Ætla að sjá til þess að KSÍ taki trúverðug skref til úrbóta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2021 08:00 Heiðar Guðjónsson, forstjóri Vodafone, segir fyrirtækið munu eiga virkt og opið samtal við KSÍ, deila sjónarmiðum fyrirtækisins og sjá til þess að næstu skref sem tekin verða verði trúverðug. Forstjóri Vodafone, eins styrktaraðila Knattspyrnusambands Íslands, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni í kringum sambandið undanfarna daga. Atburðarásin sýni hve mikið mein kynferðislegt áreiti og ofbeldi sé í íslensku samfélagi. Fyrirtækið ætli að leggja sitt á vogarskálarnar og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin. Grátt ský er yfir íslenskri knattspyrnu þar sem formaður og stjórn hafa stigið til hliðar og framkvæmdastjóri er farinn í leyfi vegna óánægju með viðbrögð við ýmist ásökunum um brot landsliðsmanna eða staðfest tilfelli þess að miskabætur voru greiddar þolendum. Landsbankinn, Icelandair, Coca Cola og Vodafone, styrktaraðilar sambandsins, hafa öll gert athugasemdir eða óskað eftir samtali við KSÍ í ljósi stöðunnar. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Vodafone, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni. Mikil vinna fram undan „Við höfum verið stoltur aðalstyrkaraðili UN Women og herferðar þeirra Fokk Ofbeldi um langt skeið. Stefna okkar í samfélagsábyrgð, sem snýr að jafnrétti og virðingu samrýmist engan veginn því sem hefur viðgengst í kringum karlalandslið KSÍ,“ segir Heiðar í tilkynningu. Vinnubrögð KSÍ hafi verið ófullnægjandi og ljóst að mikil vinna sé fram undan hjá sambandinu og þörf á róttækum breytingum. „Við höfum átt gott samstarf við KSÍ undanfarin ár, en Sýn hefur í nafni Vodafone verið styrktaraðili KSÍ frá árinu 2018, með það að markmiði að auka áhuga á knattspyrnu, styðja við starfsemi landsliða karla og kvenna og efla grasrótarstarf um allt land. Slíkt samstarf þarf ávallt að byggjast á trausti og ljóst er að það traust, sem og traust samfélagsins gagnvart sambandinu hefur því miður horfið á síðustu dögum.“ Opið og virkt samtal Það skipti miklu máli að þessi umræða komi upp á yfirborðið og enn meira máli að það sé brugðist við. Nú hafi sambandið tækifæri til að taka þessi mál til róttækrar skoðunar. Heiðar segir Vodafone finna ríkan vilja víða til að gera það. „Í samstarfi líkt og við eigum við KSÍ geta báðir aðilar mótað það og komið með tillögur til úrbóta. Við munum því á næstunni eiga áfram virkt og opið samtal við sambandið, deila okkar sjónarmiðum og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin.“ Kolbeinn svaraði með yfirlýsingu Karlalandsliðið mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 18:45 í undankeppni HM 2022. Aktívistahópurinn Öfgar hefur boðað til mótmæla fyrir utan Laugardalsvöll. Boðað var til þeirra áður en stjórn KSÍ og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri stigu til hliðar eða fóru í leyfi. Fróðlegt verður að sjá hvort og þá hve margir mótmæla við leikvanginn í kvöld. Tólfan, stuðningssveit landsliðsins, ætlar að hafa algjöra þögn fyrstu tólf mínútur leiksins. Eru stuðningsmenn hvattir til að mæta með Fokk ofbeldi húfur eigi þeir slíkar. Kolbeinn Sigþórsson, sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur og annarri konu miskabætur árið 2018, sagðist í yfirlýsingu í gær ekki kannast við að hafa beitt konurnar ofbeldi eða áreitt. Hegðun hans hefði hins vegar ekki verið til fyrirmyndar, hann beðið konurnar afsökunar og greitt þær upphæðir sem þær óskuðu eftir. Þórhildur Gyða svaraði að hún harmaði að Kolbeinn sakaði hana um lygar. Vísir er í eigu Sýnar hf. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28 Stuðningsaðili óskar eftir samtali við KSÍ vegna frétta síðustu daga Coca-Cola á Íslandi, CCEP, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu Knattspyrnusambands Íslands í íslensku samfélagi í kjölfar frétta síðustu daga. Hefur félagið í bréfi óskað eftir samtali við fulltrúa KSÍ um málið. 30. ágúst 2021 13:54 Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Grátt ský er yfir íslenskri knattspyrnu þar sem formaður og stjórn hafa stigið til hliðar og framkvæmdastjóri er farinn í leyfi vegna óánægju með viðbrögð við ýmist ásökunum um brot landsliðsmanna eða staðfest tilfelli þess að miskabætur voru greiddar þolendum. Landsbankinn, Icelandair, Coca Cola og Vodafone, styrktaraðilar sambandsins, hafa öll gert athugasemdir eða óskað eftir samtali við KSÍ í ljósi stöðunnar. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Vodafone, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni. Mikil vinna fram undan „Við höfum verið stoltur aðalstyrkaraðili UN Women og herferðar þeirra Fokk Ofbeldi um langt skeið. Stefna okkar í samfélagsábyrgð, sem snýr að jafnrétti og virðingu samrýmist engan veginn því sem hefur viðgengst í kringum karlalandslið KSÍ,“ segir Heiðar í tilkynningu. Vinnubrögð KSÍ hafi verið ófullnægjandi og ljóst að mikil vinna sé fram undan hjá sambandinu og þörf á róttækum breytingum. „Við höfum átt gott samstarf við KSÍ undanfarin ár, en Sýn hefur í nafni Vodafone verið styrktaraðili KSÍ frá árinu 2018, með það að markmiði að auka áhuga á knattspyrnu, styðja við starfsemi landsliða karla og kvenna og efla grasrótarstarf um allt land. Slíkt samstarf þarf ávallt að byggjast á trausti og ljóst er að það traust, sem og traust samfélagsins gagnvart sambandinu hefur því miður horfið á síðustu dögum.“ Opið og virkt samtal Það skipti miklu máli að þessi umræða komi upp á yfirborðið og enn meira máli að það sé brugðist við. Nú hafi sambandið tækifæri til að taka þessi mál til róttækrar skoðunar. Heiðar segir Vodafone finna ríkan vilja víða til að gera það. „Í samstarfi líkt og við eigum við KSÍ geta báðir aðilar mótað það og komið með tillögur til úrbóta. Við munum því á næstunni eiga áfram virkt og opið samtal við sambandið, deila okkar sjónarmiðum og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin.“ Kolbeinn svaraði með yfirlýsingu Karlalandsliðið mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 18:45 í undankeppni HM 2022. Aktívistahópurinn Öfgar hefur boðað til mótmæla fyrir utan Laugardalsvöll. Boðað var til þeirra áður en stjórn KSÍ og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri stigu til hliðar eða fóru í leyfi. Fróðlegt verður að sjá hvort og þá hve margir mótmæla við leikvanginn í kvöld. Tólfan, stuðningssveit landsliðsins, ætlar að hafa algjöra þögn fyrstu tólf mínútur leiksins. Eru stuðningsmenn hvattir til að mæta með Fokk ofbeldi húfur eigi þeir slíkar. Kolbeinn Sigþórsson, sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur og annarri konu miskabætur árið 2018, sagðist í yfirlýsingu í gær ekki kannast við að hafa beitt konurnar ofbeldi eða áreitt. Hegðun hans hefði hins vegar ekki verið til fyrirmyndar, hann beðið konurnar afsökunar og greitt þær upphæðir sem þær óskuðu eftir. Þórhildur Gyða svaraði að hún harmaði að Kolbeinn sakaði hana um lygar. Vísir er í eigu Sýnar hf.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28 Stuðningsaðili óskar eftir samtali við KSÍ vegna frétta síðustu daga Coca-Cola á Íslandi, CCEP, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu Knattspyrnusambands Íslands í íslensku samfélagi í kjölfar frétta síðustu daga. Hefur félagið í bréfi óskað eftir samtali við fulltrúa KSÍ um málið. 30. ágúst 2021 13:54 Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28
Stuðningsaðili óskar eftir samtali við KSÍ vegna frétta síðustu daga Coca-Cola á Íslandi, CCEP, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu Knattspyrnusambands Íslands í íslensku samfélagi í kjölfar frétta síðustu daga. Hefur félagið í bréfi óskað eftir samtali við fulltrúa KSÍ um málið. 30. ágúst 2021 13:54
Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20