Þurfti að spyrna sér frá botninum eftir að hafa hætt í fótbolta: Varði mark Íslands á EM og HM Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 10. september 2021 11:01 Hannes Þór í leik gegn Englandi á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016. EPA/PETER POWELL „Þetta er saga sem hefur verið sögð nokkuð oft en auðvitað er þetta óhefðbundin leið sem ég fór, engin spurning,“ sagði Hannes Þór Halldórsson er hann ræddi við Stöð 2 og Vísi um feril sinn með íslenska landsliðinu. „Ég var náttúrulega hættur í fótbolta í gegnum öll mín unglingsár og byrjaði ekki aftur af krafti fyrr en ég var orðinn tvítugur. Þá setti ég mikinn kraft í þetta, þurfti í raun að spyrna mér frá botninum og setja á mig vinnuhanskana. Langaði að sjá hvert það myndi taka mig.“ „Ég eyddi mörgum stundum hér – það er rétt hjá þér – að sparka á sjálfan mig því það var engin markmannsþjálfun í Leikni Reykjavík. Þannig þegar ég var yngri var ég mikið hérna,“ sagði Hannes Þór um hinn víðsfræga vegg sem hann notaði mikið til að æfa sig í marki á sínum yngri árum. Klippa: Hannes Þór þurfti að spyrna sér frá botninum „Auðvitað gekk allt upp. Fullt af augnablikum á leiðinni sem hefðu getað farið í aðrar áttir og þá hefði ég bara hætt í fótbolta og farið að vinna sem kvikmyndagerðarmaður. Hlutirnir féllu með mér á lykilaugnablikum. Til dæmis þegar ég fór í KR, ef ég hefði ekki farið í KR hefði ég sennilega hætt í Fram og farið í einhverja neðri deild og smám saman flosnað upp úr fótboltanum og farið að einbeita mér að vinnunni.“ „Eins og ég segi, það gekk allt saman upp og eftir stendur 10 ára landsliðsferill þar sem eitt leiddi af öðru. Ég er náttúrulega ótrúlega ánægður með þennan tíma því það eru ólýsanlegar stundir sem að við höfum upplifað og þetta hefur verið ævintýri líkast,“ sagði Hannes Þór að endingu um vegferð sína. Fótbolti HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00 Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00 Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05 Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
„Ég var náttúrulega hættur í fótbolta í gegnum öll mín unglingsár og byrjaði ekki aftur af krafti fyrr en ég var orðinn tvítugur. Þá setti ég mikinn kraft í þetta, þurfti í raun að spyrna mér frá botninum og setja á mig vinnuhanskana. Langaði að sjá hvert það myndi taka mig.“ „Ég eyddi mörgum stundum hér – það er rétt hjá þér – að sparka á sjálfan mig því það var engin markmannsþjálfun í Leikni Reykjavík. Þannig þegar ég var yngri var ég mikið hérna,“ sagði Hannes Þór um hinn víðsfræga vegg sem hann notaði mikið til að æfa sig í marki á sínum yngri árum. Klippa: Hannes Þór þurfti að spyrna sér frá botninum „Auðvitað gekk allt upp. Fullt af augnablikum á leiðinni sem hefðu getað farið í aðrar áttir og þá hefði ég bara hætt í fótbolta og farið að vinna sem kvikmyndagerðarmaður. Hlutirnir féllu með mér á lykilaugnablikum. Til dæmis þegar ég fór í KR, ef ég hefði ekki farið í KR hefði ég sennilega hætt í Fram og farið í einhverja neðri deild og smám saman flosnað upp úr fótboltanum og farið að einbeita mér að vinnunni.“ „Eins og ég segi, það gekk allt saman upp og eftir stendur 10 ára landsliðsferill þar sem eitt leiddi af öðru. Ég er náttúrulega ótrúlega ánægður með þennan tíma því það eru ólýsanlegar stundir sem að við höfum upplifað og þetta hefur verið ævintýri líkast,“ sagði Hannes Þór að endingu um vegferð sína.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00 Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00 Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05 Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00
Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00
Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05