Kemur Klöru til varnar og segir ÍTF „karlaklúbb“ í hagsmunabaráttu fyrir ríkustu félögin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. september 2021 08:27 Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Vísir/Egill/Sigurjón Klara Bjartmarz er „femínisti, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa“. Þetta segir Kristrún Heimisdóttir í aðsendri grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi. Klara, sem er framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, sætir nú miklum þrýstingi að segja af sér eftir að upp komst að forsvarsmönnum sambandsins var kunnugt um kynferðis- og ofbeldisbrot af hálfu landsliðsmanna. Í grein sinni kemur Kristrún, sem er lögfræðingur og hefur setið í aðalstjórn KR og stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Klöru til varna og segir það meðal annars hafa verið stórsigur fyrir kvennaboltann þegar hún varð framkvæmdastjóri KSÍ árið 2015. Kristrún segir að á meðan Klara hafi stýrt starfsemi KSÍ „af yfirburðaþekkingu á gangvirki alþjóðlegrar knattspyrnu og íslenskrar og gert það á allan hátt farsællega“, sé félagið Íslenskur toppfótbolti „karlaklúbbur sem hefur aldrei svo vitað sé haft áhyggjur eða áhuga á kynbundnu ofbeldi né sérstakan áhuga þátttöku kvenna í fótbolta, heldur hinu að hagsmunir ríkustu félaganna á Íslandi fái meiri forgang“. Forsvarsmenn ÍTF eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir afsögn Klöru. Félagið var fyrst stofnað sem hagsmunasamtök þeirra íþróttafélaga sem áttu lið í Pepsi-deildinni svokölluðu. Þess má geta að stjórn félagsins og starfsmenn eru allir karlmenn. Kristrún segir að eftir því sem fjármunir hafi aukist í íslenskri knattspyrnu hafi togstreitan um valdið yfir peningunum varpað skugga á knattspyrnuna. „Nú er það til í dæminu að líta á fótbolta fyrst og fremst sem fjárfestingatækifæri og gera út leikmenn í fjáraflaskyni. Þá hverfur mennskan og fótboltinn breytist í harðan heim þar milljónadrengjum leyfist allt svo lengi sem þeir skora,“ segir Kristrún, sem er einnig fyrrverandi knattspyrnukona. Laugardalsvöllur, höfuðstöðvar KSÍ.vísir/vilhelm Nú hafi siðvitrar og sterkar konur „vakið KSÍ upp með sparki“ og sjá verði til þess að „ómenningu ofbeldis og eitraðrar karlmennsku“ sé útrýmt. „Útrýming gerendameðvirkni er sú áskorun sem KSÍ verður núna að taka til sín og framkvæma í eitt skipti fyrir öll.“ „Að Íslenskur toppfótbolti grípi tækifæri og nýti krísu til að taka völdin í KSÍ og ná yfirráðum yfir sjónvarpspeningum er ekki vænleg leið til að útrýma eitraðri karlmennsku úr búningsklefum fótboltaheimsins á Íslandi, svo það sé sagt.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Jafnréttismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Þetta segir Kristrún Heimisdóttir í aðsendri grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi. Klara, sem er framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, sætir nú miklum þrýstingi að segja af sér eftir að upp komst að forsvarsmönnum sambandsins var kunnugt um kynferðis- og ofbeldisbrot af hálfu landsliðsmanna. Í grein sinni kemur Kristrún, sem er lögfræðingur og hefur setið í aðalstjórn KR og stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Klöru til varna og segir það meðal annars hafa verið stórsigur fyrir kvennaboltann þegar hún varð framkvæmdastjóri KSÍ árið 2015. Kristrún segir að á meðan Klara hafi stýrt starfsemi KSÍ „af yfirburðaþekkingu á gangvirki alþjóðlegrar knattspyrnu og íslenskrar og gert það á allan hátt farsællega“, sé félagið Íslenskur toppfótbolti „karlaklúbbur sem hefur aldrei svo vitað sé haft áhyggjur eða áhuga á kynbundnu ofbeldi né sérstakan áhuga þátttöku kvenna í fótbolta, heldur hinu að hagsmunir ríkustu félaganna á Íslandi fái meiri forgang“. Forsvarsmenn ÍTF eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir afsögn Klöru. Félagið var fyrst stofnað sem hagsmunasamtök þeirra íþróttafélaga sem áttu lið í Pepsi-deildinni svokölluðu. Þess má geta að stjórn félagsins og starfsmenn eru allir karlmenn. Kristrún segir að eftir því sem fjármunir hafi aukist í íslenskri knattspyrnu hafi togstreitan um valdið yfir peningunum varpað skugga á knattspyrnuna. „Nú er það til í dæminu að líta á fótbolta fyrst og fremst sem fjárfestingatækifæri og gera út leikmenn í fjáraflaskyni. Þá hverfur mennskan og fótboltinn breytist í harðan heim þar milljónadrengjum leyfist allt svo lengi sem þeir skora,“ segir Kristrún, sem er einnig fyrrverandi knattspyrnukona. Laugardalsvöllur, höfuðstöðvar KSÍ.vísir/vilhelm Nú hafi siðvitrar og sterkar konur „vakið KSÍ upp með sparki“ og sjá verði til þess að „ómenningu ofbeldis og eitraðrar karlmennsku“ sé útrýmt. „Útrýming gerendameðvirkni er sú áskorun sem KSÍ verður núna að taka til sín og framkvæma í eitt skipti fyrir öll.“ „Að Íslenskur toppfótbolti grípi tækifæri og nýti krísu til að taka völdin í KSÍ og ná yfirráðum yfir sjónvarpspeningum er ekki vænleg leið til að útrýma eitraðri karlmennsku úr búningsklefum fótboltaheimsins á Íslandi, svo það sé sagt.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Jafnréttismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira