Var tilbúinn að fórna næsta leik til að reyna bjarga þessum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 15:00 Kári Árnason var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik, Víkingur og Valur eru á toppi Pepsi Max deildar karla þegar þrjár umferðir eru eftir. Mótið hefur ekki verið jafn spennandi í háa herrans tíð. Í Stúkunni að loknum leikjum gærdagsins var farið yfir stöðuna í töflunni sem og tæklingu sem hefði getað leitt til þess að Kári Árnason yrði í banni í næsta leik Víkings eða jafnvel næstu leikjum. Eftir 19 umferðir er Breiðablik á toppnum með 41 stig. Þar á eftir koma Víkingar með 39 stig og svo Íslandsmeistarar Vals með 36 stig. Breiðablik á Val, FH og HK eftir. Víkingur á HK, KR og Leikni Reykjavík. Valur á Breiðablik, KA og Fylki. „Sjáum að Valsmenn eru fimm stigum á eftir Blikum, jafnvel sex stigum miðað við markatöluna sem Blikar eru að búa sér til þessa dagana. Hvað lesið þið úr þessu,“ spurði Guðmundur Benediktsson þáttastjórnandi Pepsi Max Stúkunnar er farið var yfir stöðu deildarinnar að lokinni 19. umferð. „Staða Breiðabliks eru verulega góð, það er ósköp einfalt. Markatala, frammistaða og stig. Öll vötn renna til Kópavogs, í Kópavogslæk,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Ekki spurning. Víkingarnir hafa samt verið ótrúlega heillandi. Ákefðin í þeirra leik, hvernig þeir spila varnarleikinn. Allt á fullu, allt á milljón, fórna sér fyrir skot. Það er skemmtilegt yfirbragð yfir Víkingunum. Held að þeir gætu komið bakdyra megin að þessu,“ bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við. „Kári (Árnason) ætlaði að taka hann niður og Kári hefði klárlega fengið rautt spjald miðað við hvernig hann fór í þessa tæklingu. Hann var bara tilbúinn – og ég trúi ekki öðru en Kári hafi áttað sig á því þarna, kannski þegar hann var í loftinu að reyna tækla hann – að hann væri að fara í leikbann. Mögulega tveggja leikja ef hann hefði farið illa í hann aftan frá. Held hann hafi ekki alveg verið búinn að hugsa þetta út,“ sagði Guðmundur um atvikið þegar Kári ætlaði að taka Oliver Hreiðarsson niður sem var sloppinn einn í gegn. „Ég held að hann hafi hugsað þarna að með því að tryggja 2-0 sigur þá hefði hann verið að gera meira gegn en ef hann myndi missa þennan leik í vandræði og spila hinn leikinn. Hann var tilbúinn að fórna næsta leik til að reyna bjarga þessum. Svo var það náttúrulega Ingvar (Jónsson, markvörður) sem bjargaði honum á endanum og það kom ekki til þess að þetta yrði að veruleika,“ bætti Atli Viðar við. „Held að það sé mjög hættulegt sem íþróttamaður að vera kominn inn í næsta leik eða næstu viku. Það er dæmigert fyrir Víkingana, það er bara staður og stund og núna eða aldrei,“ sagði Margrét Lára að endingu. Umræðu þeirra Guðmundar, Atla Viðars og Margrétar Láru má sjá hér að neðan en allt það helsta úr leik FH og Víkings, þar á meðal tæklingu Kára, má sjá í spilaranum hér að ofan. Klippa: Um toppbaráttuna og tæklingu Kára Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Víkingur Reykjavík Breiðablik Valur Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Í Stúkunni að loknum leikjum gærdagsins var farið yfir stöðuna í töflunni sem og tæklingu sem hefði getað leitt til þess að Kári Árnason yrði í banni í næsta leik Víkings eða jafnvel næstu leikjum. Eftir 19 umferðir er Breiðablik á toppnum með 41 stig. Þar á eftir koma Víkingar með 39 stig og svo Íslandsmeistarar Vals með 36 stig. Breiðablik á Val, FH og HK eftir. Víkingur á HK, KR og Leikni Reykjavík. Valur á Breiðablik, KA og Fylki. „Sjáum að Valsmenn eru fimm stigum á eftir Blikum, jafnvel sex stigum miðað við markatöluna sem Blikar eru að búa sér til þessa dagana. Hvað lesið þið úr þessu,“ spurði Guðmundur Benediktsson þáttastjórnandi Pepsi Max Stúkunnar er farið var yfir stöðu deildarinnar að lokinni 19. umferð. „Staða Breiðabliks eru verulega góð, það er ósköp einfalt. Markatala, frammistaða og stig. Öll vötn renna til Kópavogs, í Kópavogslæk,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Ekki spurning. Víkingarnir hafa samt verið ótrúlega heillandi. Ákefðin í þeirra leik, hvernig þeir spila varnarleikinn. Allt á fullu, allt á milljón, fórna sér fyrir skot. Það er skemmtilegt yfirbragð yfir Víkingunum. Held að þeir gætu komið bakdyra megin að þessu,“ bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við. „Kári (Árnason) ætlaði að taka hann niður og Kári hefði klárlega fengið rautt spjald miðað við hvernig hann fór í þessa tæklingu. Hann var bara tilbúinn – og ég trúi ekki öðru en Kári hafi áttað sig á því þarna, kannski þegar hann var í loftinu að reyna tækla hann – að hann væri að fara í leikbann. Mögulega tveggja leikja ef hann hefði farið illa í hann aftan frá. Held hann hafi ekki alveg verið búinn að hugsa þetta út,“ sagði Guðmundur um atvikið þegar Kári ætlaði að taka Oliver Hreiðarsson niður sem var sloppinn einn í gegn. „Ég held að hann hafi hugsað þarna að með því að tryggja 2-0 sigur þá hefði hann verið að gera meira gegn en ef hann myndi missa þennan leik í vandræði og spila hinn leikinn. Hann var tilbúinn að fórna næsta leik til að reyna bjarga þessum. Svo var það náttúrulega Ingvar (Jónsson, markvörður) sem bjargaði honum á endanum og það kom ekki til þess að þetta yrði að veruleika,“ bætti Atli Viðar við. „Held að það sé mjög hættulegt sem íþróttamaður að vera kominn inn í næsta leik eða næstu viku. Það er dæmigert fyrir Víkingana, það er bara staður og stund og núna eða aldrei,“ sagði Margrét Lára að endingu. Umræðu þeirra Guðmundar, Atla Viðars og Margrétar Láru má sjá hér að neðan en allt það helsta úr leik FH og Víkings, þar á meðal tæklingu Kára, má sjá í spilaranum hér að ofan. Klippa: Um toppbaráttuna og tæklingu Kára Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Víkingur Reykjavík Breiðablik Valur Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira