Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2021 15:26 Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. Spjótin hafa beinst að KSÍ og landsliðinu vegna frásagna af ofbeldisbrotum leikmanna en á sama tíma eru Arnar og sá landsliðshópur sem hann hefur nú til staðar að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni HM. Liðið mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. „Ég held að það sé ekkert launungarmál að þetta er búið að vera mjög erfitt. Mitt verkefni er að halda utan um þetta þannig að við náum utan um hópinn og náum leikmönnunum með rétt hugarfar fyrir þessa þrjá mikilvægu leiki. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra það neitt frekar. Þetta er bara mjög erfitt fyrir alla,“ sagði Arnar. Ætlar í alvöru enginn landsliðsmaður að segja neitt? Þær fyrirmyndir — Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) August 31, 2021 Mjög erfitt fyrir leikmenn að liggja undir grun Aðspurður hvernig hljóðið væri í leikmönnum, þar á meðal reynslumiklum leikmönnum á borð við Hannes Þór Halldórsson og Kára Árnason sem verið hafa í hópnum um langt árabil, svaraði Arnar: „Sem betur fer eru þessir leikmenn mjög reyndir og hafa gengið í gegnum mikið á sínum ferli, og náð ótrúlegum árangri. Til að ná árangri þarftu að geta einbeitt þér að þeim hlutum sem þú hefur stjórn á. Það er grunnurinn að því að geta staðið sig sem íþróttamaður. En það er einfaldlega þannig að ég er með hóp, ekki bara leikmenn heldur 39 manns í „búblu“ hér inni á hóteli, og þessi hópur af fólki hefur ekki gert neitt af sér. Ég held að það sé alveg ljóst að það sé mjög erfitt fyrir leikmenn sem ósjálfkrafa liggja undir grun um eitthvað sem þeir hafa ekki gert, að það er mjög erfitt fyrir alla að finna réttu orðin. Það er rosalega erfitt fyrir alla núna að segja eitthvað rétt. Það er einhvern veginn alltaf allt rangt. Og það þýðir ekkert að okkur sé alveg sama. Það er bara rosalega mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að það er erfitt fyrir leikmennina að sitja fyrir svörum, því þeir eru hræddir við að segja eitthvað rangt. Ég sagði það við Eið Smára [Guðjohnsen, aðstoðarþjálfara] á sunnudagskvöldið, þegar það var mikið að gerast, að við gætum jafnvel búist við því að leikmenn sem myndu meiðast í leikjum á sunnudaginn hefðu ekki kjark til að láta okkur vita að þeir væru meiddir. Við erum komnir þangað og það er mjög slæmt. Mjög erfitt,“ sagði Arnar. Tvær breytingar urðu á landsliðshópnum um helgina. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein Sigþórsson út úr hópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig úr hópnum. Inn í hópinn komu Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson. HM 2022 í Katar KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Spjótin hafa beinst að KSÍ og landsliðinu vegna frásagna af ofbeldisbrotum leikmanna en á sama tíma eru Arnar og sá landsliðshópur sem hann hefur nú til staðar að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni HM. Liðið mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. „Ég held að það sé ekkert launungarmál að þetta er búið að vera mjög erfitt. Mitt verkefni er að halda utan um þetta þannig að við náum utan um hópinn og náum leikmönnunum með rétt hugarfar fyrir þessa þrjá mikilvægu leiki. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra það neitt frekar. Þetta er bara mjög erfitt fyrir alla,“ sagði Arnar. Ætlar í alvöru enginn landsliðsmaður að segja neitt? Þær fyrirmyndir — Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) August 31, 2021 Mjög erfitt fyrir leikmenn að liggja undir grun Aðspurður hvernig hljóðið væri í leikmönnum, þar á meðal reynslumiklum leikmönnum á borð við Hannes Þór Halldórsson og Kára Árnason sem verið hafa í hópnum um langt árabil, svaraði Arnar: „Sem betur fer eru þessir leikmenn mjög reyndir og hafa gengið í gegnum mikið á sínum ferli, og náð ótrúlegum árangri. Til að ná árangri þarftu að geta einbeitt þér að þeim hlutum sem þú hefur stjórn á. Það er grunnurinn að því að geta staðið sig sem íþróttamaður. En það er einfaldlega þannig að ég er með hóp, ekki bara leikmenn heldur 39 manns í „búblu“ hér inni á hóteli, og þessi hópur af fólki hefur ekki gert neitt af sér. Ég held að það sé alveg ljóst að það sé mjög erfitt fyrir leikmenn sem ósjálfkrafa liggja undir grun um eitthvað sem þeir hafa ekki gert, að það er mjög erfitt fyrir alla að finna réttu orðin. Það er rosalega erfitt fyrir alla núna að segja eitthvað rétt. Það er einhvern veginn alltaf allt rangt. Og það þýðir ekkert að okkur sé alveg sama. Það er bara rosalega mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að það er erfitt fyrir leikmennina að sitja fyrir svörum, því þeir eru hræddir við að segja eitthvað rangt. Ég sagði það við Eið Smára [Guðjohnsen, aðstoðarþjálfara] á sunnudagskvöldið, þegar það var mikið að gerast, að við gætum jafnvel búist við því að leikmenn sem myndu meiðast í leikjum á sunnudaginn hefðu ekki kjark til að láta okkur vita að þeir væru meiddir. Við erum komnir þangað og það er mjög slæmt. Mjög erfitt,“ sagði Arnar. Tvær breytingar urðu á landsliðshópnum um helgina. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein Sigþórsson út úr hópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig úr hópnum. Inn í hópinn komu Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson.
HM 2022 í Katar KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira