Iceland Airwaves frestað til ársins 2022 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2021 10:00 Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022. Vísir Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hátíðin mun því fara fram dagana 2. til 5. nóvember 2022. Eftir að delta-afbrigðiði svokallaða barst hingað til lands hafa samkomutakmarkanir verið í gildi. Samkvæmt tilkynningu frá Senu, sem sér um hátíðina, gefa þessar takmarkanir lítið færi á að halda hátíð eins og Iceland Airwaves. „Allt varðandi framkvæmd og aðgengi tónleikagesta að skyndiprófum er ennþá óljóst. Allir aðrir viðburðir (standandi og án prófa), eru áfram takmarkaðir við 200 manns á hverju svæði,“ segir í tilkynningunni. Nú mega 500 koma saman en gestir verða að vera í númeruðum sætum, mega ekki snúa andspænis hvor öðrum og verða að bera grímur þar til sest er í sætin og verða að geta sýnt fram á hraðpróf með niðurstöðum innan tveggja sólarhringa frá upphafi viðburðar. „Hækkun takmörkunar upp í 500 manns í númeruð sæti með innleiðingu hraðaprófa er vissulega skref í rétta átt en þessar takmarkanir eru augljóslega hamlandi fyrir stærri, standandi viðburði og gera það útilokað að framkvæma viðburði á borð við Iceland Airwaves.“ Fram kemur í tilkynningunni að miðahafar sem vilji sækja Iceland Airwaves á næsta ári þurfi ekkert að aðhafast, miðinn gildi áfram. Þeir sem vilji óska eftir endurgreiðslu megi hafa samband við Tix fyir föstudaginn 17. september. „Við hvetjum miðahafa til að halda miðunum sínum. Þessi frestun hefur ekki bara áhrif á Iceland Airwaves heldur allan íslenska tónlistargeirann. Með því að halda miðanum styður þú við bakið á íslenskri tónlist, sem er í sárum þessa dagana,“ segir í tilkynningunni. „Hvað varðar dagskrána fyrir 2022 þá munu samtöl eiga sér stað við hvern flytjanda fyrir sig. Við vonum að flestir sem búið var að bóka og tilkynna verði með á næsta ári. Þetta verður nánar staðfest og tilkynnt við fyrsta tækifæri.“ Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Samkomubann á Íslandi Airwaves Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Eftir að delta-afbrigðiði svokallaða barst hingað til lands hafa samkomutakmarkanir verið í gildi. Samkvæmt tilkynningu frá Senu, sem sér um hátíðina, gefa þessar takmarkanir lítið færi á að halda hátíð eins og Iceland Airwaves. „Allt varðandi framkvæmd og aðgengi tónleikagesta að skyndiprófum er ennþá óljóst. Allir aðrir viðburðir (standandi og án prófa), eru áfram takmarkaðir við 200 manns á hverju svæði,“ segir í tilkynningunni. Nú mega 500 koma saman en gestir verða að vera í númeruðum sætum, mega ekki snúa andspænis hvor öðrum og verða að bera grímur þar til sest er í sætin og verða að geta sýnt fram á hraðpróf með niðurstöðum innan tveggja sólarhringa frá upphafi viðburðar. „Hækkun takmörkunar upp í 500 manns í númeruð sæti með innleiðingu hraðaprófa er vissulega skref í rétta átt en þessar takmarkanir eru augljóslega hamlandi fyrir stærri, standandi viðburði og gera það útilokað að framkvæma viðburði á borð við Iceland Airwaves.“ Fram kemur í tilkynningunni að miðahafar sem vilji sækja Iceland Airwaves á næsta ári þurfi ekkert að aðhafast, miðinn gildi áfram. Þeir sem vilji óska eftir endurgreiðslu megi hafa samband við Tix fyir föstudaginn 17. september. „Við hvetjum miðahafa til að halda miðunum sínum. Þessi frestun hefur ekki bara áhrif á Iceland Airwaves heldur allan íslenska tónlistargeirann. Með því að halda miðanum styður þú við bakið á íslenskri tónlist, sem er í sárum þessa dagana,“ segir í tilkynningunni. „Hvað varðar dagskrána fyrir 2022 þá munu samtöl eiga sér stað við hvern flytjanda fyrir sig. Við vonum að flestir sem búið var að bóka og tilkynna verði með á næsta ári. Þetta verður nánar staðfest og tilkynnt við fyrsta tækifæri.“
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Samkomubann á Íslandi Airwaves Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira