Stórveldin, Ísrael og olían Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 2. september 2021 11:00 Staðhæfingin um að Ísraelsríki hafi verið „búið til“ af utanaðkomandi öflum – ýmist af Bandaríkjamönnum, Bretum eða Sameinuðu þjóðunum – heyrist ósjaldan þegar málefni Mið-Austurlanda bera á góma. Þessi staðhæfing er í raun hryggjarstykkið í orðræðu margra andstæðinga Ísraels. Þannig notfæra þeir sér vaxandi andúð á vestrænum afskiptum í fjarlægum heimshlutum til að koma höggi á Ísrael. En á þessi staðhæfing við rök að styðjast? Til að skera úr um það er nauðsynlegt að líta á stöðuna í Mið-Austurlöndum fyrir sjálfstæði Ísraels og skoða hvaða áhrif hagsmunir stórveldanna höfðu á afstöðu þeirra. Þegar farið er yfir sögu þessa tímabils kemur fljótt í ljós að ekkert stórveldanna hafði raunverulega samúð með málstað Gyðinga og baráttu þeirra fyrir sjálfstæðu þjóðríki. Sjálfsákvörðunarréttur þjóða Hugmyndin um sjálfsákvörðunarrétt þjóða kom fram á sjónarsviðið á seinni hluta nítjándu aldar og varð að mótandi hugsjón í alþjóðastjórnmálum á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Lagt var upp með að sjálfstæði nýlenda Vesturlanda myndi fela í sér uppfyllingu þessarar hugsjónar. Hins vegar var raunin oftast önnur því landamæri nýlendanna voru ekki dregin með þjóðerni íbúa þeirra í huga og margar þjóðir bjuggu á víð og dreif um aðgreindar nýlendur. Engu að síður héldu þessi landamæri lagalegu gildi sínu þegar Vesturlönd afsöluðu sér völdum. Samhliða þessari stefnu risu upp sjálfstæðishreyfingar þjóða sem bjuggu í nýlendunum og áttu sér ekki þjóðríki. Þeirra á meðal var síonistahreyfingin sem var stofnuð árið 1897 af hópi Gyðinga sem hafði dvalið í margar aldir í Evrópu, en hreyfingin beitti sér engu að síður fyrir sjálfsákvörðunarrétti allra Gyðinga. Hreyfingin talaði því máli mikils fjölda Gyðinga sem bjó fyrir utan Evrópu, en í manntali frá 1942 kemur meðal annars fram að samtals 1,37 milljón Gyðinga bjó í Afríku og Asíu á þeim tíma.[1] Þáttur Breta Ein af nýlendum Breta í Mið-Austurlöndum var „Umboðssvæðið Palestína“ (e. “Mandatory Palestine”). Hvergi annars staðar var að finna þéttari byggð Gyðinga á bresku yfirráðasvæði. Til að byrja með virtust Bretar ætla að beita sér fyrir sjálfstæðu þjóðríki Gyðinga og var sú hugsjón lögfest á ráðstefnu í San Remo árið 1920 og síðar af öllum aðildarríkjum Þjóðabandalagsins – forvera Sameinuðu þjóðanna. En með tímanum gengu Bretar að miklu leyti á bak orða sinna, meðal annars með því að hindra flutning Gyðinga til svæðisins þegar neyð þeirra í Evrópu var einna mest.[2] Þann 11. desember 1947 lýstu Bretar því yfir að þeir myndu afsala sér völdum yfir umboðssvæðinu þann 15. maí 1948.[3] Þessi ákvörðun var ekki tekin með velferð Gyðinga í huga. Hagsmunir Breta á svæðinu gerðu það að verkum að þeir tóku hlið Arabaríkjanna gegn síonistahreyfingunni. En hvað kom í veg fyrir að Bretar tækju afstöðu með Gyðingum þegar hér var komið við sögu? Olíufyrirtækin Stór hluti Mið-Austurlanda hafði áður tilheyrt hinu víðfeðma Tyrkjaveldi. Tyrkir töpuðu megninu af þessu svæði í fyrri heimsstyrjöldinni í hendur Breta og Frakka sem deildu svæðinu sín á milli. Það vill einnig svo til að á fyrstu áratugum tuttugustu aldar voru stór olíufyrirtæki stofnuð í Mið-Austurlöndum af Bretum og Bandaríkjamönnum. Þessi olíufyrirtæki voru flest byggð upp í kringum olíulindir á svæðum sem leiðtogar Araba höfðu tögl og haldir. Þegar leið á tuttugustu öldina var aðallega eitt hagsmunamál sem skipti stjórnvöld Breta og Bandaríkjamanna máli í þessum heimshluta: Öruggur aðgangur að olíulindunum. Stöðugleiki var lykilatriði þegar kom að því að tryggja óheftan aðgang að olíunni og allar sjálfstæðishreyfingar minnihlutahópa á svæðinu voru álitnar ógn við þann stöðugleika. Síonistahreyfingin var þar engin undantekning.[4] Á árunum fyrir seinna stríð höfðu Bretar og Frakkar afsalað sér völdum yfir flestum nýlendunum í Mið-Austurlöndum. Þrátt fyrir að hýsa fjölda ólíkra þjóða og þjóðarbrota urðu næstum öll ríkin sem áður höfðu tilheyrt Tyrkjaveldi að arabískum þjóðríkjum. Ríkin voru stofnuð á grundvelli arabískrar sjálfsmyndar og skilaði það sér í stofnun Arababandalagsins og seinna í stofnun OAPEC – Olíuútflutningssambands Arabaríkjanna. Meðal þeirra þjóða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum sem telja hundruð þúsunda og jafnvel milljónir eru Assýringar, Berbar, Gyðingar, Jasídar, Koptar, Kúrdar og Túrkmenar. Að undanskildum Gyðingum eru þessar þjóðir enn í dag undirokaðir minnihlutahópar í ríkjum Arababandalagsins, Tyrklandi og Íran. Ef ekki hefði verið fyrir þrautseigju síonistahreyfingarinnar væru Gyðingarnir sem bjuggu í þessum ríkjum enn þá annars flokks þegnar, ef þeir hefðu yfirhöfuð haldið lífi. Vopnasölubannið Það er ekki hægt að segja að samskiptin á milli Gyðinga og Araba í Bresku Palestínu hafi verið friðsamleg fyrir stofnun Ísraelsríkis. Blóðug átök brutust reglulega út með mannfalli á báða bóga. Árið 1947 jukust átökin til muna og stjórnvöld í Bandaríkjunum fundu sig knúin til að grípa til aðgerða. Þann 5. desember 1947 lögðu þau bann við útflutningi vopna til Mið-Austurlanda. Þetta gilti jafnt um hersveitir Gyðinga og aðra hópa á svæðinu. Eins og áður kom fram voru Bretar ekki hliðhollir Gyðingum á þessum tíma og neituðu að selja þeim vopn. Þeir héldu hins vegar áfram að vígbúa Egypta, Jórdani og Íraka.[5] Gyðingar þurftu því að verða sér úti um vopn eftir öðrum leiðum ef sjálfstætt ríki þeirra átti að verða að veruleika. Frá mars 1948 og fram til stríðsloka árið 1949 börðust hersveitir Gyðinga aðallega með vopnum frá Tékkóslóvakíu.[6] Á þeim tíma var Tékkóslóvakía undir verndarvæng Sovétríkjanna og ekkert var aðhafst þar án samþykkis Sovétmanna. Það er alkunna að Gyðingar voru ofsóttir í Sovétríkjunum og í stjórnartíð Stalíns voru ofsóknirnar hvað verstar. Það var því ekki samúð með málstað Gyðinga sem réði stuðningi Sovétríkjanna við þjóðfrelsishreyfingu þeirra í Mið-Austurlöndum. En hvað vakti þá fyrir Sovétmönnum? Þáttur Sovétríkjanna Frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og fram að maí 1946 höfðu Sovétríkin gert tilraun til að vígbúa og fjármagna þjóðfrelsishreyfingu Kúrda án árangurs. Sambærileg tilraun var gerð til að stofna ríki minnihlutahóps Asera í Íran en það ríki leið undir lok í desember 1946.[7] Stuðningur Sovétmanna við þessar hreyfingar þjónaði meðal annars þeim tilgangi að standa í hárinu á Vesturveldunum en einnig var þeim hugleikið að breiða út hugmyndafræði kommúnismans. Stuðningur þeirra við sjálfstæðishreyfingu Gyðinga var að miklu leyti sama eðlis.[8] Stjórn síonista lýsti yfir sjálfstæði þann 14. maí 1948, daginn áður en umboðsstjórn Breta leið undir lok. Sovétríkin viðurkenndu sjálfstæðisyfirlýsingu Ísraels strax þremur dögum síðar og til að byrja með var gott samband á milli þeirra. Sovétmenn höfðu bundið vonir við að Ísraelsríki yrði að enn einu kommúnistaríkinu en með tímanum gáfu þeir þá von upp á bátinn. Smám saman drógu þeir úr stuðningi sínum við Ísrael og í upphafi árs 1956 hófu sovéskir embættismenn að gefa út fjandsamlegar yfirlýsingar í garð Ísraels samhliða vaxandi stuðningi þeirra við Arabaríkin. Fram að upplausn þeirra á tíunda áratugnum voru Sovétríkin andsnúin Ísraelsríki og héldu úti stöðugum áróðri gegn Ísrael og Gyðingum.[9] Áhrifa þessa áróðurs gætir enn víða meðal andstæðinga Ísraels á vinstri vængnum. Stuðningsyfirlýsing Trumans Óþarflega mikið hefur verið gert úr stuðningi Harry Trumans Bandaríkjaforseta við málstað Gyðinga. Í lok árs 1947 – á sama tíma og hann samþykkti fyrrnefnt vopnasölubann gegn herjum síonista og Araba – ákvað hann að lýsa yfir stuðningi við tillögu Sameinuðu þjóðanna að skiptingu umboðssvæðisins í tvö aðgreind svæði. Í þessu samhengi ber að taka fram að tillaga Sameinuðu þjóðanna var háð samþykki beggja deiluaðila og því einungis ráðgefandi á þessu stigi málsins. Fulltrúar Gyðinga samþykktu tillöguna þótt hún fæli í sér minna svæði fyrir þeirra ríki en þeir höfðu vonast eftir. Tillögunni var hins vegar hafnað af fulltrúum Araba því afstaða þeirra var sú að allt svæðið ætti að verða að arabísku þjóðríki. Sömuleiðis voru allir ráðgjafar Trumans Bandaríkjaforseta í utanríkismálum mótfallnir stuðningi við tillöguna og það sama átti við um langflesta stjórnarmenn olíufyrirtækjanna.[10][11] Frá þeirra bæjardyrum séð myndi afgerandi stuðningur við framtíðarríki Gyðinga vekja reiði Arabaríkjanna og stofna hagsmunum þeirra í hættu. Hafði Truman samúð með málstað Gyðinga? Það er nokkuð ljóst að svo var ekki. Persónuleg skrif Trumans gefa til kynna að hann hafi lítið geðjast að Gyðingum. Meðal annars lét hann þau niðrandi orð falla að hann teldi New York-borg vera „Júðabæ“ (e. “kike town”).[12] Það er ólíklegt að djúphyggin ástæða hafi legið að baki stuðningi Trumans. Kosningabaráttan var á næsta leiti og líklega veðjaði hann á að stuðningur við tillöguna yrði vinsæll meðal væntanlegra kjósenda hans. Þrátt fyrir stuðning Trumans við tillögu Sameinuðu þjóðanna, og nokkrum mánuðum síðar við sjálfstæðisyfirlýsinguna, hélt hann engu að síður ákveðinni fjarlægð við Ísrael. Meðal annars hélt vopnasölubannið gildi sínu alla stjórnartíð Trumans og einnig í tíð arftaka hans Dwight Eisenhowers. Banninu var ekki aflétt fyrr en þann 19. ágúst 1962 í stjórnartíð John F. Kennedys.[13] Það var fyrst í Yom Kippur-stríðinu árið 1973 sem ísraelski varnarherinn fékk beina aðstoð frá Bandaríkjaher. Þá kom loks í ljós að áhyggjurnar af olíuhagsmunum á svæðinu voru ekki úr lausu lofti gripnar. Hernaðaraðstoð Bandaríkjanna hafði þær afleiðingar að OAPEC – Olíuútflutningssamband Arabaríkjanna – lagði viðskiptabann á Bandaríkin og nokkur önnur vestræn ríki. Olíukreppan sem fylgdi í kjölfarið hafði víðtæk áhrif á efnahag Vesturlanda næstu áratugina. Samantekt Í stuttu máli einkenndist aðkoma stórveldanna að málefnum Gyðinga í Mið-Austurlöndum af hálfkáki og eiginhagsmunahyggju. Bretar afsöluðu sér völdum yfir svæðinu og styrktu Arabaríkin með vopnum á meðan þeir héldu úti vopnasölubanni gegn herjum síonista. Þótt Sovétmenn hafi stutt síonistahreyfinguna í byrjun var það fyrst og fremst í þeim tilgangi að slá ryki í augu Vesturlanda. Á sama tíma urðu Gyðingar í Sovétríkjunum fyrir grimmilegum ofsóknum. Sameinuðu þjóðirnar lögðu fram tillögu að skiptingu landsins sem var síðar hafnað af fulltrúum Araba og öðlaðist tillagan því aldrei lagalegt gildi. Bandaríkjamenn komu á vopnasölubanni gegn öllum hópum í Mið-Austurlöndum og því var stuðningur þeirra við málstað Gyðinga meira í orði en á borði. Gefa upplýsingarnar hér að ofan að nokkru leyti til kynna að Ísraelsríki hafi verið vestræn uppfinning? Það er óhætt að fullyrða að svo er ekki. Það var ekki fyrr en Gyðingar sýndu fram á burði til þess að stjórna og verja eigin ríki sem viðmót Vesturlanda gagnvart Ísrael tók að breytast til batnaðar. Sjálfstæðisyfirlýsing Gyðinga í maí 1948 markaði hina raunverulegu stofnun Ísraelsríkis. Flest ríki heims – bæði vestræn og austræn – viðurkenndu sjálfstæði Ísraels í kjölfarið. Þegar hér er komið við sögu hafa 164 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna viðurkennt Ísrael og ekki er útilokað að fleiri ríki bætist í þann hóp á næstunni. Lokaorð Þeir sem tengja Ísraelsríki við vestræna heimsvaldastefnu eru á alvarlegum villigötum. Gyðingar eru mið-austurlensk þjóð. Það gildir einu að ákveðinn hópur þeirra hafi um tíma dvalið í Evrópu. Sagnfræðiheimildir og fornleifar eru til vitnis um stöðuga búsetu fjölda Gyðinga fyrir botni Miðjarðarhafs í rúm tvö árþúsund. Þjóðtunga þeirra, hebreska, er náskyld arabísku. Í skýrslu sem var birt árið 2018 kemur fram að 48% Gyðinga í Ísrael eru afkomendur Gyðinga sem bjuggu áður í Norður-Afríku, Mið-Austurlöndum og Eþíópíu og 8% til viðbótar eru af blönduðu ætterni.[14] Ef eitthvað, veitir Ísrael mikilvægt fordæmi fyrir minnihlutahópa í heiminum. Ísrael er lifandi dæmi um að minnihlutaþjóð hafi öðlast ríki sem hefur hlotið viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. Eins og áður kom fram dvelur fjöldi þjóða í ríkjunum umhverfis Ísrael þar sem þær hafa átt mjög erfitt uppdráttar. Handhafi friðarverðlauna Nóbels, Nadia Murad, sagði í viðtali árið 2017 að Gyðingar væru fordæmi fyrir þjóð hennar, Jasída, í því að varðveita menningu sína.[15] Það er vel mögulegt að fulltrúar annarra minnihlutaþjóða beri kennsl á þetta fordæmi og taki svipaða afstöðu í náinni framtíð. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] http://docs.fdrlibrary.marist.edu/psf/box52/a467cg01.html [2] https://digital.kenyon.edu/bulmash_exodus/ [3] https://api.parliament.uk/historic-hansard/commons/1947/dec/11/palestine, bls. 1213 [4] David S. Painter, “Oil and the American Century,” Journal of American History99, tbl. 1 (júní 2012), bls. 5 [5] https://www.euppublishing.com/doi/abs/10.3366/brs.2010.0306, bls. 83, 88 [6] Arnold Kramer, The Forgotten Friendship: Israel and the Soviet Bloc, 1947-1953; University of Illinois Press, Bandaríkin, 1974; bls. 79-81 [7] Kristen Blake, The U.S.-Soviet Confrontation in Iran, 1945-1962: A Case in the Annals of the Cold War; University Press of America, 15. maí 2009; bls. 22 [8] https://www.cia.gov/readingroom/document/cia-rdp78-01617a003000180001-8, bls. 9 [9] Yosef Govrin; Israeli-Soviet Relations, 1953-67: From Confrontation to Disruption; Frank Cass, Bretland, 1998; bls. 66, 94 [10] Michael T. Benson, Harry S. Truman and the Founding of Israel; Greenwood Publishing Group, Bandaríkin, 1997; bls. 78 [11] Peter Grose, Israel in the Mind of America; Alfred A. Knopf, Bandaríkin, 1983; bls. 265 [12] https://www.trumanlibrary.gov/library/truman-papers/correspondence-harry-s-truman-bess-wallace-1910-1919/march-25-1918-postmark [13] https://history.state.gov/historicaldocuments/frus1961-63v18/d24 [14] https://doi.org/10.1080/1369183X.2018.1492370, bls. 8 [15] https://www.jpost.com/middle-east/yazidi-genocide-survivor-jews-are-an-example-for-us-500501 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Ísrael Bensín og olía Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Staðhæfingin um að Ísraelsríki hafi verið „búið til“ af utanaðkomandi öflum – ýmist af Bandaríkjamönnum, Bretum eða Sameinuðu þjóðunum – heyrist ósjaldan þegar málefni Mið-Austurlanda bera á góma. Þessi staðhæfing er í raun hryggjarstykkið í orðræðu margra andstæðinga Ísraels. Þannig notfæra þeir sér vaxandi andúð á vestrænum afskiptum í fjarlægum heimshlutum til að koma höggi á Ísrael. En á þessi staðhæfing við rök að styðjast? Til að skera úr um það er nauðsynlegt að líta á stöðuna í Mið-Austurlöndum fyrir sjálfstæði Ísraels og skoða hvaða áhrif hagsmunir stórveldanna höfðu á afstöðu þeirra. Þegar farið er yfir sögu þessa tímabils kemur fljótt í ljós að ekkert stórveldanna hafði raunverulega samúð með málstað Gyðinga og baráttu þeirra fyrir sjálfstæðu þjóðríki. Sjálfsákvörðunarréttur þjóða Hugmyndin um sjálfsákvörðunarrétt þjóða kom fram á sjónarsviðið á seinni hluta nítjándu aldar og varð að mótandi hugsjón í alþjóðastjórnmálum á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Lagt var upp með að sjálfstæði nýlenda Vesturlanda myndi fela í sér uppfyllingu þessarar hugsjónar. Hins vegar var raunin oftast önnur því landamæri nýlendanna voru ekki dregin með þjóðerni íbúa þeirra í huga og margar þjóðir bjuggu á víð og dreif um aðgreindar nýlendur. Engu að síður héldu þessi landamæri lagalegu gildi sínu þegar Vesturlönd afsöluðu sér völdum. Samhliða þessari stefnu risu upp sjálfstæðishreyfingar þjóða sem bjuggu í nýlendunum og áttu sér ekki þjóðríki. Þeirra á meðal var síonistahreyfingin sem var stofnuð árið 1897 af hópi Gyðinga sem hafði dvalið í margar aldir í Evrópu, en hreyfingin beitti sér engu að síður fyrir sjálfsákvörðunarrétti allra Gyðinga. Hreyfingin talaði því máli mikils fjölda Gyðinga sem bjó fyrir utan Evrópu, en í manntali frá 1942 kemur meðal annars fram að samtals 1,37 milljón Gyðinga bjó í Afríku og Asíu á þeim tíma.[1] Þáttur Breta Ein af nýlendum Breta í Mið-Austurlöndum var „Umboðssvæðið Palestína“ (e. “Mandatory Palestine”). Hvergi annars staðar var að finna þéttari byggð Gyðinga á bresku yfirráðasvæði. Til að byrja með virtust Bretar ætla að beita sér fyrir sjálfstæðu þjóðríki Gyðinga og var sú hugsjón lögfest á ráðstefnu í San Remo árið 1920 og síðar af öllum aðildarríkjum Þjóðabandalagsins – forvera Sameinuðu þjóðanna. En með tímanum gengu Bretar að miklu leyti á bak orða sinna, meðal annars með því að hindra flutning Gyðinga til svæðisins þegar neyð þeirra í Evrópu var einna mest.[2] Þann 11. desember 1947 lýstu Bretar því yfir að þeir myndu afsala sér völdum yfir umboðssvæðinu þann 15. maí 1948.[3] Þessi ákvörðun var ekki tekin með velferð Gyðinga í huga. Hagsmunir Breta á svæðinu gerðu það að verkum að þeir tóku hlið Arabaríkjanna gegn síonistahreyfingunni. En hvað kom í veg fyrir að Bretar tækju afstöðu með Gyðingum þegar hér var komið við sögu? Olíufyrirtækin Stór hluti Mið-Austurlanda hafði áður tilheyrt hinu víðfeðma Tyrkjaveldi. Tyrkir töpuðu megninu af þessu svæði í fyrri heimsstyrjöldinni í hendur Breta og Frakka sem deildu svæðinu sín á milli. Það vill einnig svo til að á fyrstu áratugum tuttugustu aldar voru stór olíufyrirtæki stofnuð í Mið-Austurlöndum af Bretum og Bandaríkjamönnum. Þessi olíufyrirtæki voru flest byggð upp í kringum olíulindir á svæðum sem leiðtogar Araba höfðu tögl og haldir. Þegar leið á tuttugustu öldina var aðallega eitt hagsmunamál sem skipti stjórnvöld Breta og Bandaríkjamanna máli í þessum heimshluta: Öruggur aðgangur að olíulindunum. Stöðugleiki var lykilatriði þegar kom að því að tryggja óheftan aðgang að olíunni og allar sjálfstæðishreyfingar minnihlutahópa á svæðinu voru álitnar ógn við þann stöðugleika. Síonistahreyfingin var þar engin undantekning.[4] Á árunum fyrir seinna stríð höfðu Bretar og Frakkar afsalað sér völdum yfir flestum nýlendunum í Mið-Austurlöndum. Þrátt fyrir að hýsa fjölda ólíkra þjóða og þjóðarbrota urðu næstum öll ríkin sem áður höfðu tilheyrt Tyrkjaveldi að arabískum þjóðríkjum. Ríkin voru stofnuð á grundvelli arabískrar sjálfsmyndar og skilaði það sér í stofnun Arababandalagsins og seinna í stofnun OAPEC – Olíuútflutningssambands Arabaríkjanna. Meðal þeirra þjóða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum sem telja hundruð þúsunda og jafnvel milljónir eru Assýringar, Berbar, Gyðingar, Jasídar, Koptar, Kúrdar og Túrkmenar. Að undanskildum Gyðingum eru þessar þjóðir enn í dag undirokaðir minnihlutahópar í ríkjum Arababandalagsins, Tyrklandi og Íran. Ef ekki hefði verið fyrir þrautseigju síonistahreyfingarinnar væru Gyðingarnir sem bjuggu í þessum ríkjum enn þá annars flokks þegnar, ef þeir hefðu yfirhöfuð haldið lífi. Vopnasölubannið Það er ekki hægt að segja að samskiptin á milli Gyðinga og Araba í Bresku Palestínu hafi verið friðsamleg fyrir stofnun Ísraelsríkis. Blóðug átök brutust reglulega út með mannfalli á báða bóga. Árið 1947 jukust átökin til muna og stjórnvöld í Bandaríkjunum fundu sig knúin til að grípa til aðgerða. Þann 5. desember 1947 lögðu þau bann við útflutningi vopna til Mið-Austurlanda. Þetta gilti jafnt um hersveitir Gyðinga og aðra hópa á svæðinu. Eins og áður kom fram voru Bretar ekki hliðhollir Gyðingum á þessum tíma og neituðu að selja þeim vopn. Þeir héldu hins vegar áfram að vígbúa Egypta, Jórdani og Íraka.[5] Gyðingar þurftu því að verða sér úti um vopn eftir öðrum leiðum ef sjálfstætt ríki þeirra átti að verða að veruleika. Frá mars 1948 og fram til stríðsloka árið 1949 börðust hersveitir Gyðinga aðallega með vopnum frá Tékkóslóvakíu.[6] Á þeim tíma var Tékkóslóvakía undir verndarvæng Sovétríkjanna og ekkert var aðhafst þar án samþykkis Sovétmanna. Það er alkunna að Gyðingar voru ofsóttir í Sovétríkjunum og í stjórnartíð Stalíns voru ofsóknirnar hvað verstar. Það var því ekki samúð með málstað Gyðinga sem réði stuðningi Sovétríkjanna við þjóðfrelsishreyfingu þeirra í Mið-Austurlöndum. En hvað vakti þá fyrir Sovétmönnum? Þáttur Sovétríkjanna Frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og fram að maí 1946 höfðu Sovétríkin gert tilraun til að vígbúa og fjármagna þjóðfrelsishreyfingu Kúrda án árangurs. Sambærileg tilraun var gerð til að stofna ríki minnihlutahóps Asera í Íran en það ríki leið undir lok í desember 1946.[7] Stuðningur Sovétmanna við þessar hreyfingar þjónaði meðal annars þeim tilgangi að standa í hárinu á Vesturveldunum en einnig var þeim hugleikið að breiða út hugmyndafræði kommúnismans. Stuðningur þeirra við sjálfstæðishreyfingu Gyðinga var að miklu leyti sama eðlis.[8] Stjórn síonista lýsti yfir sjálfstæði þann 14. maí 1948, daginn áður en umboðsstjórn Breta leið undir lok. Sovétríkin viðurkenndu sjálfstæðisyfirlýsingu Ísraels strax þremur dögum síðar og til að byrja með var gott samband á milli þeirra. Sovétmenn höfðu bundið vonir við að Ísraelsríki yrði að enn einu kommúnistaríkinu en með tímanum gáfu þeir þá von upp á bátinn. Smám saman drógu þeir úr stuðningi sínum við Ísrael og í upphafi árs 1956 hófu sovéskir embættismenn að gefa út fjandsamlegar yfirlýsingar í garð Ísraels samhliða vaxandi stuðningi þeirra við Arabaríkin. Fram að upplausn þeirra á tíunda áratugnum voru Sovétríkin andsnúin Ísraelsríki og héldu úti stöðugum áróðri gegn Ísrael og Gyðingum.[9] Áhrifa þessa áróðurs gætir enn víða meðal andstæðinga Ísraels á vinstri vængnum. Stuðningsyfirlýsing Trumans Óþarflega mikið hefur verið gert úr stuðningi Harry Trumans Bandaríkjaforseta við málstað Gyðinga. Í lok árs 1947 – á sama tíma og hann samþykkti fyrrnefnt vopnasölubann gegn herjum síonista og Araba – ákvað hann að lýsa yfir stuðningi við tillögu Sameinuðu þjóðanna að skiptingu umboðssvæðisins í tvö aðgreind svæði. Í þessu samhengi ber að taka fram að tillaga Sameinuðu þjóðanna var háð samþykki beggja deiluaðila og því einungis ráðgefandi á þessu stigi málsins. Fulltrúar Gyðinga samþykktu tillöguna þótt hún fæli í sér minna svæði fyrir þeirra ríki en þeir höfðu vonast eftir. Tillögunni var hins vegar hafnað af fulltrúum Araba því afstaða þeirra var sú að allt svæðið ætti að verða að arabísku þjóðríki. Sömuleiðis voru allir ráðgjafar Trumans Bandaríkjaforseta í utanríkismálum mótfallnir stuðningi við tillöguna og það sama átti við um langflesta stjórnarmenn olíufyrirtækjanna.[10][11] Frá þeirra bæjardyrum séð myndi afgerandi stuðningur við framtíðarríki Gyðinga vekja reiði Arabaríkjanna og stofna hagsmunum þeirra í hættu. Hafði Truman samúð með málstað Gyðinga? Það er nokkuð ljóst að svo var ekki. Persónuleg skrif Trumans gefa til kynna að hann hafi lítið geðjast að Gyðingum. Meðal annars lét hann þau niðrandi orð falla að hann teldi New York-borg vera „Júðabæ“ (e. “kike town”).[12] Það er ólíklegt að djúphyggin ástæða hafi legið að baki stuðningi Trumans. Kosningabaráttan var á næsta leiti og líklega veðjaði hann á að stuðningur við tillöguna yrði vinsæll meðal væntanlegra kjósenda hans. Þrátt fyrir stuðning Trumans við tillögu Sameinuðu þjóðanna, og nokkrum mánuðum síðar við sjálfstæðisyfirlýsinguna, hélt hann engu að síður ákveðinni fjarlægð við Ísrael. Meðal annars hélt vopnasölubannið gildi sínu alla stjórnartíð Trumans og einnig í tíð arftaka hans Dwight Eisenhowers. Banninu var ekki aflétt fyrr en þann 19. ágúst 1962 í stjórnartíð John F. Kennedys.[13] Það var fyrst í Yom Kippur-stríðinu árið 1973 sem ísraelski varnarherinn fékk beina aðstoð frá Bandaríkjaher. Þá kom loks í ljós að áhyggjurnar af olíuhagsmunum á svæðinu voru ekki úr lausu lofti gripnar. Hernaðaraðstoð Bandaríkjanna hafði þær afleiðingar að OAPEC – Olíuútflutningssamband Arabaríkjanna – lagði viðskiptabann á Bandaríkin og nokkur önnur vestræn ríki. Olíukreppan sem fylgdi í kjölfarið hafði víðtæk áhrif á efnahag Vesturlanda næstu áratugina. Samantekt Í stuttu máli einkenndist aðkoma stórveldanna að málefnum Gyðinga í Mið-Austurlöndum af hálfkáki og eiginhagsmunahyggju. Bretar afsöluðu sér völdum yfir svæðinu og styrktu Arabaríkin með vopnum á meðan þeir héldu úti vopnasölubanni gegn herjum síonista. Þótt Sovétmenn hafi stutt síonistahreyfinguna í byrjun var það fyrst og fremst í þeim tilgangi að slá ryki í augu Vesturlanda. Á sama tíma urðu Gyðingar í Sovétríkjunum fyrir grimmilegum ofsóknum. Sameinuðu þjóðirnar lögðu fram tillögu að skiptingu landsins sem var síðar hafnað af fulltrúum Araba og öðlaðist tillagan því aldrei lagalegt gildi. Bandaríkjamenn komu á vopnasölubanni gegn öllum hópum í Mið-Austurlöndum og því var stuðningur þeirra við málstað Gyðinga meira í orði en á borði. Gefa upplýsingarnar hér að ofan að nokkru leyti til kynna að Ísraelsríki hafi verið vestræn uppfinning? Það er óhætt að fullyrða að svo er ekki. Það var ekki fyrr en Gyðingar sýndu fram á burði til þess að stjórna og verja eigin ríki sem viðmót Vesturlanda gagnvart Ísrael tók að breytast til batnaðar. Sjálfstæðisyfirlýsing Gyðinga í maí 1948 markaði hina raunverulegu stofnun Ísraelsríkis. Flest ríki heims – bæði vestræn og austræn – viðurkenndu sjálfstæði Ísraels í kjölfarið. Þegar hér er komið við sögu hafa 164 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna viðurkennt Ísrael og ekki er útilokað að fleiri ríki bætist í þann hóp á næstunni. Lokaorð Þeir sem tengja Ísraelsríki við vestræna heimsvaldastefnu eru á alvarlegum villigötum. Gyðingar eru mið-austurlensk þjóð. Það gildir einu að ákveðinn hópur þeirra hafi um tíma dvalið í Evrópu. Sagnfræðiheimildir og fornleifar eru til vitnis um stöðuga búsetu fjölda Gyðinga fyrir botni Miðjarðarhafs í rúm tvö árþúsund. Þjóðtunga þeirra, hebreska, er náskyld arabísku. Í skýrslu sem var birt árið 2018 kemur fram að 48% Gyðinga í Ísrael eru afkomendur Gyðinga sem bjuggu áður í Norður-Afríku, Mið-Austurlöndum og Eþíópíu og 8% til viðbótar eru af blönduðu ætterni.[14] Ef eitthvað, veitir Ísrael mikilvægt fordæmi fyrir minnihlutahópa í heiminum. Ísrael er lifandi dæmi um að minnihlutaþjóð hafi öðlast ríki sem hefur hlotið viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. Eins og áður kom fram dvelur fjöldi þjóða í ríkjunum umhverfis Ísrael þar sem þær hafa átt mjög erfitt uppdráttar. Handhafi friðarverðlauna Nóbels, Nadia Murad, sagði í viðtali árið 2017 að Gyðingar væru fordæmi fyrir þjóð hennar, Jasída, í því að varðveita menningu sína.[15] Það er vel mögulegt að fulltrúar annarra minnihlutaþjóða beri kennsl á þetta fordæmi og taki svipaða afstöðu í náinni framtíð. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] http://docs.fdrlibrary.marist.edu/psf/box52/a467cg01.html [2] https://digital.kenyon.edu/bulmash_exodus/ [3] https://api.parliament.uk/historic-hansard/commons/1947/dec/11/palestine, bls. 1213 [4] David S. Painter, “Oil and the American Century,” Journal of American History99, tbl. 1 (júní 2012), bls. 5 [5] https://www.euppublishing.com/doi/abs/10.3366/brs.2010.0306, bls. 83, 88 [6] Arnold Kramer, The Forgotten Friendship: Israel and the Soviet Bloc, 1947-1953; University of Illinois Press, Bandaríkin, 1974; bls. 79-81 [7] Kristen Blake, The U.S.-Soviet Confrontation in Iran, 1945-1962: A Case in the Annals of the Cold War; University Press of America, 15. maí 2009; bls. 22 [8] https://www.cia.gov/readingroom/document/cia-rdp78-01617a003000180001-8, bls. 9 [9] Yosef Govrin; Israeli-Soviet Relations, 1953-67: From Confrontation to Disruption; Frank Cass, Bretland, 1998; bls. 66, 94 [10] Michael T. Benson, Harry S. Truman and the Founding of Israel; Greenwood Publishing Group, Bandaríkin, 1997; bls. 78 [11] Peter Grose, Israel in the Mind of America; Alfred A. Knopf, Bandaríkin, 1983; bls. 265 [12] https://www.trumanlibrary.gov/library/truman-papers/correspondence-harry-s-truman-bess-wallace-1910-1919/march-25-1918-postmark [13] https://history.state.gov/historicaldocuments/frus1961-63v18/d24 [14] https://doi.org/10.1080/1369183X.2018.1492370, bls. 8 [15] https://www.jpost.com/middle-east/yazidi-genocide-survivor-jews-are-an-example-for-us-500501
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun