Gamalt fólk má líka velja Svandís Svavarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson skrifa 7. september 2021 11:00 Hvernig skipuleggjum við þjónustu við eldra fólk á næstu áratugum? Munum við geta notað sömu lausnir og áður? Getum við búist við því að þau sem þurfa þjónustu hugsi eins og hafi sömu væntingar til þjónustu og þau sem voru í sömu sporum fyrir 20 árum? Auðvitað eru ekki einföld svör við þessum spurningum og þær eru ekki já eða nei spurningar. Augljóst er að lausnir á verkefnum hljóta alltaf að miðast við samtímann og þann hóp sem á að njóta góðs af á hverjum tíma. Eitt sinn var sagt að við ættum ekki að byggja þjónustu fyrir eldra fólk eins og við eða foreldrar okkar gætu hugsað sér hana, heldur eins og við gætum ímyndað okkur að barnabörnin okkar vildu hafa hana. Við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á þjónustu heim. Á dagþjónustu, á helgarþjónustu og á þjónustu eftir þörfum. Við þurfum að gera ráð fyrir að hjúkrunarheimilin geti verið margs konar og með þjónustu fyrir fjölbreytt fólk með fjölbreyttar þarfir. Þau geti verið lítil og stór. Við þurfum jafnvel að gera ráð fyrir að fólk geti búið þar tímabundið og við þurfum að tryggja að áður en fólk velur að flytja á hjúkrunarheimili hafi því staðið til boða fullnægjandi þjónusta heima, á hæfingarstöðvum og dagdeildum. Við í Vinstri grænum teljum að samtalið um hvernig við byggjum þjónustu til framtíðar eigi ekki bara að fara fram í stjórnkerfinu, heldur líka við notendurna sjálfa. Við getum ekki gert ráð fyrir að jafn fjölbreyttur hópur og eldra fólk framtíðarinnar verður muni allt sækjast eftir sömu lausnunum. Það þarf að gera ráð fyrir að fólk vilji hafa val. Að það geti fengið þjónustu þegar því hentar, á sínum forsendum, þar sem því hentar. Nýlegt verkefni á Akureyri um sveigjanlega dagþjálfun sýnir okkur að þegar fólki stendur til boða að fá aukna þjónustu áður en það flytur á hjúkrunarheimili, þá velur það þá kosti fremur. Við þurfum líka að halda áfram að auka samstarf sveitarfélaga og ríkis um mismunandi þjónustuþætti. Við getum ekki látið flækjustig milli þeirra sem bera ábyrgð á þjónustunni verða að hindrun fyrir notendur. Fólk er mismunandi með mismunandi þarfir og væntingar. Hugsum þjónustu við eldra fólk á þeirra forsendum. Tryggjum eldra fólki val. Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður og skipar þriðja sæti á lista VG í Suðrvesturkjördæmi. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og skipar efsta sæti lista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Sjá meira
Hvernig skipuleggjum við þjónustu við eldra fólk á næstu áratugum? Munum við geta notað sömu lausnir og áður? Getum við búist við því að þau sem þurfa þjónustu hugsi eins og hafi sömu væntingar til þjónustu og þau sem voru í sömu sporum fyrir 20 árum? Auðvitað eru ekki einföld svör við þessum spurningum og þær eru ekki já eða nei spurningar. Augljóst er að lausnir á verkefnum hljóta alltaf að miðast við samtímann og þann hóp sem á að njóta góðs af á hverjum tíma. Eitt sinn var sagt að við ættum ekki að byggja þjónustu fyrir eldra fólk eins og við eða foreldrar okkar gætu hugsað sér hana, heldur eins og við gætum ímyndað okkur að barnabörnin okkar vildu hafa hana. Við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á þjónustu heim. Á dagþjónustu, á helgarþjónustu og á þjónustu eftir þörfum. Við þurfum að gera ráð fyrir að hjúkrunarheimilin geti verið margs konar og með þjónustu fyrir fjölbreytt fólk með fjölbreyttar þarfir. Þau geti verið lítil og stór. Við þurfum jafnvel að gera ráð fyrir að fólk geti búið þar tímabundið og við þurfum að tryggja að áður en fólk velur að flytja á hjúkrunarheimili hafi því staðið til boða fullnægjandi þjónusta heima, á hæfingarstöðvum og dagdeildum. Við í Vinstri grænum teljum að samtalið um hvernig við byggjum þjónustu til framtíðar eigi ekki bara að fara fram í stjórnkerfinu, heldur líka við notendurna sjálfa. Við getum ekki gert ráð fyrir að jafn fjölbreyttur hópur og eldra fólk framtíðarinnar verður muni allt sækjast eftir sömu lausnunum. Það þarf að gera ráð fyrir að fólk vilji hafa val. Að það geti fengið þjónustu þegar því hentar, á sínum forsendum, þar sem því hentar. Nýlegt verkefni á Akureyri um sveigjanlega dagþjálfun sýnir okkur að þegar fólki stendur til boða að fá aukna þjónustu áður en það flytur á hjúkrunarheimili, þá velur það þá kosti fremur. Við þurfum líka að halda áfram að auka samstarf sveitarfélaga og ríkis um mismunandi þjónustuþætti. Við getum ekki látið flækjustig milli þeirra sem bera ábyrgð á þjónustunni verða að hindrun fyrir notendur. Fólk er mismunandi með mismunandi þarfir og væntingar. Hugsum þjónustu við eldra fólk á þeirra forsendum. Tryggjum eldra fólki val. Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður og skipar þriðja sæti á lista VG í Suðrvesturkjördæmi. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og skipar efsta sæti lista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun