Handbolti

Valsmenn tryggðu sér sæti í annarri umferð Evrópudeildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Magnús Óli Magnússon var öflugur í sóknarleik Valsmanna.
Magnús Óli Magnússon var öflugur í sóknarleik Valsmanna. Vísir/Hulda Margrét

Valsmenn eru komnir áfram í aðra umferð Evrópudeildar karla í handbolta eftir 22-21 sigur gegn Porec frá Króatíu. Fyrri leikur liðanna endaði 22-18, Valsmönnum í vil, og þeir vinna því einvígið samanlegt með fimm marka mun.

Króatarnir þurftu að snúa taflinu sér í vil og náðu góðu forskoti í fyrri hálfleik. Þegar að liðin gengu til búningsherbergja var munurinn fimm mörk, 12-7, Porec í vil.

Velsmenn voru því allt í einu lentir undir í einvíginu, en mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik. Þeir skoruðu sex af fyrstu átta mörkum hálfleiksins og minnkuðu þar með muninn í eitt mark.

Næstu mínútur voru nokkuð sveiflukenndar og króatíska liðið náði þriggja marka forskoti enn á ný. Valsmenn reyndust þó sterkari á lokakaflanum og tryggðu sér sætan eins marks sigur, 22-21, og þar með farmiðann í aðra umferð Evrópudeildarinnar.

Magnús Óli Magnússon var allt í öllu í sóknarleik Vals og skoraði níu mörk fyrir Hlíðarendaliðið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×