Sebastian Vettel kom við á Íslandi á leiðinni á Monza Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2021 15:55 Vettel virðir fyrir sér hreinsistöðina á Hellisheiðinni á miðvikudaginn. @sebvettelnews Formúlu 1 ökuþórinn Sebastian Vettvel var staddur á Íslandi á miðvikudag þegar starfsemi hófst í fyrstu og stærstu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum við Hellisheiðarvirkjun. Vettel, sem er mikill umhverfissinni, er á meðal fjárfesta í Orca verkefninu sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. Svissneska fyrirtækið Climeworks opnaði lofthreinsistöðina Orca með formlegum hætti í dag en aðeins eru liðnir sextán mánuðir frá því uppbygging stöðvarinnar hófst í maí í fyrra. Tæknin byggir á safnkössum sem tiltölulega einfalt er að setja upp og þar með að stækka stöðina og auka afköstin. Hreinsistöðin fangar fjögur þúsund tonn af koltvísýring úr andrúmsloftinu á ári og fargar því neðanjarðar. Forsvarsmenn verkefnsins tjáðu fréttastofu á miðvikudag að þetta væri ekki töfralausnin við loftslagsvandanum. Sebastian Vettel hefur verið sigursæll á formúlubrautinni í gegnum tíðina og varð heimsmeistari fjögur ár í röð frá 2010-2013.Nordic Photos/Getty Images „En með minni losun og öðrum aðferðum við að fjarlægja koltvísýring úr loftinu getur þetta orðið lausnin ef það er byggt upp nógu fljótt,“ sagði Chrostoph Buettler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks. „Við megum engan tíma að missa,“ segir Vettel sem skrifar um heimsókn sína á heimasíðu sinni. Um sé að ræða mikilvægt tól til að nota í baráttunni við loftslagsvandann. Vettel gerir mörg samfélagsmál að umtalsefni á heimasíðu sinni. Þar berst hann gegn því að fólk fleygi rusli á víðavangi, minnir á mikilvægi býflugnanna og styður hinsegin fólk í réttindabaráttu sinni. https://twitter.com/sebvettelnews/status/1435957012320243713 Næsti formúlukappakstur fer fram á Monza brautinni á Ítalíu. Vettel ekur fyrir Aston Martin Mercedes og situr í tólfta sæti í keppni ökuþóra. Max Verstappen hjá Red Bull Racing Honda er efstur með 224,5 stig. Formúla Orkumál Loftslagsmál Ölfus Jarðhiti Íslandsvinir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Vettel, sem er mikill umhverfissinni, er á meðal fjárfesta í Orca verkefninu sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. Svissneska fyrirtækið Climeworks opnaði lofthreinsistöðina Orca með formlegum hætti í dag en aðeins eru liðnir sextán mánuðir frá því uppbygging stöðvarinnar hófst í maí í fyrra. Tæknin byggir á safnkössum sem tiltölulega einfalt er að setja upp og þar með að stækka stöðina og auka afköstin. Hreinsistöðin fangar fjögur þúsund tonn af koltvísýring úr andrúmsloftinu á ári og fargar því neðanjarðar. Forsvarsmenn verkefnsins tjáðu fréttastofu á miðvikudag að þetta væri ekki töfralausnin við loftslagsvandanum. Sebastian Vettel hefur verið sigursæll á formúlubrautinni í gegnum tíðina og varð heimsmeistari fjögur ár í röð frá 2010-2013.Nordic Photos/Getty Images „En með minni losun og öðrum aðferðum við að fjarlægja koltvísýring úr loftinu getur þetta orðið lausnin ef það er byggt upp nógu fljótt,“ sagði Chrostoph Buettler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks. „Við megum engan tíma að missa,“ segir Vettel sem skrifar um heimsókn sína á heimasíðu sinni. Um sé að ræða mikilvægt tól til að nota í baráttunni við loftslagsvandann. Vettel gerir mörg samfélagsmál að umtalsefni á heimasíðu sinni. Þar berst hann gegn því að fólk fleygi rusli á víðavangi, minnir á mikilvægi býflugnanna og styður hinsegin fólk í réttindabaráttu sinni. https://twitter.com/sebvettelnews/status/1435957012320243713 Næsti formúlukappakstur fer fram á Monza brautinni á Ítalíu. Vettel ekur fyrir Aston Martin Mercedes og situr í tólfta sæti í keppni ökuþóra. Max Verstappen hjá Red Bull Racing Honda er efstur með 224,5 stig.
Formúla Orkumál Loftslagsmál Ölfus Jarðhiti Íslandsvinir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira