Bólusetning er í boði fyrir alla óbólusetta og hálfbólusetta sem eru með íslenska kennitölu.
Þá eru allir 60 ára og eldri velkomnir í örvunarskammt, að því gefnu að sex mánuðir séu liðnir frá seinni skammti.
Þeir sem fengu bóluefnið frá Janssen eru sérstaklega hvattir til að koma og fá örvunarskammt.