 18 mörk í 19 leikjum,“ segir í tilkynningu Blika. Pétur til Blika https://t.co/6PSM7W1k3Q— Blikar.is (@blikar_is) August 30, 2021 „Pétur hefur spilað 152 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 74 mörk. Pétur er ekki eingöngu góður knattspyrnumaður heldur einnig góður félagsmaður. Hann var kosinn Íþróttamaður Gróttu árið 2019 og Íþróttamaður Seltjarnarness árið 2020,“ segir einnig í tilkynningunni. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Grótta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Pétur Theódór lék undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og Halldórs Árnason hjá Gróttu en þeir stýra nú liði Breiðabliks. Gerir Pétur Theódór þriggja ára samning við Kópavogsliðið. Blikar eru ekki á flæðiskeri staddir þegar kemur að markaskorurum en liðið er þó frekar fámennt í fremstu víglínu. Thomas Mikkelsen hélt heim á leið til Danmerkur fyrir ekki svo löngu síðan. Sævar Atli Magnússon átti að ganga til liðs við Breiðablik í haust en ákvað að nýta sér ákvæði í samningi sínum og semja við Lyngby í Danmörku. Með tilkomu Péturs hefur verið fyllt upp í eitthvað af þeim skörðum sem höggin hafa verið í framlínu Blika. Að því sögðu er félagið á blússandi siglingu um þessar mundir og í kjörstöðu til að landa sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli frá árinu 2010. „Grótta og Breiðablik hafa náð samkomulagi um að framherjinn stóri og stæðilegi Pétur Theódór Árnason gangi til liðs við Blika fyrir næsta keppnistímabil. Pétur sem er 25 ára framherji er sem stendur markahæsti leikmaðurinn í Lengjudeildinni 2021 með 18 mörk í 19 leikjum,“ segir í tilkynningu Blika. Pétur til Blika https://t.co/6PSM7W1k3Q— Blikar.is (@blikar_is) August 30, 2021 „Pétur hefur spilað 152 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 74 mörk. Pétur er ekki eingöngu góður knattspyrnumaður heldur einnig góður félagsmaður. Hann var kosinn Íþróttamaður Gróttu árið 2019 og Íþróttamaður Seltjarnarness árið 2020,“ segir einnig í tilkynningunni. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Grótta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira