Rekstur íþróttafélaga í heimsfaraldri Bjarni Kristinn Eysteinsson skrifar 8. september 2021 17:32 Rekstur íþróttafélaga á Íslandi er að stórum hluta á herðum sjálfboðaliða sem taka að sér mikla vinnu og ábyrgð. Undirritaður er einn af þeim sem þar starfar launalaust. Þetta getur verið afar gefandi starf þegar vel gengur en að sama skapi lýjandi þegar illa gengur. Að ná árangri eftir mikla vinnu við að skapa góða umgjörð fyrir iðkendur og byggja upp gott lið er frábær tilfinning. En þetta krefst gríðarlegrar vinnu og fórna frá sjálfboðaliðum, leikmönnum og þjálfurum sem leggja mikið á sig. Hlutverk okkar sem erum í stjórnum íþróttafélaga er fyrst og fremst að skapa góða umgjörð og gera leikmönnum og þjálfurum kleift að leggja þá vinnu í þetta, sem þarf til að ná árangri. Því er stór hluti af okkar starfi að tryggja fjármögnun á starfseminni í heild en það fer töluverður kostnaður í að halda úti liðum í meistaraflokki og skapa góða faglega umgjörð utan um starfið. Þar má m.a. nefna kostnað vegna sjúkraþjálfunar, fatnaðar, ferða og launa starfsmanna. Sala auglýsinga, styrkir frá fyrirtækjum og einstaklingum ásamt tekjum af viðburðum hafa verið okkar leiðir til að fá fjármagn inn í reksturinn. Þó að fyrirtæki og einstaklingar hafi staðið virkilega vel með okkur þegar hinn alræmdi Covid faraldur skall á áttum við verulega langt í land til að standa undir kostnaði. Mörg fyrirtæki gátu ekki lengur styrkt okkur þar sem þau höfðu oft nóg með sinn rekstur og gátu skiljanlega lítið aðstoðað. Viðburðir voru ekki haldnir, eins og allir þekkja, vegna opinberra sóttvarnarráðstafanna sem komu í veg fyrir slíkt. Engir leikir, þorrablót, konukvöld eða karlakvöld sem dæmi. Skemmtanir sem hafa verið mikilvægur liður í fjármögnun og aðstoðað íþróttafélögin við að standa undir kostnaði. Þess ber þó að geta að leikmenn og þjálfarar komu til móts við okkur með myndarlegum hætti í handknattleiksdeild Fram og fyrir það er ég mjög þakklátur. En þar með er ekki öll sagan sögð því að stór hluti af starfsemi íþróttafélaga er einmitt starf í þágu barna og unglinga, oft kallað yngri flokka starf. Það var mjög krefjandi að reka slíkt starf vegna takmarkanna, en þar sýndu foreldrar mikinn skilning og stóðu með íþróttafélaginu. Því er ekki síður mikilvægt að þakka þeim fyrir þeirra hlut í að halda starfseminni gangandi. Það eru fleiri sem ber að þakka. Það var gæfa okkar sem að þessu starfa, að í ríkisstjórn var maður sem þekkir og hefur reynslu af því að reka íþróttafélag og reyndist íþróttahreyfingunni allri mikill liðstyrkur. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, steig inn og réðst í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélög. Meðal þessara aðgerða voru greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldursins. Aðgerðirnar skiptu verulegu máli fyrir rekstur félaganna og drógu úr þeim áhrifum sem faraldurinn mun hafa á íþróttastarf til lengri tíma. Önnur aðgerð sem Ásmundur Einar kom á eru sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Fjölmörg heimili gátu nýtt sér þetta úrræði, því að þrátt fyrir aukin stuðning voru íþróttafélögin enn nokkuð löskuð og höfðu lítið svigrúm til að koma til móts við þessi börn. Þessi einstaka aðgerð er líklega sú mikilvægasta, því eitt það erfiðasta í öllu íþróttastarfi er að skipuleggja starfið til lengri tíma vegna mikils ófyrirsjáanleika í rekstri. Með því að gera öllum börnum kleift að taka þátt í íþróttastarfi þá minnkar þessi óvissa og fjöldi iðkenda á milli ára helst stöðugri. Það sem skiptir þó auðvitað mestu í þessari aðgerð er að öll börn fá tækifæri til að njóta þess að stunda íþróttir, óháð efnahag. Það er mikilvægt að stjórnvöld og við öll áttum okkur á því að afreksstarf og starf í þágu barna og unglinga eru tvær hliðar á sama peningnum. Um leið og annar hlutinn veikist þá veikist hinn. Oft á tíðum í faraldrinum upplifðum við að stjórnvöld sýndu þessu ekki skilning. Því var það okkur mikilvægt að Ásmundur Einar hafði reynslu og skilning á rekstri íþróttafélaga og vissi að nálgunin yrði að vera heildstæð með stuðning við félögin í heild en ekki afmarkaða hluta þeirra. Þátttaka barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi hefur góð og þroskandi áhrif á þau. Það er mikilvægt að öll börn eigi þess kost að stunda íþróttir en ljóst er að þær sóttvarnaraðgerðir sem gripið var til, hafa haft mikil áhrif á starfsemi íþróttafélaga. Því var mjög mikilvægt að í brúnni var aðili sem skildi þá alvarlegu stöðu sem íþróttafélögin voru komin í, hlustaði og réðst í mótvægisaðgerðir, ekki síst í því skyni að tryggja að sem minnstar raskanir yrðu á íþrótta- og æskulýðsstarfi barna til lengri tíma litið. Fjárfesting í íþrótta- og æskulýðsstarfi barna skilar sér margfalt fyrir samfélagið til lengri tíma. Ásmundur Einar Daðason skilur mikilvægi þess að halda öflugu íþróttastarfi gangandi í landinu, samfélaginu öllu til heilla. Íþróttahreyfingin og samfélagið allt þarf slíkan mann á þing. Höfundur er formaður handknattleiksdeildar Fram og áhugamaður um íþrótta- og æskulýðsstarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Félagasamtök Íþróttir barna Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Rekstur íþróttafélaga á Íslandi er að stórum hluta á herðum sjálfboðaliða sem taka að sér mikla vinnu og ábyrgð. Undirritaður er einn af þeim sem þar starfar launalaust. Þetta getur verið afar gefandi starf þegar vel gengur en að sama skapi lýjandi þegar illa gengur. Að ná árangri eftir mikla vinnu við að skapa góða umgjörð fyrir iðkendur og byggja upp gott lið er frábær tilfinning. En þetta krefst gríðarlegrar vinnu og fórna frá sjálfboðaliðum, leikmönnum og þjálfurum sem leggja mikið á sig. Hlutverk okkar sem erum í stjórnum íþróttafélaga er fyrst og fremst að skapa góða umgjörð og gera leikmönnum og þjálfurum kleift að leggja þá vinnu í þetta, sem þarf til að ná árangri. Því er stór hluti af okkar starfi að tryggja fjármögnun á starfseminni í heild en það fer töluverður kostnaður í að halda úti liðum í meistaraflokki og skapa góða faglega umgjörð utan um starfið. Þar má m.a. nefna kostnað vegna sjúkraþjálfunar, fatnaðar, ferða og launa starfsmanna. Sala auglýsinga, styrkir frá fyrirtækjum og einstaklingum ásamt tekjum af viðburðum hafa verið okkar leiðir til að fá fjármagn inn í reksturinn. Þó að fyrirtæki og einstaklingar hafi staðið virkilega vel með okkur þegar hinn alræmdi Covid faraldur skall á áttum við verulega langt í land til að standa undir kostnaði. Mörg fyrirtæki gátu ekki lengur styrkt okkur þar sem þau höfðu oft nóg með sinn rekstur og gátu skiljanlega lítið aðstoðað. Viðburðir voru ekki haldnir, eins og allir þekkja, vegna opinberra sóttvarnarráðstafanna sem komu í veg fyrir slíkt. Engir leikir, þorrablót, konukvöld eða karlakvöld sem dæmi. Skemmtanir sem hafa verið mikilvægur liður í fjármögnun og aðstoðað íþróttafélögin við að standa undir kostnaði. Þess ber þó að geta að leikmenn og þjálfarar komu til móts við okkur með myndarlegum hætti í handknattleiksdeild Fram og fyrir það er ég mjög þakklátur. En þar með er ekki öll sagan sögð því að stór hluti af starfsemi íþróttafélaga er einmitt starf í þágu barna og unglinga, oft kallað yngri flokka starf. Það var mjög krefjandi að reka slíkt starf vegna takmarkanna, en þar sýndu foreldrar mikinn skilning og stóðu með íþróttafélaginu. Því er ekki síður mikilvægt að þakka þeim fyrir þeirra hlut í að halda starfseminni gangandi. Það eru fleiri sem ber að þakka. Það var gæfa okkar sem að þessu starfa, að í ríkisstjórn var maður sem þekkir og hefur reynslu af því að reka íþróttafélag og reyndist íþróttahreyfingunni allri mikill liðstyrkur. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, steig inn og réðst í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélög. Meðal þessara aðgerða voru greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldursins. Aðgerðirnar skiptu verulegu máli fyrir rekstur félaganna og drógu úr þeim áhrifum sem faraldurinn mun hafa á íþróttastarf til lengri tíma. Önnur aðgerð sem Ásmundur Einar kom á eru sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Fjölmörg heimili gátu nýtt sér þetta úrræði, því að þrátt fyrir aukin stuðning voru íþróttafélögin enn nokkuð löskuð og höfðu lítið svigrúm til að koma til móts við þessi börn. Þessi einstaka aðgerð er líklega sú mikilvægasta, því eitt það erfiðasta í öllu íþróttastarfi er að skipuleggja starfið til lengri tíma vegna mikils ófyrirsjáanleika í rekstri. Með því að gera öllum börnum kleift að taka þátt í íþróttastarfi þá minnkar þessi óvissa og fjöldi iðkenda á milli ára helst stöðugri. Það sem skiptir þó auðvitað mestu í þessari aðgerð er að öll börn fá tækifæri til að njóta þess að stunda íþróttir, óháð efnahag. Það er mikilvægt að stjórnvöld og við öll áttum okkur á því að afreksstarf og starf í þágu barna og unglinga eru tvær hliðar á sama peningnum. Um leið og annar hlutinn veikist þá veikist hinn. Oft á tíðum í faraldrinum upplifðum við að stjórnvöld sýndu þessu ekki skilning. Því var það okkur mikilvægt að Ásmundur Einar hafði reynslu og skilning á rekstri íþróttafélaga og vissi að nálgunin yrði að vera heildstæð með stuðning við félögin í heild en ekki afmarkaða hluta þeirra. Þátttaka barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi hefur góð og þroskandi áhrif á þau. Það er mikilvægt að öll börn eigi þess kost að stunda íþróttir en ljóst er að þær sóttvarnaraðgerðir sem gripið var til, hafa haft mikil áhrif á starfsemi íþróttafélaga. Því var mjög mikilvægt að í brúnni var aðili sem skildi þá alvarlegu stöðu sem íþróttafélögin voru komin í, hlustaði og réðst í mótvægisaðgerðir, ekki síst í því skyni að tryggja að sem minnstar raskanir yrðu á íþrótta- og æskulýðsstarfi barna til lengri tíma litið. Fjárfesting í íþrótta- og æskulýðsstarfi barna skilar sér margfalt fyrir samfélagið til lengri tíma. Ásmundur Einar Daðason skilur mikilvægi þess að halda öflugu íþróttastarfi gangandi í landinu, samfélaginu öllu til heilla. Íþróttahreyfingin og samfélagið allt þarf slíkan mann á þing. Höfundur er formaður handknattleiksdeildar Fram og áhugamaður um íþrótta- og æskulýðsstarf.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun