Eitraðar pillur milli frambjóðenda Jakob Bjarnar skrifar 7. september 2021 17:27 Snorri Másson stjórnaði Pallborðinu en þar mættu fulltrúar Pírata, Framsóknarflokks og Miðflokks: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Birgir Þórarinsson. Þó allt færi vel fram á yfirborðinu kraumaði undir og eiturpillur gengu milli frambjóðenda. vísir/ragnar Pallborðsumræður frambjóðenda reyndust eldheitar og ljóst að skammt er í kosningar, spennustigið var hátt. Birgir Þórarinsson alþingismaður, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður mættust í fjörugum umræðum í Kosningapallborði Vísis sem streymt var beint nú fyrr í dag. Innan við þrjár vikur eru til Alþingiskosninga og ljóst að spennan er farin að segja til sín. Þó allt færi þetta vel fram á yfirborðinu skorti ekki eitraðar skeytasendingar sem flugu milli frambjóðenda við pallborðið. Hér á eftir fer skriptun á því sem bar á góma í þættinum, en hann má sjá hér neðar. Vísir hvetur lesendur að kynna sér efni þáttarins svo þeir geti betur myndað sér upplýsta afstöðu til erindis stjórmálaflokkanna í komandi kosningum. Klippa: Pallborðið - Miðflokkur, Píratar og Framsókn Birgir telur að Miðflokkurinn eigi eftir að koma á óvart En spennustigið var einmitt fyrsta spurningin. Þórhildur Sunna sagði að kosningabaráttu fylgdi alltaf spenna. En hún er nýbökuð móðir og sagði að hún hafi getað tekið því rólegar nú en í síðustu kosningum, til að geta sinnt nýfæddu barni sínu. „En við öll mjög spennt fyrir því að vinna stóra sigra í þessari kosningum.“ Ásmundur Einar sagði þetta öðruvísi kosningabaráttu en hann hafi áður farið í. Hann færði sig úr þægilegu sæti í Norðvestur í Reykjavík norður þar sem flokkurinn hefur ekki átt þingmann í 13 ár. Hann segist vera að koma nýr inn og vilji taka það alla leið. Þetta sé því og þannig aðeins meira stress en var síðast. Þáttastjórnandi vakti athygli á því að Ásmundur Einar væri virkur á samfélagsmiðlum og spurði hvort ekki fylgdi því álag; nýr stafrænn veruleiki fyrir sveitamanninn? En Ásmundur Einar taldi sig færan í flestan sjó hvað það varðaði ekki síst eftir að hafa hitt Patrek Jaime samfélagsmiðlastjörnu í þætti hjá Gísla Marteini. Og þeir hafi átt gott spjall, þannig að þetta væri allt að koma. Birgir mætti sem fulltrúi Miðflokksins. Ný könnun sem Vísir birti í dag bendir til þess að Miðflokkurinn nái ekki manni inn á þing eftir komandi kosningar. Birgir óttast þá könnun ekki, segist skynja allt annað viðhorf en lesa má í þær tölur.vísir/sigurjón Birgir sagði kosningar mjög skemmtilegan tíma. Hann hafi verið að ferðast um Suðurkjördæmi, stórt og mikið og hvarvetna hafi Miðflokksmönnum verið vel tekið. Birgir er fullviss um að Miðflokkurinn eigi mikið inni. Þáttastjórnandi benti á að nú hafi formaðurinn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefði nú sem vaknað úr dvala og væri áberandi á samfélagsmiðlum. En þrátt fyrir það væru kannanir ekki hagstæðar? „Ég held að við komum til með að koma á óvart þegar niðurstaðan kemur,“ sagði Birgir sem ítrekaði að hvarvetna mætti honum velvild. Og hann vildi ekki gera of mikið úr nýrri könnun sem MMR hefur unnið fyrir fréttastofuna; að eitt sinn hafi Miðflokkurinn mælst hjá MMR með fimm þingmenn en svo tólf hjá Gallup. Þannig að Miðflokksmenn vilja ekki gefa mikið fyrir könnunina. Hverjar eru áherslur flokkanna? Frambjóðendur voru spurðir hver væri mikilvægasti málaflokkurinn sem væntanleg ríkisstjórn mun standa frammi fyrir. Þórhildur Sunna sagði það uppbygging í efnahagsmálum eftir Covid og svo loftslagsváin sem mannkyn allt standi nú frammi fyrir. Ef ekki ætti illa að fara þyrftum við framsýnni og metnaðarfyllri ríkisstjórn sem getur tekist á við fleiri en eina krísu í einu. Hún sagði að nauðsynlegt að einblína á velsældarhagkerfi; að allir hafi í sig og á og þak yfir höfuðið og rími til að skapa og taka þátt í að byggja upp framtíðina. Ásmundur Einar sagði Framsóknarmenn hafa talað fyrir því að mikilvægast sé að fjárfesta í fólkinu okkar og nefndi þar aðgerðir sem stjórnin hefur ráðist í varðandi málefni barna. Fjárfesta þyrfti snemma og breyta hagfræðinni þar því við ætlum okkur að fá ávinning síðar. Ásmundur Einar talaði um nauðsyn þess að valdefla fólk og taka þyrfti á málefnum eldra fólks, málefnum fólks í viðkvæmri stöðu og efla þannig samfélagið. „Covid hefur haft mikil áhrif á okkur öll,“ sagði Ásmundur Einar og vísaði þar bæði til andlegra og líkamlegrar vanheilsu. Ásmundur Einar sagði Íslendinga flesta á miðjunni og það væri einmitt það sem Framsóknarflokkurinn standi fyrir; framsækna miðju. Hann vill forðast öfgar.vísir/ragnar Spurður hvað það þýddi að fjárfesta í fólki nefndi hann að það yrði að gerast eins og með börnin. Með kerfisbreytingum; fyrirbyggjandi aðgerðum og forvörnum sem miðast að því að draga úr kostnaði síðar meir. Sérfræðingar hafi reiknað út ávinning af slíku. Ásmundur Einar sagði að margt þyrfti að breytast svo þær kerfisbreytingar sem hann nefndi gætu orðið. Birgir vísaði til ferða sinna um kjördæmið og áberandi væri að kjósendur töluðu helst um heilbrigðiskerfið. Svo sem almennar heilbrigðisskimanir, að allir þeir sem eru orðnir fertugir ættu að eiga rétt á skimun. Og málefni aldraðra. „Við ætlum að leiðrétta kjör aldraðra og barist fyrir því á þinginu en ekki fengið hljómgrunn.“ Og þá nefndi Birgir að það þyrfti að hygla landsbyggðinni, jafnræði til búsetu en dýrara væri að búa úti á landi. Tryggingargjald þyrfti til dæmis að vera lægra fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni. Horfa löngunaraugum til fjármálaráðuneytisins Ljóst er að spyrli þótti þetta heldur almennt og reyndi að þrengja hringinn með því að bjóða hverju um sig að velja sér draumaráðuneyti að því gefnu að þau væru á leið í ríkisstjórn. Þórhildur Sunna nefndi fjármálaráðuneytið. „Því þar liggja þræðir valdsins.“ Hún sagði að efla þyrfti skattaeftirlit, peningaþvættiseftirlit … það gildi ekki sanngjarnar leikreglur í íslensku efnahagslífi. Og markvisst hafi verið grafið undan þessum eftirlitsstofnunum sem svo kemur í veg fyrir að stórar rannsóknir geti farið fram. Svo sem á Samherja. Ríkisstjórninni lá svo á að troða skattrannsóknarstjóra í skúffu að þær rannsóknir á ætluðum skattalagabrotum geta ekki farið fram. Ásmundur Einar sagði spurður að það mál hafi ekki komið beint inn á borð hjá sér sem félagsmálaráðherra. En formaður Framsóknarflokksins hafi sagt á nýlegum fundi að fiskstjórnunarkerfið hafi ekki verið hugsað þannig að svo mikil samþjöppun ætti sér stað þar. En varðandi draumaráðuneytið, þá benti Ásmundur Einar á það að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi sagt nýlega að hann vildi gjarnan flytja sig yfir í ráðuneyti félagsmála. Og það skildi Ásmundur Einar vel því það væri miklu meira spennandi ráðuneyti en margur gæti haldið. Þar væri til umfjöllunar allt sem skiptir okkur máli í lífinu. „Og mig langar ekkert meira en vera áfram í þessu ráðuneyti. Í fjögur ár enn.“ Birgir sagðist hafa setið í fjárlaganefnd í fjögur ár, og jú, það væri gott að fá fjármálaráðuneytið. „Því þá gætum við Miðflokkur hrint í framkvæmd kosningaloforðum okkar.“ Sem snúa að því að almenningur fái beina hlutdeild í arði ríkisfyrirtækja. Líkti úthlutun peninga til kjósenda við hakkát formannsins Spurður hvort nánar út í þær peningagjafir, hvort ekki væri vert að setja það heldur í sameiginlega sjóði, sagði Birgir þetta vera nokkuð sem landsmenn eigi. Benda megi á það þegar ríkið fékk Íslandsbanka í fangið. Og hann sér ekki neitt að því að landsmenn fái eitthvað til baka. „Þetta eru engin peningaloforð, þetta er eitthvað sem almenningur á.“ Þáttastjórnandi spurði hvort þessar hugmyndir væru ekki í ætt við borgaralaun sem Píratar hafa talað fyrir og velti því upp hvers vegna ekki væri meira talað um þau? Þórhildur Sunna sagði áhugavert að fitjað væri upp á því. Og að þetta væri sömu ættar sem væri athyglisvert í ljósi þess að formaður Miðflokksins hafi, þegar það kom fyrst til umræðu, sagt að hann hafi ekki heyrt neitt vitlausara. „Ánægjulegt að Miðflokkurinn sé farinn að taka skref í þá átt,“ sagði Þórhildur Sunna. En taldi hugmyndir Miðflokksins ámóta gáfulegar og það þegar Sigmundur Davíð maulaði hrátt íslenskt hakk úti í móa nýverið. „Hvernig hann ætlar að fara að þessu?“ spurði Þórhildur Sunna og taldi sig eiga eftir að sjá sannfærandi leið til að koma þessu í framkvæmd. Úrbætur til þeirra sem betur mega sín Þórhildur Sunna taldi rétt að fjárfesta í fólki og hrósaði félagsmálaráðherra fyrir breytingar sem hann hefur ráðist í varðandi barnaverndarkerfinu. En það skjóti skökku við þegar ríkisstjórnin neitaði að hækka atvinnuleysisbæturnar. Ekki væri verið að fjárfesta í fólki þegar viðkvæmustu hóparnir eru annars vegar. Það hefði þurft að verkja þá fyrir því efnahagshöggi sem kom samfara Covid. „Það hefði þurft að verja þá fyrir þessu höggi og þar brást ríkisstjórnin. Gerði ekkert til að vernda þetta fólk.“ Ásmundur Einar var spurður hvort það gæti hugsast að þau úrræði sem ríkisstjórnin greip til hafi ekki ratað til þeirra hópa sem þurftu sannarlega sárlega á þeim að halda? Ásmundur Einar sagði að aldrei hafi verið greitt meira í atvinnuleysisbætur en eftir að Covidfaraldurinn braust út. Og að tekjur sveitafélaga hafi nánast ekkert fallið því atvinnuleysisbætur komu þar á móti. Ásmundur Einar telur að ríkisstjórnin muni halda velli og fari svo sé einsýnt að ríkisstjórnarflokkarnir komi saman, setji saman stjórnarsáttmála og haldi áfram.vísir/sigurjón „Félagslegar aðgerðir í hverju einasta skrefi. Við hefðum getað gengið lengra, þú færð félagsmálaráðherra ekki til að segja annað, en þegar verið er að tala um fjárfestingu í fólki erum við að tala um kerfisbreytingar til að valdefla einstaklinga. Það þarf að gerast í atvinnuleysisbótakerfinu.“ Þórhildur Sunna mótmælti þessu og sagði það þannig að tekjur þeirra sem lægstar hefðu tekjurnar hafi dregist saman um fjórðung og þar væri ekki um að ræða hópa sem gætu tekið út séreignasparnað; heldur fólk sem byggi við vonda heilsu og á leigumarkaði. „Það var ekki fjárfest í veikustu hópunum.“ Of háar og of lágar atvinnuleysisbætur Spurður hvort aðgerðirnar hafi einkum miðast við þá sem betur mega sín sagði Birgir að Miðflokkurinn hafi stutt flestar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. En sumt hafi verið hroðvirknislega framkvæmt og eftir sem áður væru forstjórar fyrirtækja sem þáðu hundruð milljóna í styrk með ofurlaun. Miðflokkurinn hafi lagt fram tillögur á þingi en ekki hafi verið hlustað á það. En þá sneri Birgir talinu að atvinnurekendum sem hann hefur hitt sem kvarta undan því að ekki fáist fólk til starfa. Hann sagði þá telja atvinnuleysisbætur of háar. Og til þyrfti að koma, af hálfu ríkisins, stuðningsstörf og virkja þyrfti fólk til atvinnuþátttöku. Þórhildur Sunna sagði fráleitt að fjárfesta í fyrirtækjum til að þau geti rekið fólk. Og hún sagði það hryllilegasta að teknu tilliti til þess sem á undan var gengið þegar forstjóri Vinnumálastofnunar taldi brýnt að fyrirtæki láti stofnunina vita ef fólk á atvinnuleysisbótum þiggi ekki vinnu. Ásmundur Einar sagði þetta lýsandi, annað hvort væru atvinnuleysisbætur taldar of háar eða of lágar og vísaði til sessunauta sinna. Hann taldi af og frá að borgaralaun væru eina leiðin… Þórhildur Sunna sagði að Píratar hafi aldrei haldið því fram en ráðherrann var greinilega viðbúinn því hann kvartaði umsvifalaust undan frammígripum Þórhildar Sunnu. Sagði að hann bæri ekki í því að grípa frammí fyrir henni. Ráðherrann hélt áfram og sagði að ríkisstjórnin hafi gripið til aðgerða, með mesta starfaátaki sögunnar. Fimm hundruð þúsund krónur hafi verið fram reiddar með hverju nýju starfi sem skapað væri og atvinnuleysið væri nú svipað og það var fyrir Covid. Og námsúrræði hafi verið fyrir þá sem ekki hafa fundið sér vinnu. Staðreyndin væri sú að atvinnan væri undirstaðan undir velferðarkerfinu. „Og það skilja flokkar sem eru á miðjunni,“ sagi ráðherra og lofaði átakið Hefjum störf. „Píratar hefðu ekki náð atvinnuleysinu niður með sama hætti. Ég fullyrði það.“ Hagkerfið, neyslan og loftslagsváin Birgir sagði neyslu mikilvæga í hagkerfinu. „Við eigum að hvetja til hennar en þá skipta störfin máli.“ Hann var þá spurður hvort það samræmdist markmiðum í loftslagsmálum. „Við erum ekki hrifnir af neyslustýringu almennt en auðvitað á að hvetja fólk að hugsa um loftslagsmálin. En almennt er neyslan af hinu góða, gott fyrir hagkerfið og gott að fólk hafi fé milli handa til drífa það áfram.“ Þórhildur Sunna benti meðal annars á að það væri til lítils að hvetja til neyslu svo hagkerfið dafni því það verði ekkert hagkerfi fari plánetan. Hún sagði að stórefla þurfi framlög til umhverfisverndarmála.vísir/ragnar Þórhildur Sunna sagði að það skipti litlu máli að vernda hagkerfi ef engin verður plánetan. Hún sagði að eignaójöfnuður væri gífurlegur á Íslandi og hinir ofsaríku ættu að greiða fyrir neyslu sína. „Við þurfum ekki að framleiða meira ál heldur vera duglegri við að endurvinna ál.“ Og Þórhildur Sunna gaf lítið fyrir umhverfsvernd Sigmundar Davíðs sem hefur bent á að með grænni orku sé á heimsvísu umhverfisvernd í álveri á Íslandi; að þá þurfi ekki jarðefnaknúnar verksmiðjur í Kína. „Við Píratar leggjum til að við hættum að reyna að prútta við náttúrulögmálin og gera það sem þarf.“ Þórhildur Sunna sagði stjórnvöld bera höfuðábyrgð á losun og nú þurfi að huga að samdrætti í neyslu. Og láta af þessari áherslu á hagvöxt. Könnunin hræðir Birgi ekki Þá var ný könnun borin undir þátttakendur við Kosningapallborðið sem sýnir meðal annars að Miðflokkurinn er, samkvæmt henni, dottinn út af þingi. Birgir sagði að þetta kæmi sér verulega á óvart. „Þessi tala þarna… við höfum fengið mjög góðar viðtökur hvarvetna sem við höfum komið. Við eigum eftir að koma á óvart. Við erum með mjög góða stefnuskrá og málefnin skipta mestu máli.“ Hann vildi meina að Gallupkannanir væru trúverðugari, þó honum væri bent á að svör að baki þessari tilteknu könnun væru tvö þúsund manns. „Þessi könnun hræðir mig ekkert, ég hef góða tilfinningu fyrir því hvernig landið liggur. Við eigum eftir að koma á óvart, miðflokkurinn er kominn til að vera og við gegnum mikilvægu hlutverki á þinginu,“ sagði Birgir og nefndi orkupakkann og málefni hælisleitenda. Miðflokkurinn vilji bylta því kerfi sem er og það muni kjósendur kunna vel að meta þegar þeir komi í kjörklefann. Þórhildur Sunna sagði að Píratar vilji í stjórn. Áskoranirnar eru slíkar að ekki dugi ríkisstjórn sem ráði ekki við nema eina krísu í senn.vísir/sigurjón Erfitt gæti, í ljósi þess hvernig könnunin kemur út, að klambra saman ríkisstjórn. Ásmundur Einar taldi einsýnt að ef ríkisstjórnarflokkarnir fá meirihlutafylgi muni þeir setjast saman með það fyrir augum að halda samstarfinu áfram. Hann sagði meirihluta Íslendinga á miðjunni og þá framsæknu miðju ætti Framsóknarflokkurinn að leiða. Minni líkur væru á öfgum ef Framsókn væri sterk og hann taldi ekki úr vegi að forsætisráðherra slíkrar stjórnar yrði formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson. Erfitt gæti orðið að mynda þriggja flokka stjórn og Birgir sagði að Miðflokkurinn væri til í að ganga til liðs við stjórnarflokkanna við myndun nýrrar stjórnar, að því tilskyldu að flokkurinn kæmi fram sínum áherslum. Þórhildur Sunna sagði Pírata vilja í stjórn til að takast á við fyrirsjáanlegar áskoranir. Þegar mynd var brugðið upp af hugsanlegu stjórnarmynstri sagði hún þar vera Reykjavíkurmódelið sem hafi gefist svo vel í borginni. Birgir mótmælti því hástöfum og taldi fátt eitt gott hafa leitt af því samstarfi. Segir Miðflokkinn hafa flotið hratt til hægri Þegar spurt var hvort gróið væri um heilt milli Miðflokks og Framsóknarflokks, en til Miðflokksins stofnaði Sigmundur Davíð þegar hann varð undir í formannskjöri Framsóknarflokksins. Birgir og Ásmundur sögðust ágætir félagar en Ásmundur Einar sagði að Miðflokkurinn hafi rekið hratt til hægri. Það mætti sjá á kosningaloforðaflaumi Miðflokksins. Hann taldi að ná þyrfti fram stjórn án þess að vera föst í ysta hægrinu og ysta vinstrinu. En hann taldi erfitt að tala um hvað menn vildu. Hann hefði fulla trú á því að stjórnin héldi velli. Birgir bætti þá um betur og taldi óviðeigandi að ræða væntanlegar stjórnarviðræður. Ræða þurfi málefnin. En Þórhildur Sunna sagði mikilvægt að kjósendur viti að hverju þeir eru að ganga. Og hún gat ekki séð hvernig áherslur Ásmundar um kerfisbreytingar ættu að komast til framkvæmda ef ríkisstjórnin heldur velli. Til þess þyrfti að fara í skattahækkanir. Ásmundur Einar sagði ýmislegt benda til þess að staða ríkissjóðs væri miklu betri en búist hafði verið við. Enn greip Þórhildur inní og nú var Ásmundur Einar viðbúinn og sagði umsvifalaust: „Ég fæ ekki að klára eina einustu setningu án þess að þú grípir frammí.“ Hann sagði ríkisstjórnina vera að ná tökum á atvinnuleysinu og þau séu nú tilbúin í kerfisbreytingar sem snúast um fjárfestingu í fólki. Miðflokkurinn vill færri hælisleitendur til landsins Þáttastjórnandi spurði út í hælisleitendamál, og þá tillögu Pírata að leggja útlendingastofnun niður? Þórhildur Sunna sagðist vilja færa þau verkefni yfir á önnur embætti og stuðla um leið að mannúðlegri móttöku hælisleitenda. Birgir sagði kerfið allt sem snýr að innflytjendum í miklum ólestri og það kosti alltof mikla peninga. „Það má aðstoða einstaklinga á heimaslóð.“ Hann sagði Miðflokkinn vilja fylgja ríkjandi stefnu Norðurlanda og læra af þeirra reynslu. Birgir sagði að Miðflokkurinn vildi minni straum hælisleitenda til Íslands. Stokka þyrfti upp kerfið því það væri óheyrilega dýrt; 4,4 milljarðar árlega.vísir/ragnar „Já, við viljum færri flóttamenn inn og að ekki sé verið að misnota kerfið,“ sagði Birgir og benti á að það kostaði 4,4 milljarða nú. Það væri hægt að láta ýmsilegt gott af sér leiða fyrir þá fjármuni. En einstaklingar séu nú að sækja hér um sem eiga ekki lögmætar ástæður til að sækja hér um hæli. Betra sé að fá niðurstöðu strax í þau mál fremur en að það taki mánuði með tilheyrandi kostnaði. Þegar Birgir var spurður út í gagnrýni sem Miðflokkurinn hefur mátt sæta, að þetta væri ljót pólitík sem verið væri að reka sagði Birgir hana skynsama. Verður að kenna þeim sem hingað koma íslensku Ásmundur Einar sagði að pólarnir í umræðunni væru alltaf þeir sem væru mest áberendi. Ekki væri skynsamlegt að leggja niður útlendingastofnun en Íslendingar þurfi að geta sinnt vel þeim sem hingað koma, að þeir læri íslensku og aðlagist. Hann sagði að sú stefna Framsóknarflokksins hafi verið gagnrýnd í pólitískum tilgangi og kynnt undir, að flokkurinn vildi einangra hóp innflytjenda en svo væri ekki. Hann nefndi frumvarp í þeim efnum sem Miðflokknum tókst að stöðva. Birgir sagði það vanhugsað frumvarp og ávísun á að hingað kæmu þúsundir til að sækja um, hvort sem þeir kæmu með ólögmætum eða lögmætum hætti. Væri æpandi auglýsing fyrir því að hér væri besta þjónustan í Evrópu fyrir hælisleitendur. „Við erum ekki á móti því að taka á móti kvótaflóttamönnum og kenna þeim íslensku. En það þarf að laga þetta og Miðflokkurinn er sá eini sem er tilbúinn að gera það.“ Og þar með var tíminn sem ætlaður var í umræðu með fulltrúum Framsóknarflokks, Pírata og Miðflokks upp urinn. Í síðustu viku mættust fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins og Samfylkingarinnar og í næstu viku mætast síðan Vinstri græn, Viðreisn og Flokkur fólksins. En á fimmtudag mætast fulltrúar Frjálslyndi lýðræðisflokks, Landsflokks og Ábyrgrar framtíðar. Alþingiskosningar 2021 Pallborðið Píratar Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Sjá meira
Birgir Þórarinsson alþingismaður, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður mættust í fjörugum umræðum í Kosningapallborði Vísis sem streymt var beint nú fyrr í dag. Innan við þrjár vikur eru til Alþingiskosninga og ljóst að spennan er farin að segja til sín. Þó allt færi þetta vel fram á yfirborðinu skorti ekki eitraðar skeytasendingar sem flugu milli frambjóðenda við pallborðið. Hér á eftir fer skriptun á því sem bar á góma í þættinum, en hann má sjá hér neðar. Vísir hvetur lesendur að kynna sér efni þáttarins svo þeir geti betur myndað sér upplýsta afstöðu til erindis stjórmálaflokkanna í komandi kosningum. Klippa: Pallborðið - Miðflokkur, Píratar og Framsókn Birgir telur að Miðflokkurinn eigi eftir að koma á óvart En spennustigið var einmitt fyrsta spurningin. Þórhildur Sunna sagði að kosningabaráttu fylgdi alltaf spenna. En hún er nýbökuð móðir og sagði að hún hafi getað tekið því rólegar nú en í síðustu kosningum, til að geta sinnt nýfæddu barni sínu. „En við öll mjög spennt fyrir því að vinna stóra sigra í þessari kosningum.“ Ásmundur Einar sagði þetta öðruvísi kosningabaráttu en hann hafi áður farið í. Hann færði sig úr þægilegu sæti í Norðvestur í Reykjavík norður þar sem flokkurinn hefur ekki átt þingmann í 13 ár. Hann segist vera að koma nýr inn og vilji taka það alla leið. Þetta sé því og þannig aðeins meira stress en var síðast. Þáttastjórnandi vakti athygli á því að Ásmundur Einar væri virkur á samfélagsmiðlum og spurði hvort ekki fylgdi því álag; nýr stafrænn veruleiki fyrir sveitamanninn? En Ásmundur Einar taldi sig færan í flestan sjó hvað það varðaði ekki síst eftir að hafa hitt Patrek Jaime samfélagsmiðlastjörnu í þætti hjá Gísla Marteini. Og þeir hafi átt gott spjall, þannig að þetta væri allt að koma. Birgir mætti sem fulltrúi Miðflokksins. Ný könnun sem Vísir birti í dag bendir til þess að Miðflokkurinn nái ekki manni inn á þing eftir komandi kosningar. Birgir óttast þá könnun ekki, segist skynja allt annað viðhorf en lesa má í þær tölur.vísir/sigurjón Birgir sagði kosningar mjög skemmtilegan tíma. Hann hafi verið að ferðast um Suðurkjördæmi, stórt og mikið og hvarvetna hafi Miðflokksmönnum verið vel tekið. Birgir er fullviss um að Miðflokkurinn eigi mikið inni. Þáttastjórnandi benti á að nú hafi formaðurinn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefði nú sem vaknað úr dvala og væri áberandi á samfélagsmiðlum. En þrátt fyrir það væru kannanir ekki hagstæðar? „Ég held að við komum til með að koma á óvart þegar niðurstaðan kemur,“ sagði Birgir sem ítrekaði að hvarvetna mætti honum velvild. Og hann vildi ekki gera of mikið úr nýrri könnun sem MMR hefur unnið fyrir fréttastofuna; að eitt sinn hafi Miðflokkurinn mælst hjá MMR með fimm þingmenn en svo tólf hjá Gallup. Þannig að Miðflokksmenn vilja ekki gefa mikið fyrir könnunina. Hverjar eru áherslur flokkanna? Frambjóðendur voru spurðir hver væri mikilvægasti málaflokkurinn sem væntanleg ríkisstjórn mun standa frammi fyrir. Þórhildur Sunna sagði það uppbygging í efnahagsmálum eftir Covid og svo loftslagsváin sem mannkyn allt standi nú frammi fyrir. Ef ekki ætti illa að fara þyrftum við framsýnni og metnaðarfyllri ríkisstjórn sem getur tekist á við fleiri en eina krísu í einu. Hún sagði að nauðsynlegt að einblína á velsældarhagkerfi; að allir hafi í sig og á og þak yfir höfuðið og rími til að skapa og taka þátt í að byggja upp framtíðina. Ásmundur Einar sagði Framsóknarmenn hafa talað fyrir því að mikilvægast sé að fjárfesta í fólkinu okkar og nefndi þar aðgerðir sem stjórnin hefur ráðist í varðandi málefni barna. Fjárfesta þyrfti snemma og breyta hagfræðinni þar því við ætlum okkur að fá ávinning síðar. Ásmundur Einar talaði um nauðsyn þess að valdefla fólk og taka þyrfti á málefnum eldra fólks, málefnum fólks í viðkvæmri stöðu og efla þannig samfélagið. „Covid hefur haft mikil áhrif á okkur öll,“ sagði Ásmundur Einar og vísaði þar bæði til andlegra og líkamlegrar vanheilsu. Ásmundur Einar sagði Íslendinga flesta á miðjunni og það væri einmitt það sem Framsóknarflokkurinn standi fyrir; framsækna miðju. Hann vill forðast öfgar.vísir/ragnar Spurður hvað það þýddi að fjárfesta í fólki nefndi hann að það yrði að gerast eins og með börnin. Með kerfisbreytingum; fyrirbyggjandi aðgerðum og forvörnum sem miðast að því að draga úr kostnaði síðar meir. Sérfræðingar hafi reiknað út ávinning af slíku. Ásmundur Einar sagði að margt þyrfti að breytast svo þær kerfisbreytingar sem hann nefndi gætu orðið. Birgir vísaði til ferða sinna um kjördæmið og áberandi væri að kjósendur töluðu helst um heilbrigðiskerfið. Svo sem almennar heilbrigðisskimanir, að allir þeir sem eru orðnir fertugir ættu að eiga rétt á skimun. Og málefni aldraðra. „Við ætlum að leiðrétta kjör aldraðra og barist fyrir því á þinginu en ekki fengið hljómgrunn.“ Og þá nefndi Birgir að það þyrfti að hygla landsbyggðinni, jafnræði til búsetu en dýrara væri að búa úti á landi. Tryggingargjald þyrfti til dæmis að vera lægra fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni. Horfa löngunaraugum til fjármálaráðuneytisins Ljóst er að spyrli þótti þetta heldur almennt og reyndi að þrengja hringinn með því að bjóða hverju um sig að velja sér draumaráðuneyti að því gefnu að þau væru á leið í ríkisstjórn. Þórhildur Sunna nefndi fjármálaráðuneytið. „Því þar liggja þræðir valdsins.“ Hún sagði að efla þyrfti skattaeftirlit, peningaþvættiseftirlit … það gildi ekki sanngjarnar leikreglur í íslensku efnahagslífi. Og markvisst hafi verið grafið undan þessum eftirlitsstofnunum sem svo kemur í veg fyrir að stórar rannsóknir geti farið fram. Svo sem á Samherja. Ríkisstjórninni lá svo á að troða skattrannsóknarstjóra í skúffu að þær rannsóknir á ætluðum skattalagabrotum geta ekki farið fram. Ásmundur Einar sagði spurður að það mál hafi ekki komið beint inn á borð hjá sér sem félagsmálaráðherra. En formaður Framsóknarflokksins hafi sagt á nýlegum fundi að fiskstjórnunarkerfið hafi ekki verið hugsað þannig að svo mikil samþjöppun ætti sér stað þar. En varðandi draumaráðuneytið, þá benti Ásmundur Einar á það að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi sagt nýlega að hann vildi gjarnan flytja sig yfir í ráðuneyti félagsmála. Og það skildi Ásmundur Einar vel því það væri miklu meira spennandi ráðuneyti en margur gæti haldið. Þar væri til umfjöllunar allt sem skiptir okkur máli í lífinu. „Og mig langar ekkert meira en vera áfram í þessu ráðuneyti. Í fjögur ár enn.“ Birgir sagðist hafa setið í fjárlaganefnd í fjögur ár, og jú, það væri gott að fá fjármálaráðuneytið. „Því þá gætum við Miðflokkur hrint í framkvæmd kosningaloforðum okkar.“ Sem snúa að því að almenningur fái beina hlutdeild í arði ríkisfyrirtækja. Líkti úthlutun peninga til kjósenda við hakkát formannsins Spurður hvort nánar út í þær peningagjafir, hvort ekki væri vert að setja það heldur í sameiginlega sjóði, sagði Birgir þetta vera nokkuð sem landsmenn eigi. Benda megi á það þegar ríkið fékk Íslandsbanka í fangið. Og hann sér ekki neitt að því að landsmenn fái eitthvað til baka. „Þetta eru engin peningaloforð, þetta er eitthvað sem almenningur á.“ Þáttastjórnandi spurði hvort þessar hugmyndir væru ekki í ætt við borgaralaun sem Píratar hafa talað fyrir og velti því upp hvers vegna ekki væri meira talað um þau? Þórhildur Sunna sagði áhugavert að fitjað væri upp á því. Og að þetta væri sömu ættar sem væri athyglisvert í ljósi þess að formaður Miðflokksins hafi, þegar það kom fyrst til umræðu, sagt að hann hafi ekki heyrt neitt vitlausara. „Ánægjulegt að Miðflokkurinn sé farinn að taka skref í þá átt,“ sagði Þórhildur Sunna. En taldi hugmyndir Miðflokksins ámóta gáfulegar og það þegar Sigmundur Davíð maulaði hrátt íslenskt hakk úti í móa nýverið. „Hvernig hann ætlar að fara að þessu?“ spurði Þórhildur Sunna og taldi sig eiga eftir að sjá sannfærandi leið til að koma þessu í framkvæmd. Úrbætur til þeirra sem betur mega sín Þórhildur Sunna taldi rétt að fjárfesta í fólki og hrósaði félagsmálaráðherra fyrir breytingar sem hann hefur ráðist í varðandi barnaverndarkerfinu. En það skjóti skökku við þegar ríkisstjórnin neitaði að hækka atvinnuleysisbæturnar. Ekki væri verið að fjárfesta í fólki þegar viðkvæmustu hóparnir eru annars vegar. Það hefði þurft að verkja þá fyrir því efnahagshöggi sem kom samfara Covid. „Það hefði þurft að verja þá fyrir þessu höggi og þar brást ríkisstjórnin. Gerði ekkert til að vernda þetta fólk.“ Ásmundur Einar var spurður hvort það gæti hugsast að þau úrræði sem ríkisstjórnin greip til hafi ekki ratað til þeirra hópa sem þurftu sannarlega sárlega á þeim að halda? Ásmundur Einar sagði að aldrei hafi verið greitt meira í atvinnuleysisbætur en eftir að Covidfaraldurinn braust út. Og að tekjur sveitafélaga hafi nánast ekkert fallið því atvinnuleysisbætur komu þar á móti. Ásmundur Einar telur að ríkisstjórnin muni halda velli og fari svo sé einsýnt að ríkisstjórnarflokkarnir komi saman, setji saman stjórnarsáttmála og haldi áfram.vísir/sigurjón „Félagslegar aðgerðir í hverju einasta skrefi. Við hefðum getað gengið lengra, þú færð félagsmálaráðherra ekki til að segja annað, en þegar verið er að tala um fjárfestingu í fólki erum við að tala um kerfisbreytingar til að valdefla einstaklinga. Það þarf að gerast í atvinnuleysisbótakerfinu.“ Þórhildur Sunna mótmælti þessu og sagði það þannig að tekjur þeirra sem lægstar hefðu tekjurnar hafi dregist saman um fjórðung og þar væri ekki um að ræða hópa sem gætu tekið út séreignasparnað; heldur fólk sem byggi við vonda heilsu og á leigumarkaði. „Það var ekki fjárfest í veikustu hópunum.“ Of háar og of lágar atvinnuleysisbætur Spurður hvort aðgerðirnar hafi einkum miðast við þá sem betur mega sín sagði Birgir að Miðflokkurinn hafi stutt flestar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. En sumt hafi verið hroðvirknislega framkvæmt og eftir sem áður væru forstjórar fyrirtækja sem þáðu hundruð milljóna í styrk með ofurlaun. Miðflokkurinn hafi lagt fram tillögur á þingi en ekki hafi verið hlustað á það. En þá sneri Birgir talinu að atvinnurekendum sem hann hefur hitt sem kvarta undan því að ekki fáist fólk til starfa. Hann sagði þá telja atvinnuleysisbætur of háar. Og til þyrfti að koma, af hálfu ríkisins, stuðningsstörf og virkja þyrfti fólk til atvinnuþátttöku. Þórhildur Sunna sagði fráleitt að fjárfesta í fyrirtækjum til að þau geti rekið fólk. Og hún sagði það hryllilegasta að teknu tilliti til þess sem á undan var gengið þegar forstjóri Vinnumálastofnunar taldi brýnt að fyrirtæki láti stofnunina vita ef fólk á atvinnuleysisbótum þiggi ekki vinnu. Ásmundur Einar sagði þetta lýsandi, annað hvort væru atvinnuleysisbætur taldar of háar eða of lágar og vísaði til sessunauta sinna. Hann taldi af og frá að borgaralaun væru eina leiðin… Þórhildur Sunna sagði að Píratar hafi aldrei haldið því fram en ráðherrann var greinilega viðbúinn því hann kvartaði umsvifalaust undan frammígripum Þórhildar Sunnu. Sagði að hann bæri ekki í því að grípa frammí fyrir henni. Ráðherrann hélt áfram og sagði að ríkisstjórnin hafi gripið til aðgerða, með mesta starfaátaki sögunnar. Fimm hundruð þúsund krónur hafi verið fram reiddar með hverju nýju starfi sem skapað væri og atvinnuleysið væri nú svipað og það var fyrir Covid. Og námsúrræði hafi verið fyrir þá sem ekki hafa fundið sér vinnu. Staðreyndin væri sú að atvinnan væri undirstaðan undir velferðarkerfinu. „Og það skilja flokkar sem eru á miðjunni,“ sagi ráðherra og lofaði átakið Hefjum störf. „Píratar hefðu ekki náð atvinnuleysinu niður með sama hætti. Ég fullyrði það.“ Hagkerfið, neyslan og loftslagsváin Birgir sagði neyslu mikilvæga í hagkerfinu. „Við eigum að hvetja til hennar en þá skipta störfin máli.“ Hann var þá spurður hvort það samræmdist markmiðum í loftslagsmálum. „Við erum ekki hrifnir af neyslustýringu almennt en auðvitað á að hvetja fólk að hugsa um loftslagsmálin. En almennt er neyslan af hinu góða, gott fyrir hagkerfið og gott að fólk hafi fé milli handa til drífa það áfram.“ Þórhildur Sunna benti meðal annars á að það væri til lítils að hvetja til neyslu svo hagkerfið dafni því það verði ekkert hagkerfi fari plánetan. Hún sagði að stórefla þurfi framlög til umhverfisverndarmála.vísir/ragnar Þórhildur Sunna sagði að það skipti litlu máli að vernda hagkerfi ef engin verður plánetan. Hún sagði að eignaójöfnuður væri gífurlegur á Íslandi og hinir ofsaríku ættu að greiða fyrir neyslu sína. „Við þurfum ekki að framleiða meira ál heldur vera duglegri við að endurvinna ál.“ Og Þórhildur Sunna gaf lítið fyrir umhverfsvernd Sigmundar Davíðs sem hefur bent á að með grænni orku sé á heimsvísu umhverfisvernd í álveri á Íslandi; að þá þurfi ekki jarðefnaknúnar verksmiðjur í Kína. „Við Píratar leggjum til að við hættum að reyna að prútta við náttúrulögmálin og gera það sem þarf.“ Þórhildur Sunna sagði stjórnvöld bera höfuðábyrgð á losun og nú þurfi að huga að samdrætti í neyslu. Og láta af þessari áherslu á hagvöxt. Könnunin hræðir Birgi ekki Þá var ný könnun borin undir þátttakendur við Kosningapallborðið sem sýnir meðal annars að Miðflokkurinn er, samkvæmt henni, dottinn út af þingi. Birgir sagði að þetta kæmi sér verulega á óvart. „Þessi tala þarna… við höfum fengið mjög góðar viðtökur hvarvetna sem við höfum komið. Við eigum eftir að koma á óvart. Við erum með mjög góða stefnuskrá og málefnin skipta mestu máli.“ Hann vildi meina að Gallupkannanir væru trúverðugari, þó honum væri bent á að svör að baki þessari tilteknu könnun væru tvö þúsund manns. „Þessi könnun hræðir mig ekkert, ég hef góða tilfinningu fyrir því hvernig landið liggur. Við eigum eftir að koma á óvart, miðflokkurinn er kominn til að vera og við gegnum mikilvægu hlutverki á þinginu,“ sagði Birgir og nefndi orkupakkann og málefni hælisleitenda. Miðflokkurinn vilji bylta því kerfi sem er og það muni kjósendur kunna vel að meta þegar þeir komi í kjörklefann. Þórhildur Sunna sagði að Píratar vilji í stjórn. Áskoranirnar eru slíkar að ekki dugi ríkisstjórn sem ráði ekki við nema eina krísu í senn.vísir/sigurjón Erfitt gæti, í ljósi þess hvernig könnunin kemur út, að klambra saman ríkisstjórn. Ásmundur Einar taldi einsýnt að ef ríkisstjórnarflokkarnir fá meirihlutafylgi muni þeir setjast saman með það fyrir augum að halda samstarfinu áfram. Hann sagði meirihluta Íslendinga á miðjunni og þá framsæknu miðju ætti Framsóknarflokkurinn að leiða. Minni líkur væru á öfgum ef Framsókn væri sterk og hann taldi ekki úr vegi að forsætisráðherra slíkrar stjórnar yrði formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson. Erfitt gæti orðið að mynda þriggja flokka stjórn og Birgir sagði að Miðflokkurinn væri til í að ganga til liðs við stjórnarflokkanna við myndun nýrrar stjórnar, að því tilskyldu að flokkurinn kæmi fram sínum áherslum. Þórhildur Sunna sagði Pírata vilja í stjórn til að takast á við fyrirsjáanlegar áskoranir. Þegar mynd var brugðið upp af hugsanlegu stjórnarmynstri sagði hún þar vera Reykjavíkurmódelið sem hafi gefist svo vel í borginni. Birgir mótmælti því hástöfum og taldi fátt eitt gott hafa leitt af því samstarfi. Segir Miðflokkinn hafa flotið hratt til hægri Þegar spurt var hvort gróið væri um heilt milli Miðflokks og Framsóknarflokks, en til Miðflokksins stofnaði Sigmundur Davíð þegar hann varð undir í formannskjöri Framsóknarflokksins. Birgir og Ásmundur sögðust ágætir félagar en Ásmundur Einar sagði að Miðflokkurinn hafi rekið hratt til hægri. Það mætti sjá á kosningaloforðaflaumi Miðflokksins. Hann taldi að ná þyrfti fram stjórn án þess að vera föst í ysta hægrinu og ysta vinstrinu. En hann taldi erfitt að tala um hvað menn vildu. Hann hefði fulla trú á því að stjórnin héldi velli. Birgir bætti þá um betur og taldi óviðeigandi að ræða væntanlegar stjórnarviðræður. Ræða þurfi málefnin. En Þórhildur Sunna sagði mikilvægt að kjósendur viti að hverju þeir eru að ganga. Og hún gat ekki séð hvernig áherslur Ásmundar um kerfisbreytingar ættu að komast til framkvæmda ef ríkisstjórnin heldur velli. Til þess þyrfti að fara í skattahækkanir. Ásmundur Einar sagði ýmislegt benda til þess að staða ríkissjóðs væri miklu betri en búist hafði verið við. Enn greip Þórhildur inní og nú var Ásmundur Einar viðbúinn og sagði umsvifalaust: „Ég fæ ekki að klára eina einustu setningu án þess að þú grípir frammí.“ Hann sagði ríkisstjórnina vera að ná tökum á atvinnuleysinu og þau séu nú tilbúin í kerfisbreytingar sem snúast um fjárfestingu í fólki. Miðflokkurinn vill færri hælisleitendur til landsins Þáttastjórnandi spurði út í hælisleitendamál, og þá tillögu Pírata að leggja útlendingastofnun niður? Þórhildur Sunna sagðist vilja færa þau verkefni yfir á önnur embætti og stuðla um leið að mannúðlegri móttöku hælisleitenda. Birgir sagði kerfið allt sem snýr að innflytjendum í miklum ólestri og það kosti alltof mikla peninga. „Það má aðstoða einstaklinga á heimaslóð.“ Hann sagði Miðflokkinn vilja fylgja ríkjandi stefnu Norðurlanda og læra af þeirra reynslu. Birgir sagði að Miðflokkurinn vildi minni straum hælisleitenda til Íslands. Stokka þyrfti upp kerfið því það væri óheyrilega dýrt; 4,4 milljarðar árlega.vísir/ragnar „Já, við viljum færri flóttamenn inn og að ekki sé verið að misnota kerfið,“ sagði Birgir og benti á að það kostaði 4,4 milljarða nú. Það væri hægt að láta ýmsilegt gott af sér leiða fyrir þá fjármuni. En einstaklingar séu nú að sækja hér um sem eiga ekki lögmætar ástæður til að sækja hér um hæli. Betra sé að fá niðurstöðu strax í þau mál fremur en að það taki mánuði með tilheyrandi kostnaði. Þegar Birgir var spurður út í gagnrýni sem Miðflokkurinn hefur mátt sæta, að þetta væri ljót pólitík sem verið væri að reka sagði Birgir hana skynsama. Verður að kenna þeim sem hingað koma íslensku Ásmundur Einar sagði að pólarnir í umræðunni væru alltaf þeir sem væru mest áberendi. Ekki væri skynsamlegt að leggja niður útlendingastofnun en Íslendingar þurfi að geta sinnt vel þeim sem hingað koma, að þeir læri íslensku og aðlagist. Hann sagði að sú stefna Framsóknarflokksins hafi verið gagnrýnd í pólitískum tilgangi og kynnt undir, að flokkurinn vildi einangra hóp innflytjenda en svo væri ekki. Hann nefndi frumvarp í þeim efnum sem Miðflokknum tókst að stöðva. Birgir sagði það vanhugsað frumvarp og ávísun á að hingað kæmu þúsundir til að sækja um, hvort sem þeir kæmu með ólögmætum eða lögmætum hætti. Væri æpandi auglýsing fyrir því að hér væri besta þjónustan í Evrópu fyrir hælisleitendur. „Við erum ekki á móti því að taka á móti kvótaflóttamönnum og kenna þeim íslensku. En það þarf að laga þetta og Miðflokkurinn er sá eini sem er tilbúinn að gera það.“ Og þar með var tíminn sem ætlaður var í umræðu með fulltrúum Framsóknarflokks, Pírata og Miðflokks upp urinn. Í síðustu viku mættust fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins og Samfylkingarinnar og í næstu viku mætast síðan Vinstri græn, Viðreisn og Flokkur fólksins. En á fimmtudag mætast fulltrúar Frjálslyndi lýðræðisflokks, Landsflokks og Ábyrgrar framtíðar.
Alþingiskosningar 2021 Pallborðið Píratar Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Sjá meira