Hetjur landsins Hlédís Sveinsdóttir skrifar 7. september 2021 07:31 Þegar þið heyrið „grunnatvinnuvegur þjóðarinnar“ um hvað hugsið þið þá? Sjávarútveg, ekki satt? Hetjur hafsins, útflutningstekjur, auðlind og auðæfi. Ferðaþjónustu? Gjaldeyristekjurnar og allt sem þeirri atvinnugrein fylgir. Allt satt og rétt. Hvað ef ég held því fram að grunnatvinnuvegur þjóðarinnar sé einnig landbúnaður? Að bændur séu „hetjur landsins“? Að sveitin sé dýrmæt auðlind. Auðæfin séu ekki í formi útflutningstekna (ekki ennþá) heldur felist til dæmis í framleiðslu á heilnæmri næringu og sveitin sé okkar mikilvægasta vopn í loftslagsmálum. Að landbúnaður skiptir okkur og komandi kynslóðir öllu máli. „Hetjur landsins“ standa ekki sömu öldur og vinir þeirra hetjur hafsins. En þeirra öldur eru ekki minni og stundum er bræla í landi. Bændur verða samt að sinna sinni vinnu alla daga, alltaf. Nágrannar mínir, kúabændur, mjólka kýrnar sínar tvisvar á dag. Það gera þau líka á aðfangadag, gamlárs- og nýársdag. Afmælisdagana sína, afmælisdaga barnanna sinna og já alla aðra daga ársins. Tvisvar. Sauðfjárbændur vaka meira og minna allan maímánuð við að taka á móti lömbum, koma þeim á legg og til fjalla. Sömu lömbum eru þeir að smala allan septembermánuð. Þess á milli þarf að sá, bera á, heyja, girða, moka út, gera við hús og vélar, hirða um dýrin og hlúa að þeim, lesa í náttúruna og umhverfið, sjá um bókhaldið, skráningar og birgðahald. Þá þarf að huga að nýrri tækni, vöruþróun og nýsköpun. Hver sveitabær sem er í framleiðslu er fyrirtæki í rekstri. Rekin af einstaklingum og fjölskyldum sem leggja allt sitt í það, nótt sem nýtan dag. Enda þurfa bændur, hetjur landsins, að geta sinnt öllu þessu sem að ofan er talið og meira til. Hetjur landsins enduðu ekki óvart upp í sveit að éta hey eins og þeir birtast í bræðrunum Magnúsi og Eyjólfi Laufdal sem hafa lifað óþarflega lengi með þjóðinni. Landbúnaður er eina atvinnugreinin sem rekur háskóla fyrir sína starfsstétt, hvar búfræðinámið er hvað vinsælast. Í landbúnaði má líka finnan fjöldan allan af bændum með fjölbreytta reynslu og menntun annars staðar frá. Landbúnaður fer eins og aðrar greinar atvinnulífs í gegn um stöðugar breytingar. Breyttar framleiðsluaðferðir, kvikur neytendamarkaður og tækninni fleygir fram með öllum þeim möguleikum sem því fylgir. Starf bænda er fjölþætt, krefst aðlögunarhæfni, mikillar viðveru auk dugnaðar og sjálfstæðis. Það er því ekki of mikið að kalla þessa stétt "hetjur landsins". Ég veit að við, þjóðin, erum stolt af íslenskum landbúnaði þó ég sakni þyngdarinnar. Landbúnaður er einn grunnatvinnuvegur þjóðarinnar og dýrmæti hans gríðarmikið . Við megum og eigum að vera stolt af honum. Tökum Ítala og Frakka sem fyrirmynd. Þessar þjóðir mæta stoltar til samninga á alþjóðavísu, vopnaðar landbúnaði. Meðvituð um hversu mikil auðlind er fólgin í þeirra landbúnaðarframleiðslu. Við getum meiri að segja bætt í stoltið, toppað þetta, við eigum sér íslenskt búfjárkyn. Það eitt og sér gefur okkur forskot og aukin tækifæri. Við eigum líka góðan jarðveg, hreint vatn og orku, nú að ég tali ekki um mannauðinn. Stolt er nærandi tilfinning sem bera má á gamlan og nýjan jarðveg landbúnaðar að vild. Við erum sífellt að verða meðvitaðri um innihald matvæla, gildi næringar, hvað stendur að baki vörunni, umhverfisáhrif og fleira. Við reynum að sjá heildarmyndina. Innlend framleiðsla skiptir máli, ekki bara út frá fæðuöryggi. Það skiptir ekki bara framleiðendur máli að við, neytendur, séum stolt af landbúnaði. Það skiptir okkur sjálf og næstu kynslóðir einnig máli. Því meðvitaðri sem samfélagið allt er um vægi landbúnaðar því líklegri erum við til að nýta tækifæri framtíðar og að landbúnaður þróist og vaxi fallega með þjóðinni. Því það vex jú allt sem vel er hugsað um. Höfundur er annar verkefnastjóri Landbúnaðarstefnu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þið heyrið „grunnatvinnuvegur þjóðarinnar“ um hvað hugsið þið þá? Sjávarútveg, ekki satt? Hetjur hafsins, útflutningstekjur, auðlind og auðæfi. Ferðaþjónustu? Gjaldeyristekjurnar og allt sem þeirri atvinnugrein fylgir. Allt satt og rétt. Hvað ef ég held því fram að grunnatvinnuvegur þjóðarinnar sé einnig landbúnaður? Að bændur séu „hetjur landsins“? Að sveitin sé dýrmæt auðlind. Auðæfin séu ekki í formi útflutningstekna (ekki ennþá) heldur felist til dæmis í framleiðslu á heilnæmri næringu og sveitin sé okkar mikilvægasta vopn í loftslagsmálum. Að landbúnaður skiptir okkur og komandi kynslóðir öllu máli. „Hetjur landsins“ standa ekki sömu öldur og vinir þeirra hetjur hafsins. En þeirra öldur eru ekki minni og stundum er bræla í landi. Bændur verða samt að sinna sinni vinnu alla daga, alltaf. Nágrannar mínir, kúabændur, mjólka kýrnar sínar tvisvar á dag. Það gera þau líka á aðfangadag, gamlárs- og nýársdag. Afmælisdagana sína, afmælisdaga barnanna sinna og já alla aðra daga ársins. Tvisvar. Sauðfjárbændur vaka meira og minna allan maímánuð við að taka á móti lömbum, koma þeim á legg og til fjalla. Sömu lömbum eru þeir að smala allan septembermánuð. Þess á milli þarf að sá, bera á, heyja, girða, moka út, gera við hús og vélar, hirða um dýrin og hlúa að þeim, lesa í náttúruna og umhverfið, sjá um bókhaldið, skráningar og birgðahald. Þá þarf að huga að nýrri tækni, vöruþróun og nýsköpun. Hver sveitabær sem er í framleiðslu er fyrirtæki í rekstri. Rekin af einstaklingum og fjölskyldum sem leggja allt sitt í það, nótt sem nýtan dag. Enda þurfa bændur, hetjur landsins, að geta sinnt öllu þessu sem að ofan er talið og meira til. Hetjur landsins enduðu ekki óvart upp í sveit að éta hey eins og þeir birtast í bræðrunum Magnúsi og Eyjólfi Laufdal sem hafa lifað óþarflega lengi með þjóðinni. Landbúnaður er eina atvinnugreinin sem rekur háskóla fyrir sína starfsstétt, hvar búfræðinámið er hvað vinsælast. Í landbúnaði má líka finnan fjöldan allan af bændum með fjölbreytta reynslu og menntun annars staðar frá. Landbúnaður fer eins og aðrar greinar atvinnulífs í gegn um stöðugar breytingar. Breyttar framleiðsluaðferðir, kvikur neytendamarkaður og tækninni fleygir fram með öllum þeim möguleikum sem því fylgir. Starf bænda er fjölþætt, krefst aðlögunarhæfni, mikillar viðveru auk dugnaðar og sjálfstæðis. Það er því ekki of mikið að kalla þessa stétt "hetjur landsins". Ég veit að við, þjóðin, erum stolt af íslenskum landbúnaði þó ég sakni þyngdarinnar. Landbúnaður er einn grunnatvinnuvegur þjóðarinnar og dýrmæti hans gríðarmikið . Við megum og eigum að vera stolt af honum. Tökum Ítala og Frakka sem fyrirmynd. Þessar þjóðir mæta stoltar til samninga á alþjóðavísu, vopnaðar landbúnaði. Meðvituð um hversu mikil auðlind er fólgin í þeirra landbúnaðarframleiðslu. Við getum meiri að segja bætt í stoltið, toppað þetta, við eigum sér íslenskt búfjárkyn. Það eitt og sér gefur okkur forskot og aukin tækifæri. Við eigum líka góðan jarðveg, hreint vatn og orku, nú að ég tali ekki um mannauðinn. Stolt er nærandi tilfinning sem bera má á gamlan og nýjan jarðveg landbúnaðar að vild. Við erum sífellt að verða meðvitaðri um innihald matvæla, gildi næringar, hvað stendur að baki vörunni, umhverfisáhrif og fleira. Við reynum að sjá heildarmyndina. Innlend framleiðsla skiptir máli, ekki bara út frá fæðuöryggi. Það skiptir ekki bara framleiðendur máli að við, neytendur, séum stolt af landbúnaði. Það skiptir okkur sjálf og næstu kynslóðir einnig máli. Því meðvitaðri sem samfélagið allt er um vægi landbúnaðar því líklegri erum við til að nýta tækifæri framtíðar og að landbúnaður þróist og vaxi fallega með þjóðinni. Því það vex jú allt sem vel er hugsað um. Höfundur er annar verkefnastjóri Landbúnaðarstefnu Íslands.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun