Heilbrigðismál í Suðurkjördæmi Hólmfríður Árnadóttir skrifar 8. september 2021 07:07 Síðustu ár hefur íbúum Suðurkjördæmis, á Suðurnesjum og Suðurlandi, fjölgað hvað mest með tilheyrandi þjónustuþörf og einhverjir hafa séð hag sinn í að sækja heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðið. Það er lítill fjárhagslegur, umhverfislegur eða samfélagslegur ávinningur fólginn í því að þurfa stöðugt að sækja sér vatnið yfir lækinn og hefur verið skýlaus krafa íbúa kjördæmisins að fá þjónustuna heim. Því eru það góðar fréttir þegar eitthvað jákvætt gerist í heilbrigðismálum eins og raunin hefur verið síðustu misseri í stjórnartíð Svandísar Svavarsdóttur ráðherra heilbrigðismála og aukning á þjónustu bæði HSS og HSU orðin að veruleika. Ákalli íbúa um aukna þjónustu í heimabyggð hefur verið svarað með auknum fjárframlögum á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir heimsfaraldur og því álagi sem starfsfólk og íbúar hafa fundið fyrir. Auknir fjármunir hafa farið í að fjölga sálfræðingum og efla geðteymi í umdæmunum enda tímabær vitundarvakning í þeim málum átt sér stað síðustu misseri og mikilvægt að íbúar geti notið þeirrar þjónustu í heimabyggð. Þá hefur aukið fjármagn verið sett í endurnýjun húsnæðis og aukna fjölbreytni í þjónustu sérstaklega hvað varðar aldraða. Fjárveiting til nýrrar heilsugæslustöðvar á starfssvæði HSS er á fjárlögum þess árs og áætlað er að vegna brýnnar þarfar verði annað húsnæði tekið á leigu til að koma strax til móts við þjónustuþörfina meðan nýja stöðin er í byggingu. Um leið hefur verið tekið á skorti á hjúkrunarrýmum á Suðurnesjum og rýmum til að veita líknar- og lífslokameðferð á Suðurlandi með auknu fjármagni svo dæmi séu tekin. Það sem liggur fyrir er aukið fjármagn, svigrúm og húsnæði til móttöku og aðkomu sérfræðinga og efling slíkrar þjónustu í heimabyggð. Halda þarf áfram að efla geðtengda starfsemi er varðar börn, ungmenni og aðra sem skortir þá þjónustu heima í héraði enda réttlæti og jöfnuður fólginn í því að fjölskyldur geti gengið að allri þjónustu vísri án lengri ferðalaga. Árið 2020 hófst innleiðing nýs greiðslulíkans heilsugæslunnar sem mun marka tímamót í allri þjónustu fyrir okkur íbúa kjördæmisins. Byggir líkanið á því að fjármagn til reksturs hverrar heilsugæslustöðvar endurspegli þann hóp skjólstæðinga sem viðkomandi heilsugæslustöð þjónar. Þá hefur öflugt umbótastarf verið unnið á báðum stöðvum sem hefur skilað sér í auknum gæðum og ánægju meðal starfsfólks og þjónustuþega. Báðar stofnanir horfa björtum augum til framtíðar og eru með skýra framtíðarsýn sem byggir á sterkari liðsheild meðal starfsfólks, auka starfsánægju og bæta þjónustu við íbúa enda starfsfólk beggja stofnana sýnt einstaka samheldni og lausnamiðun á tímum heimsfaraldurs. Með öflugum opinberum rekstri og skýrri sýn jöfnuðar og félagslegs réttlætis er það stefna VG að tryggja áfram aðgengi að heilbrigðisþjónustu án aðgreiningar og með áherslu á gæði og yfirsýn. Um leið er það hagur hvers samfélags að hlúa að heilsu og velferð einstaklinga með markvissum forvörnum og heilsusamlegu umhverfi. Á tímum umhverfisverndar og í takt við stefnu VG er varðar félagslegt réttlæti og jöfnuð sjáum við ótal tækifæri til að efla og auka enn frekar við heilbrigðisþjónustu í Suðurkjördæmi. Það skiptir máli hver stjórnar. Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Suðurkjördæmi Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur íbúum Suðurkjördæmis, á Suðurnesjum og Suðurlandi, fjölgað hvað mest með tilheyrandi þjónustuþörf og einhverjir hafa séð hag sinn í að sækja heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðið. Það er lítill fjárhagslegur, umhverfislegur eða samfélagslegur ávinningur fólginn í því að þurfa stöðugt að sækja sér vatnið yfir lækinn og hefur verið skýlaus krafa íbúa kjördæmisins að fá þjónustuna heim. Því eru það góðar fréttir þegar eitthvað jákvætt gerist í heilbrigðismálum eins og raunin hefur verið síðustu misseri í stjórnartíð Svandísar Svavarsdóttur ráðherra heilbrigðismála og aukning á þjónustu bæði HSS og HSU orðin að veruleika. Ákalli íbúa um aukna þjónustu í heimabyggð hefur verið svarað með auknum fjárframlögum á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir heimsfaraldur og því álagi sem starfsfólk og íbúar hafa fundið fyrir. Auknir fjármunir hafa farið í að fjölga sálfræðingum og efla geðteymi í umdæmunum enda tímabær vitundarvakning í þeim málum átt sér stað síðustu misseri og mikilvægt að íbúar geti notið þeirrar þjónustu í heimabyggð. Þá hefur aukið fjármagn verið sett í endurnýjun húsnæðis og aukna fjölbreytni í þjónustu sérstaklega hvað varðar aldraða. Fjárveiting til nýrrar heilsugæslustöðvar á starfssvæði HSS er á fjárlögum þess árs og áætlað er að vegna brýnnar þarfar verði annað húsnæði tekið á leigu til að koma strax til móts við þjónustuþörfina meðan nýja stöðin er í byggingu. Um leið hefur verið tekið á skorti á hjúkrunarrýmum á Suðurnesjum og rýmum til að veita líknar- og lífslokameðferð á Suðurlandi með auknu fjármagni svo dæmi séu tekin. Það sem liggur fyrir er aukið fjármagn, svigrúm og húsnæði til móttöku og aðkomu sérfræðinga og efling slíkrar þjónustu í heimabyggð. Halda þarf áfram að efla geðtengda starfsemi er varðar börn, ungmenni og aðra sem skortir þá þjónustu heima í héraði enda réttlæti og jöfnuður fólginn í því að fjölskyldur geti gengið að allri þjónustu vísri án lengri ferðalaga. Árið 2020 hófst innleiðing nýs greiðslulíkans heilsugæslunnar sem mun marka tímamót í allri þjónustu fyrir okkur íbúa kjördæmisins. Byggir líkanið á því að fjármagn til reksturs hverrar heilsugæslustöðvar endurspegli þann hóp skjólstæðinga sem viðkomandi heilsugæslustöð þjónar. Þá hefur öflugt umbótastarf verið unnið á báðum stöðvum sem hefur skilað sér í auknum gæðum og ánægju meðal starfsfólks og þjónustuþega. Báðar stofnanir horfa björtum augum til framtíðar og eru með skýra framtíðarsýn sem byggir á sterkari liðsheild meðal starfsfólks, auka starfsánægju og bæta þjónustu við íbúa enda starfsfólk beggja stofnana sýnt einstaka samheldni og lausnamiðun á tímum heimsfaraldurs. Með öflugum opinberum rekstri og skýrri sýn jöfnuðar og félagslegs réttlætis er það stefna VG að tryggja áfram aðgengi að heilbrigðisþjónustu án aðgreiningar og með áherslu á gæði og yfirsýn. Um leið er það hagur hvers samfélags að hlúa að heilsu og velferð einstaklinga með markvissum forvörnum og heilsusamlegu umhverfi. Á tímum umhverfisverndar og í takt við stefnu VG er varðar félagslegt réttlæti og jöfnuð sjáum við ótal tækifæri til að efla og auka enn frekar við heilbrigðisþjónustu í Suðurkjördæmi. Það skiptir máli hver stjórnar. Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun