Græn orka er lausnin Teitur Björn Einarsson skrifar 4. september 2021 08:00 Í leiðtogaumræðum á RÚV þann 31. ágúst sl. sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, frambjóðandi Pírata, að ekki þyrfti að virkja meira á Íslandi til að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Vísaði hún þar reyndar ranglega til forstjóra Landsvirkjunar máli sínu til stuðnings. Tiltók hún svo sérstaklega að það væri tímaspursmál hvenær eitt eða fleiri álver á Íslandi myndi loka og lét í það skína að þá myndu Íslendingar vera á grænni grein í orku- og loftslagsmálum. Þessi afstaða Pírata og fleiri flokka á vinstri vængnum lýsir annað hvort talsverðu skilningsleysi á eðli vandans sem við er að glíma á alþjóðavísu í loftslagsmálum eða, sem verra væri, vítaverðu áhugaleysi Pírata og fleiri á að takast raunverulega á við þetta hnattræna hættuástand með alvöru aðgerðum. Hvað þýðir lokun álvers á Íslandi? Reiknað hefur verið út að álver á Íslandi sem framleiðir 360 þúsund tonn af áli á ári sparar heiminum 3,7 milljón tonna losun af CO2 ár hvert miðað við heimsmeðaltalið en 4,8 milljón tonn af losun á ári færist starfsemin til Kína. Af hverju skiptir þetta máli? Jú, heildarlosun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda sem loftslagsáætlun þess nær til er 2,9 milljón tonn á ári. Það væru því mjög vondar fréttir fyrir heiminn ef álver lokaði á Íslandi. Því starfsemin mun færast annað sama hvað úthrópunum vinstri manna á Íslandi líður og vera knúið mengandi orkugjöfum en ekki með grænni orku hér á Íslandi. Jákvæðar tilfærslur í loftslagsbókhaldi Íslands leysa ekki vandann. Það er eins og að ætla að læknast af hita með því einu að mæla einhvern annan heilbrigðan. Nær væri að líta svo á að heildarlosun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda ætti að aukast um 3,7-4,8 milljón tonn á ári ef álver lokaði á Íslandi af því Íslendingar væru þar með ekki að leggja sitt af mörkun með heimsbyggðinni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það þarf að virkja græna orku Loftslagsmál og orkumál verða ekki skilin að. Til að draga umtalsvert úr losun CO2 á heimsvísu þarf að hverfa frá jarðefnaeldsneyti og taka upp umhverfisvænni orkugjafa. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Íslandi taki forystu í orkuskiptum með því að nýta græna innlenda orku. Orkuskipti ná ekki einungis til bifreiða hér innanlands heldur einnig samgangna í lofti og til sjós og kalla þar með á lausnir eins og framleiðslu á rafeldsneyti, til dæmis vetni ofl. Heimurinn kallar á lausnir í loftslagsmálum og þess vegna felast tækifæri í því að ná tökum á framleiðslu vetnis á Íslandi og flytja það út til annarra landa sem skipta þá út mengandi orkugjöfum. Framlag Íslands til að draga úr útblæstri og losun á heimsvísu getur þannig stóraukist og haft verulega þýðingu samhliða efnahagslegum ávinningi um land allt. Það er stórundarlegt að flokkur eins og Vinstri græn, sem kenna sig mikið við umhverfisvernd, hafi ekki skoðað eða rætt afstöðu sína til vetnisframleiðslu á Íslandi í ljósi þess hvað það getur skipt miklu máli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Til að framleiða vetni og ráðast í orkuskipti hér innanlands þarf græna orku. Hún er til en hana þarf að virkja með eins umhverfisvænum og hagkvæmum hætti og kostur er. Réttast væri að við mat á umhverfisáhrifum virkjana í rammaáætlun verði horft til loftslagsáhrifa af nýtingu grænnar orku. Vinstriflokkar á villigötum Píratar, Vinstri græn og fleiri flokkar vinstrihreyfingarinnar tala hátt um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en fyrir þeim vakir eitthvað allt annað en árangur í loftslagsmálum. Stefna þeirra er sú að það megi ekki virkja heldur eigi að draga úr neyslu með boðum og bönnum, leggja á skatta og auka miðstýringu. Þeir vilja frekar algjörlega ósnerta náttúru á Íslandi í stað þess að bregðast við aðsteðjandi hættu fyrir mannkynið sem felst í loftslagsbreytingum af mannvöldum um allan heim. Þeirra stefna er röng því hún hefur enga raunverulega þýðingu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Orkumál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Í leiðtogaumræðum á RÚV þann 31. ágúst sl. sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, frambjóðandi Pírata, að ekki þyrfti að virkja meira á Íslandi til að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Vísaði hún þar reyndar ranglega til forstjóra Landsvirkjunar máli sínu til stuðnings. Tiltók hún svo sérstaklega að það væri tímaspursmál hvenær eitt eða fleiri álver á Íslandi myndi loka og lét í það skína að þá myndu Íslendingar vera á grænni grein í orku- og loftslagsmálum. Þessi afstaða Pírata og fleiri flokka á vinstri vængnum lýsir annað hvort talsverðu skilningsleysi á eðli vandans sem við er að glíma á alþjóðavísu í loftslagsmálum eða, sem verra væri, vítaverðu áhugaleysi Pírata og fleiri á að takast raunverulega á við þetta hnattræna hættuástand með alvöru aðgerðum. Hvað þýðir lokun álvers á Íslandi? Reiknað hefur verið út að álver á Íslandi sem framleiðir 360 þúsund tonn af áli á ári sparar heiminum 3,7 milljón tonna losun af CO2 ár hvert miðað við heimsmeðaltalið en 4,8 milljón tonn af losun á ári færist starfsemin til Kína. Af hverju skiptir þetta máli? Jú, heildarlosun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda sem loftslagsáætlun þess nær til er 2,9 milljón tonn á ári. Það væru því mjög vondar fréttir fyrir heiminn ef álver lokaði á Íslandi. Því starfsemin mun færast annað sama hvað úthrópunum vinstri manna á Íslandi líður og vera knúið mengandi orkugjöfum en ekki með grænni orku hér á Íslandi. Jákvæðar tilfærslur í loftslagsbókhaldi Íslands leysa ekki vandann. Það er eins og að ætla að læknast af hita með því einu að mæla einhvern annan heilbrigðan. Nær væri að líta svo á að heildarlosun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda ætti að aukast um 3,7-4,8 milljón tonn á ári ef álver lokaði á Íslandi af því Íslendingar væru þar með ekki að leggja sitt af mörkun með heimsbyggðinni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það þarf að virkja græna orku Loftslagsmál og orkumál verða ekki skilin að. Til að draga umtalsvert úr losun CO2 á heimsvísu þarf að hverfa frá jarðefnaeldsneyti og taka upp umhverfisvænni orkugjafa. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Íslandi taki forystu í orkuskiptum með því að nýta græna innlenda orku. Orkuskipti ná ekki einungis til bifreiða hér innanlands heldur einnig samgangna í lofti og til sjós og kalla þar með á lausnir eins og framleiðslu á rafeldsneyti, til dæmis vetni ofl. Heimurinn kallar á lausnir í loftslagsmálum og þess vegna felast tækifæri í því að ná tökum á framleiðslu vetnis á Íslandi og flytja það út til annarra landa sem skipta þá út mengandi orkugjöfum. Framlag Íslands til að draga úr útblæstri og losun á heimsvísu getur þannig stóraukist og haft verulega þýðingu samhliða efnahagslegum ávinningi um land allt. Það er stórundarlegt að flokkur eins og Vinstri græn, sem kenna sig mikið við umhverfisvernd, hafi ekki skoðað eða rætt afstöðu sína til vetnisframleiðslu á Íslandi í ljósi þess hvað það getur skipt miklu máli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Til að framleiða vetni og ráðast í orkuskipti hér innanlands þarf græna orku. Hún er til en hana þarf að virkja með eins umhverfisvænum og hagkvæmum hætti og kostur er. Réttast væri að við mat á umhverfisáhrifum virkjana í rammaáætlun verði horft til loftslagsáhrifa af nýtingu grænnar orku. Vinstriflokkar á villigötum Píratar, Vinstri græn og fleiri flokkar vinstrihreyfingarinnar tala hátt um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en fyrir þeim vakir eitthvað allt annað en árangur í loftslagsmálum. Stefna þeirra er sú að það megi ekki virkja heldur eigi að draga úr neyslu með boðum og bönnum, leggja á skatta og auka miðstýringu. Þeir vilja frekar algjörlega ósnerta náttúru á Íslandi í stað þess að bregðast við aðsteðjandi hættu fyrir mannkynið sem felst í loftslagsbreytingum af mannvöldum um allan heim. Þeirra stefna er röng því hún hefur enga raunverulega þýðingu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar