Viðreisn atkvæða Þórólfur Heiðar Þorsteinsson skrifar 1. september 2021 11:01 Sá möguleiki er fyrir hendi að úrslit komandi kosninga til Alþingis munu ekki endurspegla að fullu vilja þjóðarinnar. Kannanir sýna að mögulega munu stjórnmálaflokkar fá fleiri þingmenn en þeir ættu rétt á samkvæmt öllum eðlilegum skilningi. Er það sanngjarnt? Hvernig stendur á því? Reglur til þingkosninga eru víst þannig úr garði gerðar að þetta er raunverulegur möguleiki. Sum atkvæði vega þyngri en önnur. Hvers vegna er þessu ekki breytt? Oftast eru nefnd byggðarsjónarmið. Í gamla daga var það vissulega réttmæt sjónarmið, þegar fjarlægðir voru miklar og samskipti erfiðari. En það á ekki lengur við. Það er hægt að styrkja og efla byggðir landsins með öðrum og markvissari hætti. Þetta er nefnilega jafnræðismál. Eins og svo mörg önnur sem við höfum tekist á við og breytt á undanförnum áratugum. Það eru fá borgaraleg mannréttindi mikilvægari en kosningarétturinn. Þess vegna svíður það að atkvæði mitt sé minna virði en annarra, bara af því ég bý á tilteknum stað. En síðan í tæplega klukkutíma fjarlægð frá heimili mínu er atkvæði tvöfalt á við mitt. Ísland er ekki stórt land né fjölmennt. Samgöngur og fjarskipti eru ágætar hér á landi. Búseta á ekki lengur að vera ráðandi þáttur í atkvæðavægi - það er úrelt fyrirkomulag. Viðreisn vill jafna atkvæðisréttinn og lögðu þingmenn flokksins fram frumvarp í því skyni á Alþingi haustið 2020. Þar sagði meðal annars: „Jafnt vægi atkvæða er ekki eingöngu mikilvægt til að styrkja lýðræðið og tryggja jafnan rétt borgaranna óháð efnahag, kyni, uppruna eða búsetu. Það er einnig liður í því að auka samkennd, skilning og réttlæti í samfélaginu. Við byggjum ekki upp réttlátt samfélag með því að viðhalda misskiptingu í kosningakerfinu. Einn einstaklingur - eitt atkvæði er sjálfsögð krafa í nútímalegu lýðræðissamfélagi.“ Það er hægt að leiðrétta þetta og það er fremur einfalt. Vonandi verður næsta Alþingi skipað nógu mörgu frjálslyndu og víðsýnu fólki sem hefur kjark og dug til að bæta þetta ójafnræði. Höfundur er í 16. sæti fyrir Viðreisn í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Sá möguleiki er fyrir hendi að úrslit komandi kosninga til Alþingis munu ekki endurspegla að fullu vilja þjóðarinnar. Kannanir sýna að mögulega munu stjórnmálaflokkar fá fleiri þingmenn en þeir ættu rétt á samkvæmt öllum eðlilegum skilningi. Er það sanngjarnt? Hvernig stendur á því? Reglur til þingkosninga eru víst þannig úr garði gerðar að þetta er raunverulegur möguleiki. Sum atkvæði vega þyngri en önnur. Hvers vegna er þessu ekki breytt? Oftast eru nefnd byggðarsjónarmið. Í gamla daga var það vissulega réttmæt sjónarmið, þegar fjarlægðir voru miklar og samskipti erfiðari. En það á ekki lengur við. Það er hægt að styrkja og efla byggðir landsins með öðrum og markvissari hætti. Þetta er nefnilega jafnræðismál. Eins og svo mörg önnur sem við höfum tekist á við og breytt á undanförnum áratugum. Það eru fá borgaraleg mannréttindi mikilvægari en kosningarétturinn. Þess vegna svíður það að atkvæði mitt sé minna virði en annarra, bara af því ég bý á tilteknum stað. En síðan í tæplega klukkutíma fjarlægð frá heimili mínu er atkvæði tvöfalt á við mitt. Ísland er ekki stórt land né fjölmennt. Samgöngur og fjarskipti eru ágætar hér á landi. Búseta á ekki lengur að vera ráðandi þáttur í atkvæðavægi - það er úrelt fyrirkomulag. Viðreisn vill jafna atkvæðisréttinn og lögðu þingmenn flokksins fram frumvarp í því skyni á Alþingi haustið 2020. Þar sagði meðal annars: „Jafnt vægi atkvæða er ekki eingöngu mikilvægt til að styrkja lýðræðið og tryggja jafnan rétt borgaranna óháð efnahag, kyni, uppruna eða búsetu. Það er einnig liður í því að auka samkennd, skilning og réttlæti í samfélaginu. Við byggjum ekki upp réttlátt samfélag með því að viðhalda misskiptingu í kosningakerfinu. Einn einstaklingur - eitt atkvæði er sjálfsögð krafa í nútímalegu lýðræðissamfélagi.“ Það er hægt að leiðrétta þetta og það er fremur einfalt. Vonandi verður næsta Alþingi skipað nógu mörgu frjálslyndu og víðsýnu fólki sem hefur kjark og dug til að bæta þetta ójafnræði. Höfundur er í 16. sæti fyrir Viðreisn í Kraganum.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun