Segja R.Kelly hafa skipað sér að skrifa neyðarleg bréf honum til verndar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2021 22:47 Réttarhöldin yfir R. Kelly standa nú yfir. Getty/Antonio Perez Vitni og meint fórnarlömb í máli ákæruvaldsins gegn bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly segja hann hafa skipað sér að skrifa bréf sem innihéldu lýsingar sem komu bréfritara illa. Bréfin voru hugsuð sem eins konar trygging sem hann gæti nýtt sér til að vernda sig fyrir lögsóknum. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Kelly, 54 ára, um kynferðisbrot og aðra misnotkun en hann hefur verið ákærður fyrir mansal. Söngvarinn neitar sök og lögmenn hans segja konurnar grúppíur sem hafi mislíkað þegar Kelly hætti samskiptum við þær. Dómsmál yfir Kelly stendur nú yfir í New York. Í frétt CNN segir að við réttarhöldin hafi meðal annars komið fram í máli fjölda kvenna sem vitna gegn Kelly að þær hafi verið látnar skrifa bréf sem innihéldu alls konar rangar upplýsingar um samband þeirra og Kelly. Kelly geymdi svo bréfin. Saka Kelly um að hafa ætlað að nýta bréfin sér til verndar Konurnar vitna flestar undir dulnöfnum og í máli konu sem kölluð er Jane í frétt CNN segir að hún hafi greint frá því að hún og aðrar kærustur Kelly hafi verið látnar skrifa fjögur til fimm bréf á ári hverju. Verjandi Kelly las upp úr einu bréfinu sem Jane skrifaði. „Ef hann vissi að ég væri sautján ára myndi hann alveg láta mig í friði,“ stóð í einu bréfi Jane. Sagði Jane að Kelly hefði látið hana skrifa þetta og að ekki væri sannleikskorn að finna í þessum bréfum. R. Kelly eins og teiknari sem viðstaddur var réttarhöldin á dögunum teiknaði hann.AP Photo/Elizabeth Williams „Ég ætla að segja öllum að þú hafir nauðgað mér. Ég ætla að segja að þú hafir nauðgað mér alveg frá því að ég var barn,“ skrifaði Jane í öðru bréfi. Aðspurð að því hvort að hún teldi að Kelly hefði látið hana skrifa bréfið til þess að vernda sig vegna málsókna sagði Jane að hún teldi svo vera. Í frétt CNN er vísað í mál Keith Raniere, leiðtoga kynlífssértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum sem dæmdur var í fangelsi fyrir kynlífsþrælkun. Lét hann meðal annars fórnarlömb sín skrifa bréf þar sem fram komu meiðandi upplýsingar um bréfritara. Þetta gerði hann til þess að ná stjórn á viðkomandi með því að segjast ætla að birta bréfin nema viðkomandi léti að stjórn. Í fréttinni er einnig rætt við einn af saksóknurunum sem kom að máli Raniere sem segir að það sé vel þekkt í sams konar málum og R. Kelly er nú að svara fyrir, að láta fórnarlömb skrifa slík bréf og láta hótun fylgja með um að þau verði birt hagi viðkomandi sér í takt við vilja gerandans. Tónlist Bandaríkin Mál R. Kelly Tengdar fréttir Segir R. Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum. 31. ágúst 2021 12:44 Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48 Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14 Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Kelly, 54 ára, um kynferðisbrot og aðra misnotkun en hann hefur verið ákærður fyrir mansal. Söngvarinn neitar sök og lögmenn hans segja konurnar grúppíur sem hafi mislíkað þegar Kelly hætti samskiptum við þær. Dómsmál yfir Kelly stendur nú yfir í New York. Í frétt CNN segir að við réttarhöldin hafi meðal annars komið fram í máli fjölda kvenna sem vitna gegn Kelly að þær hafi verið látnar skrifa bréf sem innihéldu alls konar rangar upplýsingar um samband þeirra og Kelly. Kelly geymdi svo bréfin. Saka Kelly um að hafa ætlað að nýta bréfin sér til verndar Konurnar vitna flestar undir dulnöfnum og í máli konu sem kölluð er Jane í frétt CNN segir að hún hafi greint frá því að hún og aðrar kærustur Kelly hafi verið látnar skrifa fjögur til fimm bréf á ári hverju. Verjandi Kelly las upp úr einu bréfinu sem Jane skrifaði. „Ef hann vissi að ég væri sautján ára myndi hann alveg láta mig í friði,“ stóð í einu bréfi Jane. Sagði Jane að Kelly hefði látið hana skrifa þetta og að ekki væri sannleikskorn að finna í þessum bréfum. R. Kelly eins og teiknari sem viðstaddur var réttarhöldin á dögunum teiknaði hann.AP Photo/Elizabeth Williams „Ég ætla að segja öllum að þú hafir nauðgað mér. Ég ætla að segja að þú hafir nauðgað mér alveg frá því að ég var barn,“ skrifaði Jane í öðru bréfi. Aðspurð að því hvort að hún teldi að Kelly hefði látið hana skrifa bréfið til þess að vernda sig vegna málsókna sagði Jane að hún teldi svo vera. Í frétt CNN er vísað í mál Keith Raniere, leiðtoga kynlífssértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum sem dæmdur var í fangelsi fyrir kynlífsþrælkun. Lét hann meðal annars fórnarlömb sín skrifa bréf þar sem fram komu meiðandi upplýsingar um bréfritara. Þetta gerði hann til þess að ná stjórn á viðkomandi með því að segjast ætla að birta bréfin nema viðkomandi léti að stjórn. Í fréttinni er einnig rætt við einn af saksóknurunum sem kom að máli Raniere sem segir að það sé vel þekkt í sams konar málum og R. Kelly er nú að svara fyrir, að láta fórnarlömb skrifa slík bréf og láta hótun fylgja með um að þau verði birt hagi viðkomandi sér í takt við vilja gerandans.
Tónlist Bandaríkin Mál R. Kelly Tengdar fréttir Segir R. Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum. 31. ágúst 2021 12:44 Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48 Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14 Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Segir R. Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf Fyrsti karlinn, sem hefur ásakað tónlistarmanninn R. Kelly um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi, vitnaði fyrir dómi í gær og sagði Kelly hafa lofað sér frægð í skiptum fyrir kynlíf. Gærdagurinn var áttundi dagur réttarhaldanna yfir tónlistarmanninum. 31. ágúst 2021 12:44
Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. 24. ágúst 2021 11:48
Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. 21. ágúst 2021 23:14
Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 18. ágúst 2021 22:58