Flugfélögin ekki skyldug til að synja íslenskum ríkisborgurum um heimför skorti þá gögn Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2021 18:38 Farþegi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Vilhelm Íslendingar geta frá og með morgundeginum ferðast til útlanda án þess að eiga hættu á að festast þar skorti þá vottorð við heimför til Íslands. Nýjar leiðbeiningar Samgöngustofu skylda ekki flugfélög til að synja Íslendingum um heimför séu þeir ekki með öll gögn. Flugfélögin þurfa eins og áður að athuga forskráningu farþega á leið til Íslands. Þau þurfa einnig að athuga hvort farþegarnir hafi annað hvort vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu. Ef þeir hafa þau vottorð, þarf flugfélagið ekki að athuga hvort þeir séu með vottorð um neikvætt PCR-próf sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt. Ef þeir hafa hins vegar ekki vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu, þá þarf flugfélagið að ganga úr skugga um að farþegarnir hafi neikvætt PCR-próf. Geti erlendir ferðamenn ekki sýnt fram á fyrrgreind vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR, þá ber flufélaginu að synja honum um för til Íslands. Stærsta breytingin í þessum leiðbeningum Samgöngustofu er sú að flugfélögin eru ekki skyldug til að synja íslenskum ríkisborgurum um för til Íslands, geti þeir ekki sýnt fram á vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR-próf. Leiðbeiningarnar eru byggðar á reglugerðarbreytingu samgönguráðherra sem er afrakstur yfirferðar lögfræðinga samgöngu- og heilbrigðisráðuneytanna á þeirri lagastoð sem Alþingi hefur veitt til að leggja skyldur á flugrekendur sem stunda millilandaflug í þessum heimsfaraldri. Forstjóri flugfélagsins Play fagnar þessum breytingum. „Samkvæmt þessari reglugerð megum við hleypa öllum Íslendingum með íslenskt ríkisfang um borð. Þannig að það er ekki þessi hætta sem var áður að ef þú værir með jákvætt Covid-próf þá myndir þú festast í útlöndum. Þannig að Íslendingar geta byrjað að ferðast á ný,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Í raun er verið að létta á skyldum flugfélaganna. Aðrar reglur bíða á landamærunum þar sem íslenskir farþegar þurfa til dæmis að fara í skimun við komuna til landsins. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að hægt sé að vinna með reglurnar þó þær geti verið flóknar. „Ég held að við getum alveg unnið með þetta. Auðvitað myndum við vilja að flugrekendur væru að skoða neikvæð próf hjá öllum farþegum sem koma með slíkt. En ef þetta er svona þá verðum við bara að vinna með það og skýra út hvort þeir geti farið eftir okkar tilmælum um hvað okkur finnst mikilvægt að skoða,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Flugfélögin þurfa eins og áður að athuga forskráningu farþega á leið til Íslands. Þau þurfa einnig að athuga hvort farþegarnir hafi annað hvort vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu. Ef þeir hafa þau vottorð, þarf flugfélagið ekki að athuga hvort þeir séu með vottorð um neikvætt PCR-próf sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt. Ef þeir hafa hins vegar ekki vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu, þá þarf flugfélagið að ganga úr skugga um að farþegarnir hafi neikvætt PCR-próf. Geti erlendir ferðamenn ekki sýnt fram á fyrrgreind vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR, þá ber flufélaginu að synja honum um för til Íslands. Stærsta breytingin í þessum leiðbeningum Samgöngustofu er sú að flugfélögin eru ekki skyldug til að synja íslenskum ríkisborgurum um för til Íslands, geti þeir ekki sýnt fram á vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR-próf. Leiðbeiningarnar eru byggðar á reglugerðarbreytingu samgönguráðherra sem er afrakstur yfirferðar lögfræðinga samgöngu- og heilbrigðisráðuneytanna á þeirri lagastoð sem Alþingi hefur veitt til að leggja skyldur á flugrekendur sem stunda millilandaflug í þessum heimsfaraldri. Forstjóri flugfélagsins Play fagnar þessum breytingum. „Samkvæmt þessari reglugerð megum við hleypa öllum Íslendingum með íslenskt ríkisfang um borð. Þannig að það er ekki þessi hætta sem var áður að ef þú værir með jákvætt Covid-próf þá myndir þú festast í útlöndum. Þannig að Íslendingar geta byrjað að ferðast á ný,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Í raun er verið að létta á skyldum flugfélaganna. Aðrar reglur bíða á landamærunum þar sem íslenskir farþegar þurfa til dæmis að fara í skimun við komuna til landsins. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að hægt sé að vinna með reglurnar þó þær geti verið flóknar. „Ég held að við getum alveg unnið með þetta. Auðvitað myndum við vilja að flugrekendur væru að skoða neikvæð próf hjá öllum farþegum sem koma með slíkt. En ef þetta er svona þá verðum við bara að vinna með það og skýra út hvort þeir geti farið eftir okkar tilmælum um hvað okkur finnst mikilvægt að skoða,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira