Hetjur landsins Hlédís Sveinsdóttir skrifar 7. september 2021 07:31 Þegar þið heyrið „grunnatvinnuvegur þjóðarinnar“ um hvað hugsið þið þá? Sjávarútveg, ekki satt? Hetjur hafsins, útflutningstekjur, auðlind og auðæfi. Ferðaþjónustu? Gjaldeyristekjurnar og allt sem þeirri atvinnugrein fylgir. Allt satt og rétt. Hvað ef ég held því fram að grunnatvinnuvegur þjóðarinnar sé einnig landbúnaður? Að bændur séu „hetjur landsins“? Að sveitin sé dýrmæt auðlind. Auðæfin séu ekki í formi útflutningstekna (ekki ennþá) heldur felist til dæmis í framleiðslu á heilnæmri næringu og sveitin sé okkar mikilvægasta vopn í loftslagsmálum. Að landbúnaður skiptir okkur og komandi kynslóðir öllu máli. „Hetjur landsins“ standa ekki sömu öldur og vinir þeirra hetjur hafsins. En þeirra öldur eru ekki minni og stundum er bræla í landi. Bændur verða samt að sinna sinni vinnu alla daga, alltaf. Nágrannar mínir, kúabændur, mjólka kýrnar sínar tvisvar á dag. Það gera þau líka á aðfangadag, gamlárs- og nýársdag. Afmælisdagana sína, afmælisdaga barnanna sinna og já alla aðra daga ársins. Tvisvar. Sauðfjárbændur vaka meira og minna allan maímánuð við að taka á móti lömbum, koma þeim á legg og til fjalla. Sömu lömbum eru þeir að smala allan septembermánuð. Þess á milli þarf að sá, bera á, heyja, girða, moka út, gera við hús og vélar, hirða um dýrin og hlúa að þeim, lesa í náttúruna og umhverfið, sjá um bókhaldið, skráningar og birgðahald. Þá þarf að huga að nýrri tækni, vöruþróun og nýsköpun. Hver sveitabær sem er í framleiðslu er fyrirtæki í rekstri. Rekin af einstaklingum og fjölskyldum sem leggja allt sitt í það, nótt sem nýtan dag. Enda þurfa bændur, hetjur landsins, að geta sinnt öllu þessu sem að ofan er talið og meira til. Hetjur landsins enduðu ekki óvart upp í sveit að éta hey eins og þeir birtast í bræðrunum Magnúsi og Eyjólfi Laufdal sem hafa lifað óþarflega lengi með þjóðinni. Landbúnaður er eina atvinnugreinin sem rekur háskóla fyrir sína starfsstétt, hvar búfræðinámið er hvað vinsælast. Í landbúnaði má líka finnan fjöldan allan af bændum með fjölbreytta reynslu og menntun annars staðar frá. Landbúnaður fer eins og aðrar greinar atvinnulífs í gegn um stöðugar breytingar. Breyttar framleiðsluaðferðir, kvikur neytendamarkaður og tækninni fleygir fram með öllum þeim möguleikum sem því fylgir. Starf bænda er fjölþætt, krefst aðlögunarhæfni, mikillar viðveru auk dugnaðar og sjálfstæðis. Það er því ekki of mikið að kalla þessa stétt "hetjur landsins". Ég veit að við, þjóðin, erum stolt af íslenskum landbúnaði þó ég sakni þyngdarinnar. Landbúnaður er einn grunnatvinnuvegur þjóðarinnar og dýrmæti hans gríðarmikið . Við megum og eigum að vera stolt af honum. Tökum Ítala og Frakka sem fyrirmynd. Þessar þjóðir mæta stoltar til samninga á alþjóðavísu, vopnaðar landbúnaði. Meðvituð um hversu mikil auðlind er fólgin í þeirra landbúnaðarframleiðslu. Við getum meiri að segja bætt í stoltið, toppað þetta, við eigum sér íslenskt búfjárkyn. Það eitt og sér gefur okkur forskot og aukin tækifæri. Við eigum líka góðan jarðveg, hreint vatn og orku, nú að ég tali ekki um mannauðinn. Stolt er nærandi tilfinning sem bera má á gamlan og nýjan jarðveg landbúnaðar að vild. Við erum sífellt að verða meðvitaðri um innihald matvæla, gildi næringar, hvað stendur að baki vörunni, umhverfisáhrif og fleira. Við reynum að sjá heildarmyndina. Innlend framleiðsla skiptir máli, ekki bara út frá fæðuöryggi. Það skiptir ekki bara framleiðendur máli að við, neytendur, séum stolt af landbúnaði. Það skiptir okkur sjálf og næstu kynslóðir einnig máli. Því meðvitaðri sem samfélagið allt er um vægi landbúnaðar því líklegri erum við til að nýta tækifæri framtíðar og að landbúnaður þróist og vaxi fallega með þjóðinni. Því það vex jú allt sem vel er hugsað um. Höfundur er annar verkefnastjóri Landbúnaðarstefnu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þegar þið heyrið „grunnatvinnuvegur þjóðarinnar“ um hvað hugsið þið þá? Sjávarútveg, ekki satt? Hetjur hafsins, útflutningstekjur, auðlind og auðæfi. Ferðaþjónustu? Gjaldeyristekjurnar og allt sem þeirri atvinnugrein fylgir. Allt satt og rétt. Hvað ef ég held því fram að grunnatvinnuvegur þjóðarinnar sé einnig landbúnaður? Að bændur séu „hetjur landsins“? Að sveitin sé dýrmæt auðlind. Auðæfin séu ekki í formi útflutningstekna (ekki ennþá) heldur felist til dæmis í framleiðslu á heilnæmri næringu og sveitin sé okkar mikilvægasta vopn í loftslagsmálum. Að landbúnaður skiptir okkur og komandi kynslóðir öllu máli. „Hetjur landsins“ standa ekki sömu öldur og vinir þeirra hetjur hafsins. En þeirra öldur eru ekki minni og stundum er bræla í landi. Bændur verða samt að sinna sinni vinnu alla daga, alltaf. Nágrannar mínir, kúabændur, mjólka kýrnar sínar tvisvar á dag. Það gera þau líka á aðfangadag, gamlárs- og nýársdag. Afmælisdagana sína, afmælisdaga barnanna sinna og já alla aðra daga ársins. Tvisvar. Sauðfjárbændur vaka meira og minna allan maímánuð við að taka á móti lömbum, koma þeim á legg og til fjalla. Sömu lömbum eru þeir að smala allan septembermánuð. Þess á milli þarf að sá, bera á, heyja, girða, moka út, gera við hús og vélar, hirða um dýrin og hlúa að þeim, lesa í náttúruna og umhverfið, sjá um bókhaldið, skráningar og birgðahald. Þá þarf að huga að nýrri tækni, vöruþróun og nýsköpun. Hver sveitabær sem er í framleiðslu er fyrirtæki í rekstri. Rekin af einstaklingum og fjölskyldum sem leggja allt sitt í það, nótt sem nýtan dag. Enda þurfa bændur, hetjur landsins, að geta sinnt öllu þessu sem að ofan er talið og meira til. Hetjur landsins enduðu ekki óvart upp í sveit að éta hey eins og þeir birtast í bræðrunum Magnúsi og Eyjólfi Laufdal sem hafa lifað óþarflega lengi með þjóðinni. Landbúnaður er eina atvinnugreinin sem rekur háskóla fyrir sína starfsstétt, hvar búfræðinámið er hvað vinsælast. Í landbúnaði má líka finnan fjöldan allan af bændum með fjölbreytta reynslu og menntun annars staðar frá. Landbúnaður fer eins og aðrar greinar atvinnulífs í gegn um stöðugar breytingar. Breyttar framleiðsluaðferðir, kvikur neytendamarkaður og tækninni fleygir fram með öllum þeim möguleikum sem því fylgir. Starf bænda er fjölþætt, krefst aðlögunarhæfni, mikillar viðveru auk dugnaðar og sjálfstæðis. Það er því ekki of mikið að kalla þessa stétt "hetjur landsins". Ég veit að við, þjóðin, erum stolt af íslenskum landbúnaði þó ég sakni þyngdarinnar. Landbúnaður er einn grunnatvinnuvegur þjóðarinnar og dýrmæti hans gríðarmikið . Við megum og eigum að vera stolt af honum. Tökum Ítala og Frakka sem fyrirmynd. Þessar þjóðir mæta stoltar til samninga á alþjóðavísu, vopnaðar landbúnaði. Meðvituð um hversu mikil auðlind er fólgin í þeirra landbúnaðarframleiðslu. Við getum meiri að segja bætt í stoltið, toppað þetta, við eigum sér íslenskt búfjárkyn. Það eitt og sér gefur okkur forskot og aukin tækifæri. Við eigum líka góðan jarðveg, hreint vatn og orku, nú að ég tali ekki um mannauðinn. Stolt er nærandi tilfinning sem bera má á gamlan og nýjan jarðveg landbúnaðar að vild. Við erum sífellt að verða meðvitaðri um innihald matvæla, gildi næringar, hvað stendur að baki vörunni, umhverfisáhrif og fleira. Við reynum að sjá heildarmyndina. Innlend framleiðsla skiptir máli, ekki bara út frá fæðuöryggi. Það skiptir ekki bara framleiðendur máli að við, neytendur, séum stolt af landbúnaði. Það skiptir okkur sjálf og næstu kynslóðir einnig máli. Því meðvitaðri sem samfélagið allt er um vægi landbúnaðar því líklegri erum við til að nýta tækifæri framtíðar og að landbúnaður þróist og vaxi fallega með þjóðinni. Því það vex jú allt sem vel er hugsað um. Höfundur er annar verkefnastjóri Landbúnaðarstefnu Íslands.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar