Vilja styrkja frekar sambandið við Færeyjar Þorgils Jónsson skrifar 9. september 2021 09:57 Guðlaugur Þór Þórðarson hitti Höllu Nolsøe Poulsen, sendimanni Færeyja á Íslandi, og kynnti fyrir henni næyja skýrslu um samskipti þjóðanna. Margvísleg tækifæri eru til þess að efla tvíhliða tengsl og samstarf Íslands og Færeyja á hinum ýmsu sviðum, meðal annars hvað varðar viðskipti, heilbrigðismál og menntamál. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin er af starfshóp sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, skipaði. Starfshópnum var falið í marsmánuði að kortleggja tvíhliða samskipti þjóðanna tveggja og gera tillögur um áþreifanlegar aðgerðir eða verkefni til efla tengslin enn frekar. Lokaskýrslan var svo birt á vef utanríkisráðuneytisins í dag. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að margvíslegt samstarf sé á milli Íslands og Færeyja, bæði formlegt og óformlegt, einnig á norrænum eða vestnorrænum vettvangi. Fjölmörg sóknarfæri liggi í því að efla enn frekar tvíhliða tengsl og samstarf á milli þjóðanna, ekki síst á vettvangi efnahags-, menningar- og stjórnmála. Starfshópurinn leggur áherslu á þau svið þar sem minna hefur verið um tvíhliða samstarf og aðgerða sé þörf til að efla samvinnu. Nýtt námsefni um tengsl við Færeyjar Meðal annars skuli vinna að skilvirkari flutningsleiðum ferskvara milli landanna, auka tvíhliða markaðsstarf til að kynna löndin sem ákjósanlegan áfangastað fyrir íbúum landanna tveggja, og meta tækifæri til að auka nýtingu Færeyinga á heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa á Íslandi. Þá skuli einnig útbúa „nútímalegt námsefni fyrir íslenska grunnskóla þar sem fjallað yrði um Færeyjar fyrr og nú með heildstæðum hætti og lögð áhersla á tengsl Íslands og Færeyja“ og að samstarf íslenskra og færeyskra listamanna verði aukið með því að koma á fót miðstöð skapandi greina. „Markmið okkar er að hrinda þessum tillögum í framkvæmd á næstu árum og renna þannig sterkari stoðum undir samband þjóðanna og á sama tíma skapa forsendur fyrir nýjum og spennandi tækifærum,“ segir Guðlaugur Þór. Tengd skjöl Samskipti_Íslands_og_FæreyjaPDF1.8MBSækja skjal Utanríkismál Færeyjar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Starfshópnum var falið í marsmánuði að kortleggja tvíhliða samskipti þjóðanna tveggja og gera tillögur um áþreifanlegar aðgerðir eða verkefni til efla tengslin enn frekar. Lokaskýrslan var svo birt á vef utanríkisráðuneytisins í dag. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að margvíslegt samstarf sé á milli Íslands og Færeyja, bæði formlegt og óformlegt, einnig á norrænum eða vestnorrænum vettvangi. Fjölmörg sóknarfæri liggi í því að efla enn frekar tvíhliða tengsl og samstarf á milli þjóðanna, ekki síst á vettvangi efnahags-, menningar- og stjórnmála. Starfshópurinn leggur áherslu á þau svið þar sem minna hefur verið um tvíhliða samstarf og aðgerða sé þörf til að efla samvinnu. Nýtt námsefni um tengsl við Færeyjar Meðal annars skuli vinna að skilvirkari flutningsleiðum ferskvara milli landanna, auka tvíhliða markaðsstarf til að kynna löndin sem ákjósanlegan áfangastað fyrir íbúum landanna tveggja, og meta tækifæri til að auka nýtingu Færeyinga á heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa á Íslandi. Þá skuli einnig útbúa „nútímalegt námsefni fyrir íslenska grunnskóla þar sem fjallað yrði um Færeyjar fyrr og nú með heildstæðum hætti og lögð áhersla á tengsl Íslands og Færeyja“ og að samstarf íslenskra og færeyskra listamanna verði aukið með því að koma á fót miðstöð skapandi greina. „Markmið okkar er að hrinda þessum tillögum í framkvæmd á næstu árum og renna þannig sterkari stoðum undir samband þjóðanna og á sama tíma skapa forsendur fyrir nýjum og spennandi tækifærum,“ segir Guðlaugur Þór. Tengd skjöl Samskipti_Íslands_og_FæreyjaPDF1.8MBSækja skjal
Utanríkismál Færeyjar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira