Að bíða eða vopn grípa mót bölsins brimi – kjósum ADHD! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 7. september 2021 08:00 Ef eitthvað er að marka orð fulltrúa allra stjórnálaflokka sem mættu á opinn fund ADHD samtakanna nýverið þá er mikill samhljómur um að biðlistum eftir greiningu og meðferð vegna ADHD og annara raskana verði að útrýma. Enda finnst engum ásættanlegt að fleiri hundruð börn og fullorðnir einstaklingar bíði í mörg ár eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Sú er raunin í dag og hér er ljóst að þingmenn næstu ára þurfa að lyfta grettistaki. Staðan er grafalvarleg. Samkvæmt nýlegum tölum frá Þroska- og hegðunarstöð [ÞHS] bættust 360 börn við biðlistann í ár, sem þegar taldi 304 börn frá fyrra ári. Biðtíminn nálgast því 2 ár. Hjá ADHD teymi LSH bíða um 700 fullorðið einstaklingar, biðtíminn er um 3 ár og þar sem enginn geðlæknir er lengur í teyminu tekur síðar við enn lengri bið ef íhuga á lyfjameðferð. Síðara dæmið tekur þó eingöngu til ADHD og mann óar hreinlega við að íhuga heildarfjöldan þar sem aðrar raskanir koma til. Hvað ÞHS varðar þá er vert að hafa í huga að stöðin er hluti af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en hefur lengi verið ætlað að sjá líka um landsbyggðina. Í núverandi stöðu er því líklegt að ætla að börn utan af landi verði látin mæta afgangi. Staðan hjá öðrum stofnunum og einkaaðilum er lítið skárri, það telst eiginlega bara heppni að koma barni að innan ásættanlegs tíma. Ef eingöngu er horft til fullorðinna með ADHD, hefur ítrekað verið nefnt að geðteymi innan heilsugæslunnar geti gripið inn í. Staðreynd málsins er þó að í núverandi mynd er þeim ekki ætlað að meðhöndla ADHD, nema þá sem hluta af stærra vandamáli einstaklings. Í ofanálag eru geðteymin í núverandi mynd ekki fullfjármögnuð. Svo er það rúsínan í pylsuendanum: Þeir tveir geðlæknar sem áður sinntu einu stöðugildi hjá ADHD teymi LSH gáfust upp vegna álags og fluttu sig yfir til fyrrnefndra geðteyma. Vissulega gæti einkageirinn fyllt hér upp í skarðið. En þá verður fjármagn að fylgja. Það er einfaldlega ekki boðlegt að íslenskt velferðarkerfi ætlist til að foreldrar barna og fullorðnir einstaklinga með raskanir á borð við ADHD greiði þann kostnað úr eigin vasa. Að auki má hæglega sýna fram á að skortur á þjónustu og endalausir biðlistar skapa mikinn kostnað fyrir samfélagið allt. Hagrænan og félagslegan kostnað sem hæglega má forðast með snemmtæku inngripi af ýmsum toga. Lausnir sem um leið leggja grunn að mun heilbrigðara samfélagi öllum til góðs. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru ekki náttúrulögmál heldur afleiðing af vanfjármögnun og skorti á stefnumörkun til lengri tíma. Þess vegna er gott að vita til þess að mögulegir þingmenn næstu ára séu sammála um að uppræta vandann og þurfa einungis að sammælast um bestu leiðir. Um leið syngja í kollinum orð tveggja leikpersóna sem í lok hvers dags segja við hvorn annan „förum“ og hinn svara „já, förum.” En fara hvergi og bíða enn eftir Godot. Ég kýs þó að vera bjartsýnn um framhaldið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ef eitthvað er að marka orð fulltrúa allra stjórnálaflokka sem mættu á opinn fund ADHD samtakanna nýverið þá er mikill samhljómur um að biðlistum eftir greiningu og meðferð vegna ADHD og annara raskana verði að útrýma. Enda finnst engum ásættanlegt að fleiri hundruð börn og fullorðnir einstaklingar bíði í mörg ár eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Sú er raunin í dag og hér er ljóst að þingmenn næstu ára þurfa að lyfta grettistaki. Staðan er grafalvarleg. Samkvæmt nýlegum tölum frá Þroska- og hegðunarstöð [ÞHS] bættust 360 börn við biðlistann í ár, sem þegar taldi 304 börn frá fyrra ári. Biðtíminn nálgast því 2 ár. Hjá ADHD teymi LSH bíða um 700 fullorðið einstaklingar, biðtíminn er um 3 ár og þar sem enginn geðlæknir er lengur í teyminu tekur síðar við enn lengri bið ef íhuga á lyfjameðferð. Síðara dæmið tekur þó eingöngu til ADHD og mann óar hreinlega við að íhuga heildarfjöldan þar sem aðrar raskanir koma til. Hvað ÞHS varðar þá er vert að hafa í huga að stöðin er hluti af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en hefur lengi verið ætlað að sjá líka um landsbyggðina. Í núverandi stöðu er því líklegt að ætla að börn utan af landi verði látin mæta afgangi. Staðan hjá öðrum stofnunum og einkaaðilum er lítið skárri, það telst eiginlega bara heppni að koma barni að innan ásættanlegs tíma. Ef eingöngu er horft til fullorðinna með ADHD, hefur ítrekað verið nefnt að geðteymi innan heilsugæslunnar geti gripið inn í. Staðreynd málsins er þó að í núverandi mynd er þeim ekki ætlað að meðhöndla ADHD, nema þá sem hluta af stærra vandamáli einstaklings. Í ofanálag eru geðteymin í núverandi mynd ekki fullfjármögnuð. Svo er það rúsínan í pylsuendanum: Þeir tveir geðlæknar sem áður sinntu einu stöðugildi hjá ADHD teymi LSH gáfust upp vegna álags og fluttu sig yfir til fyrrnefndra geðteyma. Vissulega gæti einkageirinn fyllt hér upp í skarðið. En þá verður fjármagn að fylgja. Það er einfaldlega ekki boðlegt að íslenskt velferðarkerfi ætlist til að foreldrar barna og fullorðnir einstaklinga með raskanir á borð við ADHD greiði þann kostnað úr eigin vasa. Að auki má hæglega sýna fram á að skortur á þjónustu og endalausir biðlistar skapa mikinn kostnað fyrir samfélagið allt. Hagrænan og félagslegan kostnað sem hæglega má forðast með snemmtæku inngripi af ýmsum toga. Lausnir sem um leið leggja grunn að mun heilbrigðara samfélagi öllum til góðs. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru ekki náttúrulögmál heldur afleiðing af vanfjármögnun og skorti á stefnumörkun til lengri tíma. Þess vegna er gott að vita til þess að mögulegir þingmenn næstu ára séu sammála um að uppræta vandann og þurfa einungis að sammælast um bestu leiðir. Um leið syngja í kollinum orð tveggja leikpersóna sem í lok hvers dags segja við hvorn annan „förum“ og hinn svara „já, förum.” En fara hvergi og bíða enn eftir Godot. Ég kýs þó að vera bjartsýnn um framhaldið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun