Guðlaugur Þór skilar ekki uppgjöri vegna prófkjörs Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2021 13:06 Baráttan við Guðlaug Þór, um efsta sætið í Reykjavík, kostaði Áslaugu Örnu rétt tæpar níu milljónir króna. Athygli vekur að ekki liggur fyrir uppgjör utanríkisráðherra þó skilafrestur sé útrunninn. Á því eru þær skýringar að Guðlaugur Þór hafði ekki áttað sig á því að tímafresturinn var liðinn. vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, varði tæpum níu milljónum króna í prófkjörsbaráttu í sumar. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík einkenndist af mikilli baráttu um fyrsta sætið milli þeirra Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs. Það var haldið 5. júní en Guðlaugur Þór hafði sigur. Og fagnaði því ákaft. Lögum samkvæmt þarf uppgjör að liggja fyrir þremur mánuðum eftir að það er haldið. Á vef ríkisendurskoðunar eru reikningar frambjóðenda fyrirliggjandi, allra nema Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, en hann hefur ekki skilað inn uppgjöri samkvæmt því. Þá vantar einnig uppgjör frá Diljá Mist Einarsdóttur, aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs en hún lét mjög að sér kveða í prófkjörinu og hafnaði í örugglega í 3. sæti á eftir þeim ráðherrum. Ef rekstrarreikningur Áslaugar Örnu er skoðaður kemur á daginn að kostnaður vegna prófkjörsins nam 8,734.000 króna. Athygli vekur hár kostnaður vegna starfsmannahalds eða tæpar fjórar milljónir meðan Áslaug varði 2,7 milljónum í auglýsingar og kynningarkostnað. Rekstur skrifstofu lagði sig á 1,6 milljón króna. Rekstrartekjur móti gjöldum eru að framlög lögaðila eru 2,8 milljónir króna en framlög einstaklinga rétt tæpar sex milljónir. Hámark sem leggja má til framboða af hálfu lögaðila eru 400 þúsund krónur en fyrirtæki föður Áslaugar, Sigurbjörns Magnússonar, Juris slf fram þá upphæð. Sjá má þá lögaðila sem styrktu framboð Áslaugar Örnu á skjáskoti meðfylgjandi. Uppfært 13:55 Vísir náði tali af Guðlaugi Þór og hann segir að um misskilning af sinni hálfu sé að ræða, hann hafi ekki áttað sig á því að tímafresturinn væri útrunninn. „En þetta er á leiðinni inn,“ segir ráðherra. Samkvæmt heimildum Vísis varði Guðlaugur Þór svipaðri upphæð til sinnar kosningabaráttu og Áslaug Arna. En uppgjör hans mun væntanlega birtast innan tíðar á vef ríkisendurskoðunar. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík einkenndist af mikilli baráttu um fyrsta sætið milli þeirra Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs. Það var haldið 5. júní en Guðlaugur Þór hafði sigur. Og fagnaði því ákaft. Lögum samkvæmt þarf uppgjör að liggja fyrir þremur mánuðum eftir að það er haldið. Á vef ríkisendurskoðunar eru reikningar frambjóðenda fyrirliggjandi, allra nema Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, en hann hefur ekki skilað inn uppgjöri samkvæmt því. Þá vantar einnig uppgjör frá Diljá Mist Einarsdóttur, aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs en hún lét mjög að sér kveða í prófkjörinu og hafnaði í örugglega í 3. sæti á eftir þeim ráðherrum. Ef rekstrarreikningur Áslaugar Örnu er skoðaður kemur á daginn að kostnaður vegna prófkjörsins nam 8,734.000 króna. Athygli vekur hár kostnaður vegna starfsmannahalds eða tæpar fjórar milljónir meðan Áslaug varði 2,7 milljónum í auglýsingar og kynningarkostnað. Rekstur skrifstofu lagði sig á 1,6 milljón króna. Rekstrartekjur móti gjöldum eru að framlög lögaðila eru 2,8 milljónir króna en framlög einstaklinga rétt tæpar sex milljónir. Hámark sem leggja má til framboða af hálfu lögaðila eru 400 þúsund krónur en fyrirtæki föður Áslaugar, Sigurbjörns Magnússonar, Juris slf fram þá upphæð. Sjá má þá lögaðila sem styrktu framboð Áslaugar Örnu á skjáskoti meðfylgjandi. Uppfært 13:55 Vísir náði tali af Guðlaugi Þór og hann segir að um misskilning af sinni hálfu sé að ræða, hann hafi ekki áttað sig á því að tímafresturinn væri útrunninn. „En þetta er á leiðinni inn,“ segir ráðherra. Samkvæmt heimildum Vísis varði Guðlaugur Þór svipaðri upphæð til sinnar kosningabaráttu og Áslaug Arna. En uppgjör hans mun væntanlega birtast innan tíðar á vef ríkisendurskoðunar.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent