Vopnað rán og eltingaleikur um hábjartan dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2021 08:30 Ránið átti sér stað um hábjartan dag. epa/Yoan Valat Tveir menn eru í haldi lögreglu og fimm annarra er leitað eftir að vopnaðir þjófar réðust inn í verslun Bulgari í miðborg Parísar og höfðu á brott með sér skartgripi sem metnir eru á 1,5 milljarð króna. Þrír þjófar gengu inn í verslunina klæddir jakkafötum og ógnuðu viðstöddum með skotvopnum. Þeir flúðu á gráum BMW en fjórir vitorðsmenn létu sig hverfa á rafskútum. Lögregla skaut á bifreiðina skammt frá Les Halles verslunarmiðstöðinni, sem leiddi til þess að þjófarnir komu sér út og freistuðu þess að komast undan á tveimur jafnfljótum. Tveir þeirra náðust. Umrædd verslun stendur við Place Vendome, skammt frá Ritz-hótelinu, og hafði nýlega verið opnuð eftir endurbætur. Fjöldi annarra lúxusverslana standa við torgið, svo sem Chanel, Boucheron og Van Cleef & Arpels. Nokkuð hefur verið um skartgripaþjófnaði í París á undanförnum mánuðum og líklegt að glæpir og öryggismál verði meðal þeirra mála sem rædd verða í aðdraganda forsetakosninganna sem fara fram á næsta ári. Hinn 27. júlí síðastliðinn réðist maður inn í Chaumet-verslun og hafði á brott með sér skart fyrir um 2 milljónir evra. Hann var handtekinn daginn eftir og flestir gripana endurheimtir. Þremur dögum seinna réðust tveir menn vopnaðir rafbyssu og táragasi inn í Dinh Van-verslun og tóku með sér skartgripi metna á um 400 þúsund evrur. Það kemur ekki fram í frétt Guardian hvort lögregla hefur endurheimt gripina sem stolið var í Bulgari-versluninni í gær. Frakkland Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sjá meira
Þrír þjófar gengu inn í verslunina klæddir jakkafötum og ógnuðu viðstöddum með skotvopnum. Þeir flúðu á gráum BMW en fjórir vitorðsmenn létu sig hverfa á rafskútum. Lögregla skaut á bifreiðina skammt frá Les Halles verslunarmiðstöðinni, sem leiddi til þess að þjófarnir komu sér út og freistuðu þess að komast undan á tveimur jafnfljótum. Tveir þeirra náðust. Umrædd verslun stendur við Place Vendome, skammt frá Ritz-hótelinu, og hafði nýlega verið opnuð eftir endurbætur. Fjöldi annarra lúxusverslana standa við torgið, svo sem Chanel, Boucheron og Van Cleef & Arpels. Nokkuð hefur verið um skartgripaþjófnaði í París á undanförnum mánuðum og líklegt að glæpir og öryggismál verði meðal þeirra mála sem rædd verða í aðdraganda forsetakosninganna sem fara fram á næsta ári. Hinn 27. júlí síðastliðinn réðist maður inn í Chaumet-verslun og hafði á brott með sér skart fyrir um 2 milljónir evra. Hann var handtekinn daginn eftir og flestir gripana endurheimtir. Þremur dögum seinna réðust tveir menn vopnaðir rafbyssu og táragasi inn í Dinh Van-verslun og tóku með sér skartgripi metna á um 400 þúsund evrur. Það kemur ekki fram í frétt Guardian hvort lögregla hefur endurheimt gripina sem stolið var í Bulgari-versluninni í gær.
Frakkland Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sjá meira